Kynjavíddin í starfi leik- og grunnskóla í Litháen og Íslandi – Gender in preschools and compulsory schools in Lithuania and Iceland

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Rannsóknastofa um þróun skólastarfs

Lithuanian teachers in the 21st century: Challenges and opportunities

Karolina Kunceviciute, MA in international studies in education, School of Education UI

After Lithuania gained independence in 1990, significant reforms and educational transformations have taken place. The aim of the reforms has been to create an advanced educational system that would allow Lithuania to catch up with the supposedly more developed Western countries. However, despite significant efforts to reform Lithuanian education, the Lithuanian teaching profession is confronted with challenges and difficulties, and is subject to severe criticism. The teaching community, which is strongly feminized in Lithuania, is aging, and that has already resulted in teacher shortages in some schools. Therefore, this interview study aimed to analyze how the post-Soviet educational transformations and reforms in Lithuania had affected the teaching profession and teachers’ professionalism, and what were the gendered implications for the teaching profession in Lithuania. The data was collected through semi-structured interviews with eight qualified primary school women teachers who had 25–45 years of professional teaching experience in Lithuania. Thematic analysis was used to analyze the collected data. To answer the research questions of this study, a critique of the neoliberal paradigm was used, as well as a feminist approach. The findings reveal intensification of the teachers’ job and other complexities that relate to respect and attractiveness of the teaching profession. In addition, the findings suggest that primary school teaching tended to be perceived as women’s jobs, due to existing social norms and gendered stereotypes that sustain a gender-based occupational segregation.

Opinn efniviður og val barna á leikjum í ljósi kynjajafnréttismenntunar. Rannsókn í sex leikskólum

Sólveig Björg Pálsdóttir, leikskólakennari, Laugasól og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor MVS HÍ

Skoðað var leikefni í sex leikskólum út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og könnuð viðhorf leikskólakennara til leiks og leikefnis barna. Skólarnir voru valdir af handahófi á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en þess gætt að deildarstjóri á elstu deild væri kennaramenntaður. Fylgst var með starfinu hluta úr degi og tekin viðtöl við sex deildarstjóra í elstu deildum. Fram kom að í leikskólunum var lögð mikil áhersla á að nota bæði margvíslegan opinn efnivið, svo sem kubba, en einnig verðlausan efnivið, svo sem skyrdósir, tauefnisbúta, pappakassa og skartgripi. Einnig var mikil áhersla á að börnin veldu sjálf við hvað og hvernig þau lékju sér en að fylgst væri vel með því að leikurinn færi vel fram, til dæmis að samskipti barnanna væru góð og engin börn væru skilin útundan. Loks kom fram að í flestum skólunum, nema einum, var fremur lítið unnið að því markvisst að skoða starfið frá kynjajafnréttissjónarhorni. Helst væru bækur skoðaðar af sjónarhóli kynjajafnréttis. Engu að síður kom vel fram að sjá mætti í barnahópunum margvíslega kynjaskiptingu í vali leikja og efniviðar til að leika sér með. Leiða má að því líkur að hin mikla áhersla skólanna á opinn efnivið og verðlausan efnivið, og á að börnin velji frjálst hvernig þau leika sér, geti leitt til þess að síður sé horft á leikumhverfið frá kynjafræðilegu sjónarhorni.

Þrengsli og kyn í leikrými barna

Hörður Svavarsson, leikskólakennari, Aðalþing

Greint er frá fyrstu niðurstöðum rannsóknar um rými í leikskólum. Tilgangur með rannsókninni er að varpa ljósi á leikrými barna í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu: hversu rúmt eða þröngt það væri, hvernig það væri notað og hvort sú notkun væri kynjuð. Menntapólitískt samhengi rannsóknarinnar er tvíþætt: Uppi eru sterkar grunsemdir um að leikrými barna sé mjög þröngt og einnig er byggt á kenningum um að rými sé aldrei hlutlaust eða núllstillt út frá kynjasjónarhorni því að skipulag þess geti átt þátt í að viðhalda og ýta undir ríkjandi staðalmyndir og mikilvægt sé að kennarar geri sér grein fyrir því. Mældar voru nákvæmlega 38 leikskóladeildir í 30 leikskólum, teknar ríflega 500 ljósmyndir í þessum deildum og tekin viðtöl við deildarstjóra í þriðjungi þeirra skóla þar sem mælingar fóru fram. Beitt var aðferðum tölfræði við úrvinnslu mælinganna en orðræðugreiningu og þemagreiningu á ljósmyndir og viðtöl. Gögnin sem safnað var benda til þess að leikrýmið sé mjög þröngt, sérstaklega þegar dregið hefur verið frá pláss fyrir húsgögn sem ekki nýtast í leiknum. Niðurstöðurnar staðfesta því grunsemdir um þrengsli í leikrými barna. Margs konar hópaflokkun var greinanleg í skipulagi á veggjum og sáust vísbendingar um að í skipulagi væri ætlað að blanda kynjum saman, sem er kynjað skipulag í sjálfu sér. Í viðtölunum kom þó fram að deildarstjórarnir töldu sig ekki skipuleggja rýmið með tilliti til mismunandi kynja.

 „Ég er bara ein með þau öll og er þá bara með tvo stuðninga“. Ungar kennslukonur í grunnskólum veturinn 2021–2022

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor MVS HÍ, Valgerður S. Bjarnadóttir, lektor MVS HÍ, Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir, grunnskólakennari, HA og Aðalheiður Anna Erlingsdóttir, meistaranemi MVS HÍ 

Markmiðið er að rannsaka hvernig nýlega brautskráðum kennslukonum vegnar í starfi í grunnskólak-ennslu og að hvaða leyti reynsla þeirra sé tengd kyni þeirra og að hvaða leyti ekki. Tvenns konar rannsóknir og kenningar liggja að baki þessu verkefni: Um kyngervi og um starf nýliða í hópi kennara. Rannsóknin hófst haustið 2021 með viðtölum við 11 nýlega brautskráðar kennslukonur, sem höfðu þó flestar kennt í eitt til þrjú ár, og er áætlunin að fylgja þeim með þremur viðbótarviðtölum til vors 2023. Þær kenna í ólíkum skólum í nokkrum landshlutum. Viðtölin fara fram eftir hálfopnum spurningaramma og er unnið úr þeim eftir hefðum eigindlegra rannsókna. Við munum fjalla um þrjú þemu sem birtast skýrt í fyrstu tveimur viðtalsumferðunum (haustið 2021 og vorið 2022): 1) Mikið er um teymisvinnu og teymiskennslu og gerðu sumir viðmælendur skýran greinarmun á þessu tvennu í samræmi við fræði þar að lútandi. Af orðum viðmælenda má ráða að það að vinna í teymis-samstarfi sé beinlínis valdeflandi, bæði í gegnum stuðninginn við starf nýliðans auk þess sem mögulega hefur orðræðan um teymi jákvæð áhrif. 2) Samvinna í skólastofunum og utan þeirra við sérkennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa, sem voru í nokkrum tilvikum kallaðir „stuðningar“, og fleiri. Meðal þess sem komið hefur í ljós er að afleysing fyrir stuðningsfulltrúa sem fara í leyfi er fallvölt og það er kynjaskipting í því hvernig viðmælendum fundust stuðningsfulltrúar vinna. 3) Nokkrir viðmælenda ræddu mikilvægi þess að tileinka sér kæruleysi til að þurfa ekki að vera eins og „hamstur í hjóli“, eins og ein þeirra orðaði það.