Háskólar: Háskólar og rafræn kennsla

Þröstur Olaf Sigurjónsson

Rannsóknarstofa um háskóla

Raundæmi sem grunnur fyrir gervigreind í formi spjallmennis

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor, FVS HÍ

Háskólar víða breyttu kennsluháttum vegna COVID-19 faraldursins. Breytingarnar miðuðu flestar að innleiðingu tæknilausna. Þó hafa lausnir byggðar á tækni verið í þróun lengi. Að baki gervigreind býr tækni sem margir háskólar horfa til. Ýmsu í innleiðingu gervigreindar í kennslu er enn ósvarað, þar á meðal hvernig eigi að líta til siðferðilegra áskorana sem geta komið upp við notkun hennar. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á möguleika til að beita gervigreind í formi spjallmennis í kennslu eins og væri um kennslu með raundæmi að ræða. Rannsóknin var unnin í samvinnu við nemendur í námskeiðinu viðskiptasiðfræði haustið 2021, en rannsóknin tók yfir tímabilið september 2021 til maí 2022. Aðferð við gagnaöflun fólst í framkvæmd vefkönnunarinnar og viðtöl voru tekin. Þá vann rannsakandi að gerð og útgáfu raundæma í samvinnu við nemendur. Er sú reynsla nýtt sem gagn í rannsókninni. Niðurstöður eru þær að nemendur í viðskiptasiðfræði kjósa námsform þar sem þeir hafa virku hlutverki að gegna. Þeir vilja eiga í beinu samstarfi við kennara um hagnýtingu fræða og aðferða. Þeir kjósa einnig að vinna að raunhæfum verkefnum og kjósa raundæmi umfram aðra kennsluhætti. Nemendur eiga þó í erfiðleikum með að beita aðferðarfræði við lausn siðferðilegra áskorana sem birtast í raundæmum. Bein þátttaka í gerð raundæma virðist auka getu nemenda til að leysa siðferðilegar áskoranir. Spjallmenni í formi gervigreindar er lausn sem nemendur horfa til sem aðferð við að leysa siðferðilegar áskoranir þar sem þeir kalla eftir leiðbeinandi aðferð þegar kemur að úrlausn raundæma. Notkun gervigreindar ber með sér siðferðilegar áskoranir.

Providing formative assessment opportunities using the online math learning platform Möbius in mathematics and physics teaching in Frumgreinadeild at Reykjavik University

Snjólaug Steinarsdóttir, Þorgerður Jónsdóttir,  Kristinn Torfason, og Þorgerður Jónsdóttir,  frumgreinakennarar í HR

Digital technologies can offer powerful tools and environments to enhance the practice of assessment, particularly formative assessment, in mathematics education. Möbius is an online mathematics learning platform that the Department of Preliminary Studies (Frumgreinadeild) at Reykjavik University piloted in their math and physics teaching during the Summer 2021, Fall 2021, and Spring 2022 semesters. The implementation of Möbius involved the creation of a comprehensive Question Bank that was then used to build assignments for students to complete. While these assignments contributed to students’ final grades, their primary focus was formative. Students could work on the assignments at their own time and pace, receiving instant, automated feedback on their performance while having the opportunity to repeat the assignment, with the system retaining the highest grade achieved. Möbius offers a high degree of flexibility in terms of question design. It is possible to create variables based on algorithms, random parameters and mathematical formulas, graphics, and even animated plots. Thus, questions appear different from student to student, and different on each attempt. Additionally, the system supports multi-part questions whereby the answer to part 1 of the question informs part 2 of the question etc. In this presentation, we describe how we implemented Möbius in teaching, share our own reflections and discuss feedback gathered from students on their experience of using Möbius and its impact on their learning.

Prófun á fýsileika rafræns kennsluefnis um verki (PEIR)

Sigríður Zoëga,  dósent, HVS HÍ, Mike McGillion, dósent, McMaster háskólinn í Kanada, Leila Lax, prófessor emerita, Háskólinn í Toronto, Shaunattonie Henry, nýdoktor, McMaster háskólinn í Kanada, Carley Ouellette, doktorsnemi, McMaster háskólinn í Kanada og Judy Watt-Watson, prófessor emerita, Háskólinn í Toronto

Markmið: Pain Education Inter-Professional Resource (PEIR) kennsluefnið er gagnvirkt, rafrænt kennsluefni sem ætlað er nemendum í grunnnámi heilbrigðisvísinda. Markmið rannsóknarinnar var að kanna fýsileika kennsluefnisins við íslenskar aðstæður. Kynningarbréf um rannsóknina var sett á Facebooksíður og í tölvupósti til nemenda á öðru og þriðja ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Þátttakendur sátu kynningarfund um rannsóknina og uppbyggingu kennsluefnisins. Þeir fóru síðan í gegnum efnið á eigin tölvu á þremur vikum. Að því loknu tóku þeir þátt í rýnihópi um kennsluefnið. Ekki var greitt fyrir þátttöku. Þrír nemendur af fimm sem lýstu áhuga á þátttöku kláruðu námsefnið, einn af öðru ári og tveir af þriðja. Þátttakendur töldu að einhvers konar ívilnun hefði mögulega aukið áhuga á þátttöku. Þátttakendur lentu í tæknilegum vandræðum sem truflaði þá við að komast í gegnum efnið. Mismunandi var hvort nemendum fannst kennslan tímafrek. Þá lýstu þátttakendur því að þeir hefðu átt erfitt með að skilja ákveðin hugtök og þá sérstaklega skammstafanir á ensku. Þá hefðu þeir kosið að skrifa svör við verkefnum á íslensku. Þátttakendum fannst efnið áhugavert og í takt við það sem þeir höfðu lært í náminu. Þá lýstu þeir mikilli ánægju með kennsluaðferðina, einkum fjölbreytnina og verkefnin sem þeir sögðust læra meira af en fyrirlestrum. Þeir hefðu þó viljað fylgja efninu eftir með hópvinnu til að ræða efnið og dýpka skilning. PEIR kennsluefnið er fýsilegt til kennslu við íslenskar aðstæður en fyrirbyggja þarf tæknilega örðugleika til að tryggja að nemendur komist í gegnum kennsluefnið. Frekari rannsóknir á kennsluefninu eru fyrirhugaðar.