Language policy, practice, and participation at school and at home

Rannsóknarstofa í fjölmenningar- og fjöltyngisfræðum

As the population of Iceland becomes increasingly diverse, a variety of educational opportunities and challenges become relevant points of discussion in schools, classrooms, universities, and society at large. The Research Center for Multiculturalism and Plurilingualism  promotes and disseminates research relating to teaching, learning, culture and language and is thus pleased to present a two-part symposium concentrating on contemporary research in these areas.

Part One of the symposium concentrates on the interaction between language policy and practice and how it supports or restricts participation in different educational contexts. The influence of multicultural and multilingual policy on students, families, teachers, and schools is discussed in the following presentations:

  • Language policies and practices of diverse immigrant families in Iceland and their impact on education
  • The participation of multilingual children in the formulation of the language policy of families and schools
  • Communication between teachers and parents of foreign origin about academic performance and children’s well-being: Examples from formal and informal learning spaces in the capital area

Part Two of the symposium investigates prevailing cultural perspectives and considers current language practices as well as linguistic experiences across multiple generations. The influences of language on learning and/or teaching within multicultural schools and homes are discussed in the following presentations:

  • Icelandic student teachers’ perspectives on culture-based teaching methods and their ideas about ways to use the children’s languages ​​in teaching
  • Competency frameworks in Icelandic for multilingual children in kindergarten
  • Vietnamese Refugees’ heritage in Iceland: Their Children’s culture, language, and identity

Tungumálastefna og starfshættir fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun  

Samúel Lefever, dósent, MVS HÍ, Hanna Ragnarsdóttir, prófessor, MVS HÍ, Renata Emilsson Peskova, lektor, MVS HÍ og Kristín Jónsdóttir, dósent, MVS HÍ

Flutningur fólks til Íslands hefur aukist hratt á undanförnum árum og þær breytingar hafa haft áhrif á samfélagið og menntakerfið. Markmið eigindlega rannsóknarverkefnisins Tungumálastefna og starfshættir fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun (LPP) er að rannsaka með gagnrýnum hætti tungumálastefnu og starfshætti fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda. Verkefnið beinir athygli að samspili tungumálastefnu fjölskyldnanna og menntunar barnanna og tengsl þessara fjölskyldna, móðurmálssamfélaga þeirra, skólastjóra og kennara barnanna.  Þátttakendur í LPP rannsóknarverkefninu eru 16 fjölskyldur innflytjenda í fjórum sveitarfélögum sem hafa fjölbreytt tungumál, menntun og félags- og efnahagslegan bakgrunn og börn þeirra af ólíku kyni, svo og skólastjórar og kennarar barnanna í leik- og grunnskóla, og móðurmálskennarar þeirra. Gögnum er safnað í hálf-skipulögðum viðtölum við kennara, skólastjóra, foreldra og börn (10-16 ára), og að auki eru barnmiðaðar rannsóknaraðferðir notaðar með börnunum. Fræðilegur grunnur verkefnisins er í skrifum um tungumálastefnu fjölskyldna, svo og kennsluaðferðum með fjöltyngdum nemendahópum í skólum. LPP rannsóknarverkefnið er fyrsta víðtæka íslenska rannsóknin á tungumálastefnu og starfsháttum fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda og helsta gildi þess er að veita innsýn í þær og áhrif þeirra á menntastefnu og starfs-hætti. Kortlagning á tví- og fjöltyngi fjölskyldna á Íslandi og þróun læsis barna þeirra mun veita mikilvægar upplýsingar fyrir skóla um hvernig er best að vinna með fjölskyldum að virku tví- og fjöltyngi, auk þess að veita foreldrum upplýsingar um skilvirka tungumálastefnu og starfshætti.  

Þátttaka fjöltyngdra barna í mótun tungumálastefnu fjölskyldna og skóla  

Hanna Ragnarsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Fjölbreytni í íslensku samfélagi hefur aukist verulega undanfarin ár, þar á meðal tungumálafjölbreytni. Í erindinu er fjallað um niðurstöður rannsóknar með fjöltyngdum börnum, fjölskyldum þeirra og skólum. Markmiðið er að athuga hvernig fjöltyngd börn taka þátt í að móta tungumálastefnu fjölskyldna sinna og skóla. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar er í fjöltyngisfræðum og nýlegum skrifum um þátttöku og rödd barna í skólastarfi. Rannsóknin er eigindleg og hófst árið 2020 með viðtölum við foreldra í níu fjölskyldum, kennara og skólastjóra barna þeirra í þrem sveitarfélögum. Gögnum frá börnunum sjálfum var safnað 2021 og 2022 með samtölum, upptökum af notkun þeirra á tungumálum sínum í mismunandi aðstæðum, svo og dagbókarskrifum foreldra um tungumálanotkun barna sinna. Niðurstöðurnar benda til þess að börnin séu virkir þátttakendur í að velja tungumál til notkunar í mismunandi aðstæðum á heimilum sínum. Þau koma m.a. með hugmyndir um hvaða tungumál sé best að nota á hvaða tíma og sum barnanna hafna því að nota tiltekin tungumál heima. Börnin leitast einnig við að stjórna tungumálanotkun sinni í skólunum, en þar gilda aðrar reglur um tungumálanotkun en á heimilunum. Foreldrarnir í rannsókninni vilja allir styðja við fjöltyngi barna sinna, en gengur það misvel. Skólarnir leggja áherslu á að styðja við fjöltyngi barnanna en skortir suma þekkingu og aðferðir til að gera það með markvissum hætti. Rannsóknin beinir athygli að stöðu fjöltyngdra barna í skólum á Íslandi og hvernig styðja má betur við þau með aukinni þekkingu og þjálfun kennara, svo og góðu samstarfi fjöltyngdra fjölskyldna og skóla.  

Samskipti kennara við foreldra að erlendum uppruna um námsárangur og vellíðan barna: Dæmi úr formlegum og óformlegum námsrýmum á höfuðborgarsvæðinu

Renata Emilsson Peskova, lektor, MVS HÍ

Árangursrík skólaganga fjöltyngdra nemenda er að miklu leyti háð stuðningi foreldra og samskiptum heimila og skóla. Samskipti kennara við foreldra af erlendum uppruna og þátttaka þeirra í skólastarfi eru talin flókin því þau fela í sér ólík gildi og væntingar, ójöfn valdatengsl, og tungumála-hindranir. Þessi rannsókn er hluti af doktorsritgerð sem kannaði samspil tungumálaforða og skólareynslu fjöltyngdra nemenda í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða samskipti bekkjarkennara og móðurmálskennara fjöltyngdra nemenda við foreldra þeirra og leitast var svara við rannsóknarspurningu: Hvernig stuðla árangursrík samskipti bekkjar- og móðurmálskennara við foreldra af erlendum uppruna að árangursríku námi og vellíðan fjöltyngdra nemenda? Þátttakendur voru fimm bekkjarkennarar, fimm móðurmálskennarar og fimm foreldrar af erlendum uppruna. Í þessari þverfaglegri fjöltilviksrannsókn var notuð þemagreining og samskipti milli kennara og foreldra skoðuð með tilliti til tungumálanotkunar, valda(ó)jafnvægis og gagnkvæms skilnings. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hvernig ónóg upplýsingaflæði í báðar áttir leiddi til misskilnings, ágreinings eða hlédrægni foreldra, en á móti traust, tíð samskipti og samstarf stuðluðu að bættum árangri og vellíðan nemenda. Samskipti móðurmálskennara í óformlegum námsrýmum við foreldra einkenndust af jafnari valdatengslum, persónulegri upplýsingaflæði og samskiptum á sama tungumáli. Það er grundvallaratriði að kennarar komi á fót samvinnu sem byggir á gagnkvæmu trausti og ræði opinskátt um menntunarmarkmið fyrir börn, t.d. í íslensku og móðurmáli barna. Virðingarfull samskipti kennara og foreldra af erlendum uppruna eru valdeflandi fyrir alla og eru órjúfanlegur hluti af kennslufræði sem stuðlar að námsárangri og vellíðan fjöltyngdra nemenda.