Dagskrá

Háskóli Íslands

Dagskrá Menntakviku 2020 verður aðgengileg á vefnum í lok september

Á dagskrá Menntakviku eru málstofur, hringborðsumræður og veggspjaldakynningar. Prentun á dagskrárbæklingi hefur verið hætt en dagskráin verður aðgengilegt hér.

Hringborðsumræður 2019

An open invitation: Engaging in dialogue to explore the transformative nature of our work

Sue Gollifer, PhD student, UI, Eva Harðardóttir, PhD student, UI, Guðrún Guðmundsdóttir, instructor, Ingimar Waage, PhD student

Iceland’s national curriculum guides present six fundamental curriculum pillars as inter-related concerns that underpin all aspects of schooling. The imagery used to describe the six pillars suggests an education process that is transformative in nature, as illustrated by phrases such as “rewriting the world”,“shaping society” and “capability for action”. The implication therefore is that teachers have a legal responsibility to engage in transformative teaching and learning. But what do we mean by the term “transformative”? What does it look like? How is it taking place? What are its intentions and limitations? In this roundtable discussion, four educators invite participants to engage in dialogic learning about their work in relation to the concept of transformation. Using diverse conceptual interpretations of transformative education, the dialogue is guided by two key questions: How do we relate our work to the concept of transformation? How do we understand the limitations in the different educational contexts in which we work? Susan Gollifer draws on her work with upper secondary school teachers’ life stories to critique the notion of transformative human rights education; Eva Harðardóttir critically reflects on the learning that takes place when upper secondary school students organise a conference around the Sustainable Development Goals; Guðrún Guðmundsdóttir examines her use of shadow theatre with compulsory school children to introduce different articles of the UN Convention on the Rights of the Child; and Ingimar Waage talks about the visual arts as a means of addressing social justice concerns through art creation, discussion and philosophical inquiry.

 

Samfélagsleg áhrif menntarannsókna

Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti, MVS, HÍ

Umræða um menntamál hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarin misseri. Menntun fyrir alla, fagmennska kennara, starfsþróun, starfsumhverfi skóla, árangur nemenda, jöfnuður og félagslegt réttlæti eru viðfangsefni sem skipta einstakling og samfélag miklu máli. Í þessari hringborðsumræðu verður kastljósinu beint að hlutverki rannsókna til að móta og þróa menntakerfið, skóla – og frístundastarf og styðja við gæði menntunar. Tekist verður á við spurningar á borð við: Hvernig geta menntarannsóknir aukið gæði skólastarfs og menntunar? Hvernig má efla samvinnu rannsakenda og fagfólks? Hvernig geta menntarannsóknir breytt samfélaginu?

Bráðgerir nemendur og úrræði þeim til handa

Kristín Lilliendahl, aðjúnkt, MVS og Meyvant Þórólfsson, dósent, MVS, HÍ

Markmið þessa umræðufundar er tvíþætt. Annars vegar að ræða áleitnar spurningar um bráðger börn og úrræði þeim til handa og hins vegar að heiðra minningu Péturs Blöndal, fyrrverandi alþingismanns, sem átti stóran þátt í tveimur athyglisverðum átaksverkefnum fyrir þennan hóp nemenda. Engin einhlít skilgreining er þekkt á barni eða unglingi sem telst bráðger. Hins vegar ber fræðimönnum og rannsakendum saman um að börn teljist bráðger ef þau sýna óvenjulega mikla hæfileika í bóknámi, listum, hönnun, íþróttum eða öðrum sviðum, námsgeta og námsárangur skýrist fremur af eigin náms- og rannsóknarhvöt en áhrifum umhverfisins, þau heillist svo af ákveðnum sviðum náms eða námsgreinum að þau vilji sífellt kafa dýpra og læra meira en almennt gerist í skóla, séu rökföst og hafi áhuga á orsakasamhengi. Þekkt úrræði við að mæta þörfum bráðgerra nemenda í skólastarfi eru: 1) Innbyggður sveigjanleiki í heildarskipulagi þar sem tekið er mið af einstaklingsmun (e. differentiated curriculum), 2) Flýting (e. acceleration), t.d. að flýta barni um eitt ár í námi eða að taka einingar á framhaldsskólastigi samhliða skyldunámi í grunnskóla, 3) Dýpkun (e. enrichment) felur það í sér að viðkomandi fer mun dýpra í afmörkuð viðfangsefni en meginþorri nemenda og 4) Breikkun (e. horizontal enrichment), þar sem tekin eru fleiri viðfangsefni af svipuðu tagi og meginþorri nemenda glímir við, t.d. viðbótardæmi í stærðfræði. Samkvæmt niðurstöðum alþjóðarannsóknar OECD, PISA, fækkar íslenskum nemendum á efstu hæfnistigunum en fjölgar á lægstu hæfnistigunum. Þetta vekur spurningar um stöðu bráðgerra nemenda í skólakerfinu. Umræða þessa fundar beinist að því að leita svara við slíkum spurningum. Hvað veldur?

Veggspjaldakynningar 2019

Cross-cultural online handbooks: The case of DISE (Department of International Studies in Education)

Mary Ann Divinagracia, student, Department of International Studies in Education, UI, Gyamena Kyeremateng, Sue Gollifer, adjunct, UI and Edda Óskarsdóttir, adjunct, UI

Our poster introduces a two-year participatory action research project aimed at developing research-based online handbooks in English and Icelandic to enhance equitable access to relevant information and enhance students’ and teachers’ academic and social wellbeing. DISE, a School of Education department formerly referred to as the International Studies in Education programme (ISEP), started in 2008 as a response to an increasing number of migrant students looking for higher education opportunities. The two distinguishing features of the department are its multicultural student population and teachers, and the use of English as the language of instruction. However, it has become apparent that there is an urgent need to develop comprehensive cross-cultural guidelines. Universities can only provide positive experiences for all concerned if they are aware of the barriers students face. For ISEP students, these include being non-native speakers, working full- or part-time, lower levels of academic preparedness or different academic expectations. Among other problems are being less engaged in academic and social activities lack of clear and relevant information on entry requirements, educational rights and entitlements and inconsistent and confusing information regarding fee structures, in particular for non-European Union citizens. We invite you to come and discuss how our project applies a participatory action research (PAR) approach that engages students and teachers in defining and analysing their experiences as members of the DISE community, and how this analysis will inform the development of departmental online handbooks.

Með Bakkusi út að skemmta sér: Kynjuð hlutverk áfengis í sögum ungs fólks (18-20 ára) af skemmtanamenningu á Íslandi

Annadís G. Rúdólfsdóttir, dósent, MVS, HÍ

Greint verður frá rannsókn á því hvaða hlutverki áfengi gegnir í skemmtanamenningu ungs fólks (18-20 ára). Fræðilega sjónarhornið er femínískur póststrúktúralismi auk þess sem stuðst er við kenningar um hrif. Beitt var svokallaðri sögulokaaðferð (e. story completion method) sem felst í því að þátttakendur fá upphaf sögu (1-3 línur) og eru beðnir um að ljúka henni. Þátttakendur (hentugleikaúrtak) fengu ýmist upphaf sögu þar sem söguhetjurnar voru ungar konur, karlar eða blandaður hópur á sama aldri og þau sjálf (samanburðarsnið). Sögurnar (n=72) voru þemagreindar með aðferð Braun og Clarke. Helstu þemu voru: Áfengisdrykkja sem normið, áfengi sem sleipiefni í samskiptum kynjanna, að þekkja (ekki) sín mörk með áfengi. Fjallað verður um þá innsýn sem sögurnar gefa í heim ungmenna sem eru að spreyta sig áfram félagslega og sem kynverur oft með „hjálp“ áfengis. Einnig verður fjallað um hvað þessar sögur segja um þær áhættur og áskoranir sem fylgja áfengisdrykkju ungs fólks.

„Lýðræðisleg hugsun dreifist jú ekki eins og inflúensa.“ Hvað felst í því að vera hluti af heild hvort sem það er í nær- eða fjarsamfélaginu

Hanna Ólafsdóttir, lektor, MVS, HÍ og Rannveig Björk Þorkelsdóttir, lektor, MVS, HÍ

Kynnt verður þriggja ára alþjóðlegt samstarfsverkefni á vegum TEN (e. Teacher Education Network) þar sem tekist er á við hugmyndir um frelsi, jafnrétti og bræðralag, innblásið af frönsku byltingunni undir yfirskriftinni CITIZENSHIP ríkisborgari/ríkisfang með áherslu á a. formleg réttindi og b. persónulegt hlutverk – (sjálfsmynd, heilindi, samfélagsþátttaka). Tæplega sextíu kennarar og nemendur frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Íslandi, Danmörku, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Belgíu komu saman á vormánuðum Í Stokkhólmi og unnu saman að listrænum verkefnum, þvert á þjóðerni og listgreinar. Þemað í ár var „bræðralag“. Markmið var að skoða þá mismunandi færni og getu sem tengjast því að vera ríkisborgarar út frá þemanu „ríkisfang“. Hvað felst í því að vera hluti af heild, hvort sem það er í nær- eða fjarsamfélaginu? Lögð var áhersla á að nýta verkfæri listarinnar til að þróa getu og hæfni í samskiptum og tjáningu í gegnum gagnrýna hugsun. Nemendur spegla sig hver í öðrum í gegnum markvissa listræna vinnu þar sem tekist er á við hvert þema með tónlist, leiklist, dans og myndlist. Verkefnið, sem er styrkt af Nordplus, skoðaði gildi þess að vinna saman, deila viðhorfum og að lokum að setja upp sýningu þvert á þjóðerni og listgreinar svo úr varð heildstæð verk. Allir nemendurnir eru verðandi listgreinakennarar.

Íðorðasafn í menntunarfræði

Gerður G. Óskarsdóttir, formaður íðorðanefndar í menntunarfræði, HÍ og Helga Jenný Stefánsdóttir, verkefnisstjóri, MVS, HÍ

Gjarnan vefst fyrir nemendum í menntunarfræði og kennurum hver skilgreining er á nýjum og gömlum sérfræðihugtökum í fræðunum og stundum eru margar þýðingar á erlendum fræðiorðum í notkun. Íðorðanefnd í menntunarfræði var stofnuð til að mæta brýnni þörf fyrir að samræma merkingu og notkun íðorða í umferð eða móta ný og styrkja þar með grundvöll faglegrar umræðu á íslensku um menntun og skólastarf. Hlutverk nefndarinnar er að taka saman sérfræðihugtök/íðorð í menntunarfræði og gera þau aðgengileg með þýðingum og markvissum skilgreiningum sem nefndarmenn leggja mikla áherslu á. Ný hugtök bætast stöðugt við ört vaxandi fræðigrein. Markhópurinn eru fræðimenn, starfendur og nemendur á sviði menntunarfræði, þ.m.t. starfsmenn og stjórnendur skóla- og menntastofnana. Nefndin tekur fyrir orð á ákveðnu sviði hverju sinni í samvinnu við sérfræðinga. Skilgreind hafa verið sex meginsvið menntunarfræði. Þau eru stjórnun og skipulag (s.s. lög, námskrár, skipulag skóla og stjórnunarhættir); kennsla og mat (s.s. kennsluaðferðir, námsmat, tegundir prófa og mat á skólastarfi); nám og þroski; félagslegt og menningarlegt umhverfi; námsumhverfi (s.s. skólahúsnæði, kennslutæki og upplýsinga- og samskiptatækni) og loks straumar og stefnur (s.s. kenningar, hugmyndafræði og fræðasvið). Hvert meginsvið skiptist í nokkur undirsvið skyldra orða sem unnið er með hverju sinni. Sem dæmi hefur nefndin tekið fyrir fagorð í gildandi námskrám þriggja skólastiga, kennsluaðferðir, námsmat, skólastjórnun, upplýsingatækni í skólastarfi, fjölmenningu, skólasögu og orð á sviði lesturs.