Hreyfing og heilsa

Áhætta á hlutfallslegum orkuskorti meðal íslenskra íþróttakvenna, metin út frá LEAF-Q spurningalistanum

Birna Varðardóttir, doktorsnemi, MVS HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, MVS HÍ og Sigríður Lára Guðmundsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Low Energy Availability in Females Questionnaire (LEAF-Q) spurningalistinn hefur víða verið notaður í rannsóknum á hlutfallslegum orkuskorti í íþróttum (e. Relative Energy Deficiency in Sport, RED-S). LEAF-Q var upphaflega prófaður og þróaður til rannsókna meðal fullorðinna úthaldsíþróttakvenna, en til þessa hefur skort mat á áreiðanleika og réttmæti listans fyrir aðrar íþróttagreinar og ólíka aldurshópa. Markmið RED-Í rannsóknarverkefnisins er að meta algengi og áhættuþætti RED-S meðal íþróttafólks á Íslandi sem æfir og keppir á afreks- og framhaldsstigi. Í fyrri hluta RED-Í var íþróttafólki sem náð hafði 15 ára aldri boðið að svara rafrænum spurningalista sem samanstóð af LEAF-Q auk viðbótarspurninga sem tóku til svefns, endurheimtar og vellíðunar. Alls svaraði 121 íþróttakona (aldur 21,8 ± 7,5 ár) spurningalistanum. Þátttakendum var skipt í eftirfarandi flokka út frá íþróttagreinum: fagurfræðilegar-, bolta-, úthalds-, kraft-, þyngdarflokka- og aðrar íþróttagreinar. Meðal LEAF-Q heildarskor var 7,5±4,5 og 43,8% skoruðu = 8 (viðmið fyrir áhættu á RED-S). Ekki var munur á LEAF-Q heildarskori milli íþróttagreina. Þátttakendur í boltaíþróttum voru með marktækt hærra meiðslaskor en þátttakendur í fagurfræðilegum (p=0,032) og öðrum (p<0,001) íþróttagreinum. Þátttakendur í fagufræðilegum íþróttum höfðu hæst skor fyrir blæðingatruflanir, en munur milli íþróttagreina reyndist ekki marktækur. Niðurstöður okkar benda til þess að ekki sé munur á heildarskori LEAF-Q milli ólíkra íþróttagreina eða flokka þeirra. Frekari rannsókna er þörf til að hægt sé að ákvarða að hve miklu marki undirskor LEAF-Q endurspegla RED-S áhættu í mismunandi íþróttum og aldurshópum. Taka þarf tillit til tegunda og/eða orsaka meiðsla og annarra áskorana, og mögulegrar tengingar við RED-S eða skorts þar á.

Hugardans, hvað gerist ef við setjum hreyfingu sem er byggð á hreyfiþroskamynstrum barna inn í kennslustofuna?

Guðrún Óskarsdóttir, skólastjórnandi, Skólastjóri dansskólans Óskanda

Hugardans, hvað gerist ef við setjum hreyfingu sem er byggð á hreyfiþroskamynstrum barna inn í kennslustofuna? Notast var við kennsluaðferðina Brain-compatible dance education frá Anne Green Gilbert til að leitast við að svara rannsóknarspurningunni. Hugardans er byggður á átta hreyfimynstrum sem barnið fer í gegnum fyrsta æviárið. Rannsóknin fór fram í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á haustönn 2021. Á hverjum degi, í um það bil 3-7 mínútur, gerðu nemendur hugardansinn undir leiðsögn umsjónarkennara. Þátttakendur voru 52 nemendur í 1., 3. og 5. bekk ásamt umsjónarkennurum. Í hverri viku fengu kennarar nýja nálgun um hvernig ætti að gera hugardansinn út frá dansþemum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem rannsakandi kom í heimsókn tvisvar sinnum í viku á tímabilinu, hélt rannsóknardagbók, tók viðtöl við kennara, átti samtöl við nemendur, lagði fyrir spurningalista ásamt því að taka upp myndbandsbrot af nemendum að gera hugardansinn. Niðurstöðurnar benda til þess að hugardansinn bjóði upp á tækifæri í skólastarfi. Þær gefa til kynna að skólaumhverfið hafi rými og stund til að gera hugardansinn, kennarar geti leitt hann og hægt sé að nýta hreyfingu inni í kennslustofunni í meira mæli en nú er. Nemendur voru almennt jákvæðir og fundu fyrir breytingum eftir að hafa gert hugardansinn, nokkrir fundu fyrir þreytu en flestir nefndu breytingar í formi aukinnar orku og einbeitingar, vellíðan og ró, sem og aukið sjálfstraust, atriði sem geta haft jákvæð áhrif á frekari námsframvindu. Kennarar öðluðust ný verkfæri til að beita í kennslu og nemendur verkfæri sem nýtast bæði innan og utan kennslustofunnar.

Schoolyard Affordances for Physical Activity: A Pilot Study in 6 Nordic–Baltic Countries

Þórdís Lilja Gísladóttir, dósent, MVS HÍ, Renata Rutkauskaite, associate professor, Lithuanian Sports University, Ingunn Fjortoft, professor, University of South-Eastern Norway, Maret Pihu, assistant professor, University of Tartu, Lise Kjonniksen, assistant professor, University of South-Eastern Norway, Terhi Huovinen, assistant professor, University of Jyväskylä, Irinja Lounassalo, assistant professor, University of Jyväskylä

The aim of the study was to explore and describe the main characteristics of schoolyards in six Nordic–Baltic countries, and how they afforded PA and motor skills in 7–16-year-old pupils and how the schoolyards met the pupils’ preferences. The study examined schoolyards in six different Nordic–Baltic countries: Estonia, Finland, Iceland, Latvia, Lithuania, and Norway. One compulsory school (grades 1–9) in urban or sub–urban districts was selected from each country. The schoolyard environments, facilities, and equipment for PA in the six schoolyards were described and identified through Orto-Photo maps and standard registration forms for field observations. Registration was made of available materials and equipment for different activities and sport facilities and landscape design in the schoolyard. Qualitative data collection on pupils’ preferences for PA was performed by group interviews in selected groups at each school. The interviews were done in groups of 2–6 pupils. The interview included pre-structured questions about schoolyard and PA during school day. In total 85 (N) pupils were interviewed (51% girls). Across nationalities, the responses from pupils regarding their schoolyard were similar: they liked their schoolyards though they wished for more variety of activities and things to do during recess. A common design of schoolyards indicated mostly flat topography with sparse vegetation and green areas dominating by large traditional sport arenas such as football field, different ball game areas and areas suitable for track and field activities. Green areas and varied topography were more prominent in the Nordic countries.