Menntakvika verður haldin föstudaginn 4. október 2019 við Háskóla Íslands. Kynntu þér drög að dagskránni hér að neðan.

Um Menntakviku

Menntakvika er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1997 sem málþing Kennaraháskóla Íslands um rannsóknir, nýbreytni og þróun. Rannsóknarstofnun KHÍ hélt utan um framkvæmd ráðstefnunnar i upphafi. Menntavísindastofnun hefur séð um framkvæmd ráðstefnunnar síðan 2010 en þá var nafni málþingsins breytt í Menntakviku.

About Menntakvika

Sérrit Netlu - Menntakvika

Menntakvikusérrit Netlu - veftímarits um uppeldi og menntun kemur út ár hvert. Það nefnist Menntakvika og eru allar greinarnar upp úr erindum fluttum á ráðstefnunni það ár.

Í ritinu frá Menntakviku 2017 eru átta greinar um mjög fjölbreytt málefni tengd uppeldi og menntun.

Vefritið má nálgast hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is