Menntakvika verður haldin föstudaginn 6. október 2017 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Þeir sem vilja senda inn erindni á Menntakviku hvort sem er í málstofur eða einstaklingserindi inn á þráðinn: Menntakvika 2017 - Umsóknir

 

Um Menntakviku

Menntakvika er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs HÍ sem fyrst var haldin 1997 sem málþing Kennaraháskóla Íslands um rannsóknir, nýbreytni og þróun. Rannsóknarstofnun KHÍ hélt utan um framkvæmd ráðstefnunnar i upphafi síðan tók SRR, símenntun, rannsóknir og ráðgjöf við framkvæmdinni árið 2008 og Menntavísindastofnun hefur haldið utan um framkvæmd ráðstefnunnar síðan 2010, en þá var árlegu málþingi breytt í Menntakviku, árlega ráðstefnu Menntavísindasviðs um rannsóknir, nýbreytni og þróun.

Sérrit Netlu - Menntakvika

Netla - veftímarit um uppeldi og menntun mun gefa út sérrit í tengslum við ráðstefnuna. Áætlað er að sérritið komi út árið 2017.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is