Háskólar: Að efla nám nemenda

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson

Rannsóknarstofa um háskóla

Notkun litvísa til að auka skilning á þvotti og útdrætti í verklegri efnafræði

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor, VON HÍ

Verklegt nám er grunnhluti í námi margra raungreina, en þar fá nemendur tækifæri til að þjálfa vinnubrögð fagsins við framkvæmd tilrauna sem veitir nemendum annað sjónarhorn að fræðigreinunum. Verklegar æfingar eru hins vegar misárangursríkar í að styrkja tengslin milli þess hvernig maður framkvæmir tilteknar tilraunir, hvað er að gerast, af hverju maður notar tilteknar aðferðir og hvernig maður myndi hanna sambærilegar tilraunir til að þær væru skilvirkar. Í þessari rannsókn var ný verkleg æfing í lífrænni efnafræði þróuð. Æfingin gekk út á að hreinsa óþekkt sýni með því að nota svokallaða þvottaaðferð, og bera síðan kennsl á óþekkta sýnið með eimingu. Nýi hluti æfingarinnar snéri fyrst og fremst að því að auka skilning nemenda á því hvernig þvottaaðferðin virkaði og voru litvísar notaðir til þess. Skýrslur nemenda voru bornar saman við könnun sem hafði verið gerð fyrir æfinguna og virtist samanburðurinn sýna að skilningur nemenda á efninu jókst töluvert. Könnun sem var gerð eftir æfinguna sýndi líka að almennt var mikil ánægja með æfinguna og nemendum fannst æfingin skemmtileg og auka skilning þeirra á efninu. Í lok könnunarinnar var síðan spurning um hvernig þau myndu hanna svipaða tilraun en þar voru svörin því miður mjög handahófskennd. Nýja tilraunin virtist því hjálpa nemendum að skilja betur aðferðina, en leiddi ekki til nógu djúprar þekkingar til að nemendur gætu sjálf hannað sambærilega tilraun. Æfingin verður því þróuð áframhaldandi með það að markmiði að dýpka skilning nemenda enn frekar svo að þau geti einnig hannað nýjar tilraunir sem nýta þvottaaðferðina.

Development of Flip Lab Teaching in Environmental Engineering Major Courses and its Effectiveness on Students’ Lab Performance

Bing Wu, dósent, VON HÍ

In Environmental Engineering programme, laboratory practice is an essential part for students to apply theoretical knowledge into real-world expertise. In recent years, as a new pedagogical method, flip teaching has received great attention in higher education, especially during COVID-19 pandemic. In this project, we aim to examine the effectiveness of flip lab teaching on students’ lab performance in the Environmental Engineering programme. The flip lab teaching materials (videos, documents) for four BS/MS-level courses were developed and applied in 2021 Fall and 2022 Spring semesters. Seventeen survey questions focusing on preparation of lab teaching materials (teacher’s behaviour), students’ action before lab teaching, students´ performance during and after lab teaching, were prepared. After collecting 32 survey responses, the key factors relating to improvement of students´ learning outcomes were identified by qualitative and quantitative analysis (i.e., linear regression model with multi-independent numerical variables). It was found that the students’ attitude towards the lab teaching method had a positive effect on their academic grades (p < 0.1). While the quality of flip teaching materials (i.e., teacher’s behaviours) and students’ activities during flip lab teaching process appeared not to be significantly influence their grades (p > 0.1). Thus, the solutions for further improvement of flip lab teaching materials and motivation of students during flip lab teaching process will be highlighted in future. For example, providing background details in recording videos and lab instruction materials; giving online quiz questions for students’ self-evaluation before coming to the lab.

Hefur inngangsnámskeið í lögreglusálfræði áhrif á ranghugmyndir nemenda?

Ólafur Örn Bragason, doktorsnemi, MVS HÍ

Hugmyndir almennings og sérfræðinga um sálfræði eru mjög misjafnar en ranghugmyndir meðal lögreglumanna virðast sérstaklega viðteknar. Markmið rannsóknarinnar er að kanna ranghugmyndir nemenda í námskeiðinu Lögreglusálfræði við Háskólann á Akureyri en flestir nemendur eru á fyrsta ári í lögreglufræði og þriðja ári í sálfræði. Bæði var leitast við að kanna að hve miklu leyti nemendur styðja við ranghugmyndir bæði við upphaf og við lok námskeiðsins auk þess að kanna hverjar þeirra eru lífseigastar. Spurningalisti var lagður fyrir nemendur í upphafi og lok námskeiðs þar sem nemendur tóku afstöðu til 22 staðhæfinga um réttarsálfræðileg málefni. Í ljós kom að af 22 ranghugmyndum voru nemendur með að meðaltali um 15 ranghugmyndir við upphaf náms. Þá var ekki munur á fjölda ranghugmynda eftir kyni, aldri eða námslínu og bendir þessi niðurstaða til þess að ranghugmyndir séu nokkuð viðteknar meðal nemenda. Þegar stuðningur við ranghugmyndir var skoðaður fyrir allar staðhæfingarnar dró úr stuðningi við þær um 2%, úr 28,7% í 26,7%. Heilt yfir veitir þessi rannsókn mjög góðar upplýsingar um hvaða ranghugmyndir nemendur eru líklegir til að koma með inn í námskeið í lögreglusálfræði þannig að hægt sé að fjalla um þessar ranghugmyndir beint, sérstaklega þær sem eru lífseigar. Þar sem aðeins lítillega dró úr stuðningi við ranghugmyndir er ljóst að niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til að rýna áherslur í kennslu, ígrundunarverkefni, ritgerð og umræðutíma með hliðsjón af líkani um hugtakabreytingu. Hugmyndir um breytingar á kennsluaðferðum og frekari rannsóknir verða reifaðar.

The use of student generated multiple choice questions (MCQs) in an undergraduate 1st year psychology course

Martin Bruss Smedlund, stundakennari HR og John Baird, kennsluráðgjafi HR

Assessing learning in high-enrollment or „over-sized“ classes is a persistent and significant challenge for teachers as they try to balance their own workload with offering students opportunities to actively engage with course content. Asking students to create their own questions as a formative assessment strategy is one potential approach to addressing this issue. In this presentation, we will describe an intervention in a class of 77 first-year undergraduate psychology students which required them to create weekly multiple-choice questions (MCQs) based on assigned course topics. These questions were then used to create quizzes in our institution´s learning management system, Canvas, and made available to students for formative assessment purposes. We investigated, via an end-of-course survey, whether the MCQ-writing task was acceptable to students, whether they could feasibly complete it, and whether it engaged students in desirable learning behaviours. In addition, we examined Canvas data to determine how students accessed and used the Canvas quizzes during the semester.