Næring og heilsa

Bragðlaukaþjálfun: Rannsókn á matvendni barna með og án taugaþroskaraskana og fjölskyldum þeirra – Breytingar á hegðunarvanda barna í tengslum við máltíðir

Sigrún Þorsteinsdóttir, nýdoktor, MVS HÍ og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Börn með matvendni eða annan fæðutengdan vanda geta sýnt erfiða hegðun í kringum máltíðir, verið pirruð, með móþróa og jafnvel tekið skapofsaköst. Hegðunarvandi barna í kringum máltíðir getur leitt til minni fjölbreytni í fæðuvali og þannig dregið úr næringargildi máltíðanna. Einnig er algengt að foreldrar upplifi streitu og áhyggjur vegna erfiðrar hegðunar barnanna, ekki síst þeirra sem eiga börn með taugaþroskaraskanir á borð við einhverfurófsröskun og ADHD en algengt er að börn með þessar raskanir séu matvandari en börn án þessara raskana. Nokkuð algengt er líka að foreldrar noti mat sem umbun til að stýra hegðun barna og reyni þannig að draga úr erfiðri hegðun. Samt sem áður er lítið af rannsóknum á hegðunarvanda barna í tengslum við máltíðir og hvaða aðferðum má beita til að draga úr vandanum. Til að rannsaka áhrif bragðlaukaþjálfunar á hegðunarvanda barna í tengslum við máltíðir tók 81 fjölskylda með börn með taugaþroskaröskun (n = 33), og án (n = 48), á aldrinum 8-12 ára, þátt í 7 vikna íhlutun. Börnin voru pöruð út frá taugaþroskaröskun, kyni og aldri og síðan slembiraðað í íhlutunarhóp og seinkaðan íhlutunarhóp sem gegndi hlutverki viðmiðunarhóps. Niðurstöður sýndu að í íhlutunarhóp dró úr hegðunarvanda í tengslum við máltíðir og foreldrar notuðu mat síður sem umbun. Einnig dró úr áhyggjum foreldra af takmarkaðri fæðufjölbreytni barna. Niðurstöður voru svipaðar óháð greiningum barnanna. Bragðlaukaþjálfun gefur góð fyrirheit sem einföld og mild langtímaleið til að draga úr hegðunarvanda barna í tengslum við máltíðir og áhyggjum foreldra á fæðufjölbreytni barna með og án taugaþroskaraskana.

Household food security and nutrition knowledge – examining barriers and enablers to food choice

Brittany Marie Repella, master student. Leiðbeinendur: Gréta Jakobsdóttir, lektor, MVS HÍ og Bryndís Eva Birgsdóttir, prófessor, HVS HÍ

Research from other countries, such as the US and Australia, have found food and nutrition knowledge (FNK) to help enable and empower individuals to make more affordable, healthier and safer choices within their food environments. This includes cooking skills, meal planning, recipe development and simple budgeting in addition to the understanding of basic nutrition concepts. Additionally, there is a strong importance for nutritional, health and cooking education to help achieve Sustainable Development Goals 1 and 2, ending poverty and hunger, and 3, good health and wellbeing, by 2030. The aim of the research was to collect data on a small group of adults residing in Iceland through the Food Gift Survey (FGS). Questions were asked about household food security status, nutritional intake and dietary and food choice behaviors. The results of this research broadly suggested an opportunity to address FNK for food insecure and secure individuals, particularly for the improvement of dietary intakes and adherence to the dietary guidelines, among others. Updates and improvements to the current food assistance landscape in Iceland was also shown to need improvement, which was revealed through open-ended responses from the respondents. Further, more in-depth research in Iceland is needed. Hands-on FNK education courses may be a solution for those experiencing household food insecurity. These courses can be used to connect individuals with appropriate resources to empower them to become self-sufficient and, for those utilizing food assistance, provide more support beyond food donations.

Fæðuóöryggi í íslenskum háskólum

Gréta Jakobsdóttir, lektor, MVS HÍ, Brittany Marie Repella, meistaranemi, MVS HÍ og Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor, HVS HÍ

Fæðuóöryggi er skilgreint sem ótryggur aðgangur að næringarríkum og öruggum mat, sem nálgast má á viðunandi máta. Einstaklingar lenda í því að matur klárist, ekki séu til nægir fjármunir til frekari kaupa ásamt tilheyrandi áhyggjum eða að láta sér nægja fæðu af verri gæðum. Að búa við fæðuóöryggi í lengri eða skemmri tíma getur haft skaðleg áhrif á heilsuna og líðan, m.a. næringarskort, einbeitingarleysi, heilsubrest og vanlíðan. Rannsóknir sýna að grunnþekking á mat og næringu styrkir einstaklinga til að taka hagkvæmari, heilsusamlegri og öruggari ákvarðanir í eigin matarumhverfi. Tíðni fæðuóöryggis hefur aukist á heimsvísu síðastliðin ár og með tilkomu heimsfaraldursins. Staða og tíðni fæðuóöryggis meðal íslenskra háskólanema hefur ekki verið rannsökuð. Markmiðið var að meta tíðni fæðuóöryggis meðal nemenda í íslenskum háskólum, ásamt því að kanna næringarþekkingu og fæðuval sem og hindranir og hvata. Rafrænn spurningalisti var útbúinn í Qualtrics og sendur nemendum í tölvupósti (janúar 2022). Fjöldi svara var 924. Fjöldi háskólanema sem flokkuðust með fæðuóöryggi voru 13,3% (n=123). Flestir svarenda voru konur (74%), Íslendingar (75,4%) og búsettir á höfuðborgarsvæðinu (82,9%). Neysla á grænmeti, ávöxtum og kjöti var meiri meðal fæðuöruggra, en neysla á fiski, baunum, mjólkurvörum og heilkorni var áþekk. Tíðni skipulagðra máltíða var mun hærri meðal fæðuöruggra. Þeir sem búa við fæðuóöryggi hafa jafnframt mun minna stuðningsnet aðstandenda sem veitt geta aðstoð. Fyrstu niðurstöður benda til að tíðni fæðuóöryggis meðal háskólanema sé umtalsverð. Rannsóknir hafa sýnt mikilvægi þess að auka næringarþekkingu meðal bæði fæðuóöruggra og fæðuöruggra einstaklinga, en niðurstöður þessarar rannsóknar benda til ólíkrar neyslu meðal hópanna.

Bragðlaukaþjálfun: Fæðumiðuð íhlutun í leikskólum með þátttöku leikskólastarfsfólks og foreldra

Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, doktorsnemi, MVS HÍ og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Matvendni hjá börnum er algeng og yfirleitt í hámarki á leikskólaaldri (2-6 ára). Oft einskorðast fæðuvalið við fáar eða einhæfar fæðutegundir og skortir fjölbreytileika, ekki hvað síst er varðar fjölda tegunda og magn af grænmeti og ávöxtum. Fyrir utan að hafa áhrif á mataræði barna getur matvendni jafnframt valdið streitu og kvíða foreldra og barna í kringum matmálstíma. Foreldra skortir oft úrræði þegar kemur að matvendni barna þeirra en mataruppeldið einskorðast þó ekki við heimilin heldur einnig leikskólann. Bragðlaukaþjálfun er aðferð þar sem börn eru markvisst þjálfuð í að upplifa mat með öllum skynfærum sínum en margt bendir til þess að draga megi úr matvendni með aðferðum bragðlaukaþjálfunar eins og nýleg íslensk rannsókn á grunnskólabörnum sýndi. Ný rannsókn sem fer fram í leikskólum er í undirbúningi þar sem leitast verður við að nota bragðlaukaþjálfun sem fæðuíhlutun frá upphafi leikskólagöngu barna á öðru aldursári, sem er áður en hápunktur matvendni kemur yfirleitt fram. Leitast verður við að skoða áhrif bragðlaukaþjálfunar á fæðuval, þróun matvendni og vaxtaferla (e. growth curves) ásamt umhverfi í kringum matmálstíma á heimilum og í leikskólum. Bragðlaukaþjálfun verður hluti af daglegu skólastarfi og styður við heilsueflandi umhverfi leikskólanna en nálgunin sem verður notuð til að flétta efninu inn í daglegt starf leikskólanna mun verða samhönnuð (e. co-created) með starfsfólki leikskólanna. Fjölskyldur barnanna verða einnig virkjaðar til þátttöku enda eru þær mikilvægur þáttur þegar kemur að breyttri fæðuhegðun barna. Rannsókn sem þessi skapar nýja þekkingu og úrræðið getur gagnast breiðum hópi í samfélaginu en sambærilegar langsniðsrannsóknir hafa ekki verið gerðar.