STÆRST Í MENNTAVÍSINDUM

210 fyrirlestrar um flest það sem viðkemur uppeldis- og menntavísindum

Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Ráðstefnan fer fram í október ár hvert og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi. Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu. Í ár fer ráðstefnan fram í Stakkahlíð og verður streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað svo allir geta fylgst með. Málstofur verða ekki teknar upp og verða því ekki aðgengilegar á netinu eftir að ráðstefnunni lýkur.

Fjölbreytt þekkingarmiðlun fyrir alla sem hafa áhuga á menntamálum

HVAÐA MÁLI SKIPA MENNTAVÍSINDI?

OPNUNARMÁLSTOFA

Markmið málstofunnar er að ræða brýnar áskoranir menntakerfisins stefnu stjórnvalda og hlutverk menntavísinda. Á meðal þátttakenda verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Opnunarmálstofan fer fram fimmtudaginn 6. október kl. 15.00 í Bratta og í beinu streymi.

OPNUNARMÁLSTOFA

HLUSTUM Á HLAÐVÖRP

Starfsfólk og nemendur Háskólans hafa í auknum mæli nýtt hlaðvörp til þess að fjalla um fræði og vísindi og varpa ljósi á ýmsar hliðar samfélagsins út frá rannsóknum og rannsóknarniðurstöðum. Á sviði menntavísinda er óhætt að mæla með Límónutrénu sem fjallar um málefni leikskóla og Heilsuhegðun ungra Íslendinga sem byggir á samnefndri rannsókn.

HLAÐVÖRP HÍ
DOKTORSNÁM Í MIKILLI SÓKN

Hátt í 80 nemar í doktorsnámi í menntavísindum

Doktorsnám við HÍ hefur eflst mjög á síðustu árum og hefur framlag doktorsnema til rannsókna og kennslu við skólann átt sinn þátt í aukinni velgengni hans. Í samstarfi við leiðbeinendur sína leggja doktorsnemar af mörkum mikilvægan skerf til þekkingarleitar og nýsköpunar og taka virkan þátt í að efla skólann sem alþjóðlega rannsóknastofnun.