Nemendur af erlendum uppruna – réttur til menntunar og raddir nemenda um nám og félagatengsl: Fyrri hluti

Kl. 12:00-13:30

Rannsóknarstofa í fjölmenningar- og fjöltyngisfræðum

Charlotte Eliza Wolff

Öðruvísi eða eins og við? Sýn unglinga á samskipti og tengsl milli unglinga af ólíkum uppruna

Eyrún María Rúnarsdóttir, lektor, MVS HÍ

Um nokkurt skeið hafa niðurstöður íslenskra rannsókna bent til þess að ungmennum af erlendum uppruna finnist þeir utanveltu í jafningjahópi og tengist ekki ungmennum af íslenskum uppruna að því marki sem þeir kysu. Þetta er áhyggjuefni og brýnt að skilja betur hvaða hindranir eru í vegi þess að slík tengsl skapist. Markmið rannsóknar sem kynnt verður í erindinu var að öðlast innsýn í reynslu og sýn unglinga af íslenskum uppruna af vináttu og jafningjatengslum í því skyni að draga fram hvað hvetur og letur til tengsla við unglinga af erlendum uppruna. Rannsóknin var gerð í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkuð stór hluti nemenda af erlendum uppruna stundar nám. Þátt tóku níu unglingar úr 8.–10. bekk og tveir starfsmenn félagsmiðstöðvar skólans. Hlýja og virðing einkenndi orð unglinga um skólafélaga sína af erlendum uppruna. Þeir litu svo á að tungumálið væri ein stærsta hindrun tengsla milli unglinga af ólíkum uppruna en töldu að samskipti á netinu gætu hjálpað til því oft væri auðveldara að brjóta ísinn og spjalla í gegnum samfélagsmiðla en í raunheimum. Hugtakið „öðruvísi“ var áberandi og virtist fylgja því ákveðin áhætta að stofna til tengsla við þá sem þóttu öðruvísi. Gott starf var unnið í skólanum og í félagsmiðstöð til að nemendur kynntust og blönduðust en í ljósi niðurstaðna má styðja unglinga betur til að auka samgang og vinna bug á hindrunum.

Þegar enginn er á móti er erfitt að vega salt: Reynsla nemenda af erlendum uppruna af íslenskum grunnskóla

Lilja Rós Aradóttir, leikskólakennari, Leikskóla Fjallabyggðar og Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Frá síðustu aldamótum hefur íslenskt samfélag tekið hröðum breytingum, hlutfall íbúa sem teljast innflytjendur aukist verulega og samhliða hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað í skólum landsins. Þessi staða hefur haft þau áhrif að hugmyndafræðin um fjölmenningarlegan skóla og kennslufræði hefur fengið aukna athygli og mikilvægi þess að minnihlutahópar og jaðarsettir einstaklingar njóti jafnræðis. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að nemendur af erlendum uppruna eru gjarnan félagslega einangraðir, þeim líður verr en öðrum jafnöldrum, eiga færri vini, er frekar strítt og taka síður þátt í íþrótta- og tómstundastarfi. Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að öðlast skilning á upplifun, samskiptum og félagslegri þátttöku nemenda af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum með það að leiðarljósi að koma betur til móts við náms- og félagslegar þarfir þessa nemendahóps. Tekin voru viðtöl við átta grunnskólanemendur af erlendum uppruna í 6., 7., 9. og 10. bekk í einum skóla á landsbyggðinni. Leitast var við að skilja hvernig skólinn mætti þörfum þeirra og á hvaða hátt hann styddi nemendur í daglegu lífi ásamt að skoða hvernig tengslum þeirra við aðra nemendur skólans af íslenskum uppruna væri háttað. Fjallað verður um niðurstöður rannsóknarinnar út frá eftirfarandi þemum: Móðurmál og mikilvægi þess; að upplifa sig öðruvísi; stuðningur í námi; samskipti og félagsleg þátttaka. Lærdómur rannsóknarinnar fyrir skólastarf er meðal annars sá að til að þessi nemendahópur fái betur notið sín og styrkleika sinna er mikilvægt að skólinn hafi frumkvæði að því að skilja og greina þarfir nemendanna.

Human Rights Education: What can it contribute to ensuring rights to and in schools in Iceland?

Sue Gollifer, aðjúnkt, MVS HÍ

Despite inclusive education policy and growing interest in multicultural education, research at all levels of schooling in Iceland suggests persistent inequities as regards the schooling experience of students. This presentation draws on a doctoral study that used the life stories of upper secondary school teachers to inform and extend understandings of transformative HRE. Transformative HRE is conceptualised as education that explicitly aims for individual, institutional and systemic changes in line with a specified goal: to create a culture of human rights that seeks to prevent human suffering and ensure human wellbeing. Although HRE addresses justice concerns both in school and societies more broadly, this paper focuses on rights to and in schools, in the context of policy and pedagogy aimed at students with an immigrant story or identified as having special needs. Findings from teachers’ life stories suggest that HRE’s normative moral, legal and political frame, underpinned by the four cosmopolitan principles of universality, indivisibility, solidarity and reciprocity, offers teachers and schools a relational approach to ensure equity. A relational approach challenges education that starts from the position of those who have more power. It acts as a counternarrative to strategies that seek to accommodate students, perceived as different, to the mainstream. Instead, critical engagement, informed by human rights knowledge and multiple and diverse perspectives, opens possibilities for change genuinely responsive to the educational needs of all students, irrespective of who they are or where they come from.