MENNTAKVIKA 2023
Menntastefna og farsæld
Menntakvika verður haldin í 27. skipti í september 2023. Að þessu sinni er opnunarmálstofa helguð tengslum menntastefnu og farsældar. Því er sérstaklega kallað eftir ágripum og málstofum tengt þessum þemum, ásamt öðrum fjölbreyttum viðfangsefnum sem varpa ljósi á grósku á sviði menntavísinda.
Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Ráðstefnan fer fram að hausti ár hvert og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi .
Hægt verður að fylgjast með málstofum í gegnum Zoom og er zoom hlekkur inn á dagskránni undir hverri málstofu.
AÐGANGUR ER ÓKEYPIS OG ÖLL VELKOMINFjölbreytt þekkingarmiðlun fyrir alla sem hafa áhuga á menntamálum
MENNTAKVIKA 2023 – AÐALERINDI
Aðalerindi Menntakviku 2023 verður flutt af Gitu Steiner-Khamsi, prófessor við Teacher´s College í Colombia háskólanum í New York og Fulbright Scholar. Titill erindisins er „The use and abuse of research evidence for policy and planning in education“. Erindið fer fram fimmtudaginn 28. september kl. 15.00 í húsnæði Menntavísindastofnunar, Stakkahlíð og verður einnig aðgengilegt í beinu streymi.
NÁNAR UM AÐALERINDIHLUSTUM Á HLAÐVÖRP
Starfsfólk og nemendur Háskólans hafa í auknum mæli nýtt hlaðvörp til þess að fjalla um fræði og vísindi og varpa ljósi á ýmsar hliðar samfélagsins út frá rannsóknum og rannsóknarniðurstöðum. Á sviði menntavísinda er óhætt að mæla með Límónutrénu sem fjallar um málefni leikskóla og Heilsuhegðun ungra Íslendinga sem byggir á samnefndri rannsókn.
HLAÐVÖRP HÍDOKTORSNÁM Í MIKILLI SÓKN
Hátt í 80 nemar í doktorsnámi í menntavísindum
Doktorsnám við HÍ hefur eflst mjög á síðustu árum og hefur framlag doktorsnema til rannsókna og kennslu við skólann átt sinn þátt í aukinni velgengni hans. Í samstarfi við leiðbeinendur sína leggja doktorsnemar af mörkum mikilvægan skerf til þekkingarleitar og nýsköpunar og taka virkan þátt í að efla skólann sem alþjóðlega rannsóknastofnun.


