Háskólakennsla: Kennarar og COVID-19

Kl. 12:00-13:30

Rannsóknarstofa um háskóla

Guðrún Geirsdóttir

Að skapa vettvang til að draga fram og deilda reynslu háskólakennara af kennslu í COVID-19

Edda R. H. Waage, lektor, VoN HÍ og Guðrún Geirsdóttir, dósent, MVS HÍ 

Frá því að samkomutakmarkanir vegna COVID-19 voru settar í mars 2020 hafa háskólakennarar við Háskóla Íslands, eins og aðrir, þurft að takast á við ýmsar áskoranir í kennslu. Á örskömmum tíma hafa kennarar leitað og fundið leiðir til að setja hefðbundna háskólakennslu í rafrænt form, nýta áður ókunn forrit og verkfæri og endurskipuleggja kennslu út frá nýjum forsendum. Á þessu rúma ári hafa háskólakennarar öðlast dýrmæta reynslu sem mikilvægt er að deila, ræða og læra af til að styðja við og efla þróun kennsluhátta til framtíðar. Til að vinna úr þessari mikilvægu reynslu ákvað Kennslusvið Háskóla Íslands í samstarfi við kennsluþróunarstjóra fræðasviða að skapa vettvang fyrir umræðu meðal kennara. Verkefnið var skipulagt undir heitinu Drögum lærdóm af reynslunni: Samtal um gæði náms og kennslu, og samanstóð af röð viðburða sem fóru fram bæði miðlægt svo og út á hverju fræðasviði. Fjölbreyttar umræðuleiðir voru nýttar til að draga fram sjónarmið kennara. Markmið verkefnisins var að gefa háskólakennurum og öðru starfsfólki tækifæri til að deila reynslu sinni af kennslu á tímum COVID-19 og ræða hugmyndir sínar og framtíðarsýn. Mikill fjöldi háskólakennara tók þátt í verkefninu og voru niðurstöður umræðna skráðar. Í erindinu verður gerð grein fyrir skipulagi umræðuvettvangsins, leiðum sem nýttar voru til umræðu og greiningu á þeim þráðum sem fram komu.

 

“Blend and Flip: Emergency Remote Teaching in the School of Humanities”

Bethany Louise Rogers, PhD student, School of Humanities, UI

Examinations of the emergency remote teaching worldwide required by the global COVID-19 pandemic begun in 2019 have focused on vital topics such as mental health for both teachers and students, coping with the technological demands of remote teaching, and the general pedagogical concerns these new constraints placed on education at every level. This research seeks to look forward in time, and ascertain teacher learning from the emergency remote teaching situation and their plans for future, post-pandemic classrooms. Drawing on a range of evidence, including educational research on the flipped classroom model and its variants, consistently positive results are found when teachers attempted to innovate at least one element of course structure during the pandemic and use the online format in original ways, whether that was reflected in the entire course structure or in the format of smaller activities or assignments. The gathered evidence was then analyzed according to its technological, pedagogical, and content knowledge (TPACK) dimensions to determine how teachers were adapting their teaching in the spring semester of 2021, the third semester in which remote emergency teaching was in effect at Háskóli Íslands. It is concluded that the staff at the University of Iceland felt more prepared than in previous semesters to teach remotely and are likely to incorporate at least some of the teaching methods they have adopted during the course of the pandemic into future classes, using new technological skills and pedagogical understandings gained during this stressful, difficult period.

 

Á fleygiferð upp bratta lærdómskúrfu: Reynsla háskólakennara af því að vera gagnrýninn vinur þegar breyta þarf kennsluháttum vegna COVID-19

Thamar Hejstra, prófessor, FVS HÍ; Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor, FVS HÍ; Marco Solimene, nýdoktor, FVS HÍ og Guðrún Geirsdóttir, dósent, MVS HÍ

Í ársbyrjun 2020 var neyðarstig almannavarna virkjað á Íslandi og háskólum lokað. Háskólakennurum var gert að færa kennslu úr hefðbundnu staðnámi yfir í fjarnám og hófu margir þar með hraða vegferð upp bratta lærdómskúrfu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á úrræði þriggja háskólakennara sem höfðu þá sérstöðu að vera samtímis kennarar og nemendur á þessum fordæmalausu tímum. Þau báru því ábyrgð á að mæta farsællega áskorunum heimsfaraldurs sem vörðuðu kennslu, endurgjöf og prófafyrirkomulag samhliða námi í háskólakennslufræði þar sem þau upplifðu sömu áskoranir á eigin skinni. Rannsóknargögn samanstanda af ígrundunum þremenninganna á eigin úrræðum, kennslumati námskeiða, samskiptum við nemendur sem og fyrirmælum háskólarektors á tímum COVID-19. Aðferðirnar fólust ekki síst í að vera gagnrýninn vinur (e. critical friend) í samstarfshópi (e. significant network) en það felur í sér að rýna kennsluhætti til gagns, skapa aðstæður fyrir traust og veita stuðning í kennslufræðilegum áskorunum. Niðurstöður benda til þess að breytingar á kennsluháttum, aukin og persónulegri samskipti við nemendur og tæknilegar áskoranir hafi einkennt þessa vegferð og aukið vinnuálag kennara. Kennarar urðu að tileinka sér ólík hlutverk og sýna nemendum bæði félagslegan og tæknilegan stuðning. Breyttir kennsluhættir geta þannig reynst erfiðir, ekki síst ef ekki hefur gefist tækifæri til þjálfunar. Jákvæðar breytingar kennsluhátta reyndust vera nemendamiðaðri kennslusýn, aukið jafnræði milli staðnema og fjarnema og bætt notkun upplýsingatækni. Þá benda niðurstöður til þess að þátttaka kennara í háskólakennslufræði sem og gagnkvæmur stuðningur þremenninganna og leiðbeinanda þeirra hafi orðið til þess að átökin við bratta lærdómskúrfu urðu viðráðanlegri en ella.

 

Áhrif COVID-19 faraldursins á störf og vinnuaðstæður hjá starfsfólki Háskóla Íslands

Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri á Menntavísindastofnun, HÍ og Kolbrún Pálsdóttir, forseti MVS, HÍ

COVID-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á allt skólastarf árið 2020-2021 í kjölfar samkomutakmarkana sem voru fyrst settar 16. mars 2020. Í framhalds- og háskólum fór kennsla að miklu leyti fram á netinu, nánast án nokkurs undirbúnings. Afleiðingarnar voru margvíslegar; starfsfólk skólanna þurfti að miklu leyti að færa vinnustaðinn heim og margir þurftu að læra nýjar aðferðir við kennslu og rafræn samskipti. Í þessu erindi verður gerð grein fyrir niðurstöðum tveggja kannana sem sendar voru til alls starfsfólks Háskóla Íslands á vormisseri 2020 annars vegar og haustmisseri 2020 hins vegar. Tilgangur kannananna var að kanna áhrif COVID-19 á störf og vinnuaðstæður starfsfólks HÍ og er hluti af stærri rannsókn sem Menntavísindasvið og Menntavísindastofnun stóðu fyrir þar sem verið var að kanna áhrif COVID-19 á öll skólastig. Könnunin var send á rúmlega 1500 starfsmenn í bæði skiptin og var svarhlutfall í kringum 45%. Niðurstöður kannananna sýndu meðal annars að á vormisseri unnu flestir alfarið heima og stórt hlutfall vann enn heima á haustmisseri, starfsfólk með börn á heimilinu var undir meira álagi en barnlaust fólk á vormisseri en það breyttist á haustmisseri, kennarar voru undir miklu álagi á báðum misserum en jafnframt kom fram að heimavinnan hefði almennt gengið vel og að margir teldu sig hafa öðlast mikilvæga reynslu á þessu tímabili sem myndi gagnast í starfi í framtíðinni.