Háskólar: Starfsþróun háskólakennara

Samræður og samfélög – viðhorf fastráðinna kennara til þróunar eigin kennslu

Matthew Whelpton, prófessor, HUG HÍ

Í þessari rannsókn er viðhorf fastráðinna kennara á Hugvísindasviði og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands til þróunar eigin kennslu og stuðnings við kennsluþróun á sviðunum kannað. Kannað er að hve miklu leyti kennarar taka þátt í merkingarbærum samræðum (e. significant conversations) um kennslu eða tilheyra starfssamfélagi (e. community of practice) og hvort stuðningur við kennsluþróun nýtist þeim. Rannsóknin notar eigindlega aðferðarfræði með þemagreiningu á rýnihópum. Þrjú meginþemu komu fram: misjöfn þátttaka í samtölum um kennslu; áhersla á hagnýtan og aðgengilegan stuðning við kennsluþróun; og hindranir fyrir virkri þróun eigin kennslu. Töluverður munur var á þátttöku í samtölum um kennslu þvert á báða skólana, bæði persónubundna og stjórnsýslulega. Helstu þættir sem nefndir voru með tilliti til stuðningsþjónustu voru: stefna og fyrirmyndarstarfsvenjur (e. best practice); stuðningur og markþjálfun í eigin umhverfi; kennsluheimsóknir og jafningjamat kennara; og umræðufundir. Áhersla var á hagnýtingu og þægilegt aðgengi. Sektarkennd og vanmáttartilfinning einkenna lýsingar á kennsluþróun, þó í flestum tilfellum hafi þeir þættir sem nefndir voru verið stofnanalegs eðlis: áhersla á rannsóknir, stjórnsýsluskuldbindingar, kennsluálag, undirmönnun o.s.frv. En sumir kennarar viðurkenndu hins vegar að þeir hefðu einfaldlega ekki áhuga á kennslu sem slíkri. Aðstæður innan sviðanna tveggja eru sláandi svipaðar og þessi rannsókn verður mikilvægt innlegg í stefnumótun um kennsluþróun á sviðunum.