MENNTAKVIKA 2023

Menntastefna og farsæld

Menntakvika verður haldin í 27. skipti í september 2023. Að þessu sinni er opnunarmálstofa og aðalerindi ráðstefnunnar helgað  tengslum menntastefnu og farsældar. Því er sérstaklega kallað eftir ágripum og málstofum tengt þessum þemum, ásamt öðrum fjölbreyttum viðfangsefnum sem varpa ljósi á grósku á sviði menntavísinda.

Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Ráðstefnan fer fram að hausti ár hvert og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi .

Hægt verður að fylgjast með málstofum í gegnum Zoom og mun hlekkur birtast á vefsíðu stuttu fyrir viðburð.

 

Fjölbreytt þekkingarmiðlun fyrir alla sem hafa áhuga á menntamálum

HVAÐA MÁLI SKIPA MENNTAVÍSINDI?

OPNUNARMÁLSTOFA

Markmið málstofunnar er að ræða brýnar áskoranir menntakerfisins stefnu stjórnvalda og hlutverk menntavísinda. Á meðal þátttakenda verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Opnunarmálstofan fer fram fimmtudaginn 6. október kl. 15.00 í Bratta og í beinu streymi.

OPNUNARMÁLSTOFA

HLUSTUM Á HLAÐVÖRP

Starfsfólk og nemendur Háskólans hafa í auknum mæli nýtt hlaðvörp til þess að fjalla um fræði og vísindi og varpa ljósi á ýmsar hliðar samfélagsins út frá rannsóknum og rannsóknarniðurstöðum. Á sviði menntavísinda er óhætt að mæla með Límónutrénu sem fjallar um málefni leikskóla og Heilsuhegðun ungra Íslendinga sem byggir á samnefndri rannsókn.

HLAÐVÖRP HÍ
DOKTORSNÁM Í MIKILLI SÓKN

Hátt í 80 nemar í doktorsnámi í menntavísindum

Doktorsnám við HÍ hefur eflst mjög á síðustu árum og hefur framlag doktorsnema til rannsókna og kennslu við skólann átt sinn þátt í aukinni velgengni hans. Í samstarfi við leiðbeinendur sína leggja doktorsnemar af mörkum mikilvægan skerf til þekkingarleitar og nýsköpunar og taka virkan þátt í að efla skólann sem alþjóðlega rannsóknastofnun.