Fjölþjóðleg sýn á menntun í þremur heimshornum

Kl. 8:30-10:00

RannSTARF (Rannsóknarstofa um starfendarannsóknir) og RASKA (Rannsóknarstofa um skapandi skólastarf)

Hafdís Guðjónsdóttir

Grunnskólanemar af erlendum uppruna á Íslandi: Fjöltilviksrannsókn

Anna Katarzyna Wozniczka, doktorsnemi, MVS HÍ

Leiðbeinandi: Hafdís Guðjónsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Mikil fjölgun innflytjenda á Íslandi á undanförnum tveimur áratugum hefur leitt til aukinnar fjölbreytni nemendahópa í skólum og vaxandi áhuga og þörf á menntarannsóknum varðandi fjölmenningu og skóla fyrir alla. Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast betri skilning, auka þekkingu á námi og líðan nemenda af erlendum uppruna og að safna hugmyndum að kennsluaðferðum sem hafa jákvæð áhrif á þessa nemendur og námsferil þeirra. Í þessari fjöltilviksrannsókn var markmiðið að kortleggja, lýsa og greina sögur 18 nemenda af erlendum uppruna. Einnig var leitað eftir starfsháttum sem hafa reynst vel. Skoðaðir voru fjórir grunnskólar – tveir í dreifbýli og tveir í þéttbýli og var val á skólum og þátttakendum markmiðabundið. Eigindlegum gögnum var safnað með hálfopnum viðtölum, sögugerð og vettvangsathugun og þau þemagreind. Stuðst var við kenningar um skóla fyrir alla, vistfræði jafnaðar og gagnrýna kennslufræði.

Niðurstöður rannsóknar benda til þess að kennarar gegni lykilhlutverki í að tryggja nám fyrir alla með því að fara fjölbreyttar og skapandi leiðir þegar þeir vinna með nemendum af erlendum uppruna og við að þróa eigin fagmennsku. Mikilvægt er að horfa á menntun barna af erlendum uppruna með vistfræði jafnaðar að leiðarljósi og skoða hvernig samspil ólíkra stefna, reglna, starfshátta og samskipta innan og milli skóla sem og félagslegs umhverfis geti haft áhrif á nám og líðan nemenda. Slíka þekkingu og skilning er hægt að nýta þegar unnið er áfram að stefnumótun og framkvæmd stefnu um skóla fyrir alla.

 

Parental involvement in children‘s primary education: A case study from a rural district in Malawi

Guðlaug Erlendsdóttir, PhD student, School of Education UI and Svanborg R. Jónsdóttir, professor, School of Education UI

The importance of quality education is encapsulated in SDG #4 – quality education for all and is considered to be one of the key factors to escape poverty. In Sub-Saharan Africa low educational attainment has continually hampered the figth against poverty, nontheless education is recognised there as a means for expanding human capabilities and choices. One of several factors which has been recognised as positively affecting educational achievement is parental involvement. The purpose of studying parental involvement in rural Malawi will give us an important insight into to the extent of it and will explicate to all concerned the importance of parental involvement when it comes to eduational attainment in the strive for poverty reduction. This study analyzes parental involvement in their children‘s primary education in rural primary schools in Malawi, focusing on the home and the school. Through focus group discussion and semi-structured interviews information was obtained from 19 parents, 24 teachers, along with four headteachers at four rural primary schools. Bronfenbrenner‘s socio-ecological theory was applied to make sense of data and to build the framework for the study. Findings indicate that parents do participate in their children‘s education, however that contradicts to some degree the teachers‘ view on how involved parents are.

 

Growing the tree for building the boat: A hybrid educator’s self-studies through metaphors

Megumi Nishida, PhD student, School of Education UI, Svanborg R. Jónsdóttir, professor, School of Education UI and Hafdís Guðjónsdóttir, professor, School of Education UI

This study analyses how I, Japanese doctoral student and educator in Iceland, embrace metaphors as a method of inquiry for exploring my cultural hybridity between Japan and Iceland. The purpose of this study is to investigate why and how I used metaphors as a methodological tool in my self-study for my doctoral project. I aim to identify how metaphors enhanced my understanding of my hybridity. The postcolonial theory of hybridity expands my discussion through metaphors. Self-study is a practitioner research, and it often uses qualitative methods. In the self-study context, metaphors articulate self-study researchers’ education related life stories to capture essences of their teaching and experiences. Data were my three narrative self-studies with metaphors. For analysis, I employed narrative analysis and created a matrix to identify how metaphors encompassed various perspectives. Metaphors were shared with critical friends for making better sense of my metaphorical exploration. First metaphor appeared unintentionally in my doctoral research proposal. When I found myself struggling with expressing complexity and subtleness of my professional experience in Iceland, I used metaphors of building a boat. Having realized the power of metaphors, I began to explore my experiences, thoughts, understanding and meaning-making process through metaphors. As I was trying to understand what self-study would mean to me, I drew a picture of a tree to elaborate the meaning of my kind of self-study. While reflecting on my understanding of self-study, I added more details to the picture to develop my own story with the tree metaphor.

 

Bekkjarmatur og sólarupprás: Hugmyndir barna um „draumaskólann“ og leiðir til að gera þær hugmyndir að veruleika

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, aðjúnkt, MVS HÍ

Leiðbeinandi: Hafdís Guðjónsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Í erindinu verður fjallað um þátttöku-starfendarannsókn í grunnskóla. Megintilgangur rannsóknarinnar er að þróa og styrkja starfshætti í skóla án aðgreiningar í samvinnu við börnin sem sækja skólann. Meginspurningar eru: Hver er sýn barnanna á skóla- og frístundaumhverfi með tilliti til menntunar fyrir alla? Hvernig getum við skapað ramma utan um starfshætti sem tryggja öllum börnum þátttöku og hlutdeild í námi og skólastarfi? Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar er hugmyndafræðin um menntun fyrir alla og líkön um þróun skóla án aðgreiningar, þar sem þátttaka barna er talin forsenda þess að ferlið geti orðið árangursríkt. Rannsóknin er þátttöku-starfendarannsókn, en í slíkum rannsóknum vinna rannsakendur og þátttakendur saman að því að skoða aðstæður, umhverfi, starfshætti og verkferla í þeim tilgangi að breyta þeim til hins betra. Rannsóknaraðferðir í rannsókninni eru fjölbreyttar og byggja á skapandi leiðum og virkri þátttöku allra, þar sem tekið er mið af ólíkum hæfileikum, styrkleikum, þörfum og tjáningarleiðum þátttakenda. Í erindinu verður sagt frá samvinnu við börn í fimmta og sjötta bekk skólans skólaárið 2020–2021. Börnin unnu á skapandi hátt með sínar hugmyndir um „draumaskólann“ og var þeirri vinnu fylgt eftir með samtölum. Fram komu ótalmargar hugmyndir, sem einkenndust af sköpun, ímyndunarafli og lausnum. Áberandi þemu voru maturinn, skólalóðin, vinátta og samskipti. Í kjölfarið voru myndaðir ráðgjafarhópar um hvert málefni, þar sem börnin útfærðu hugmyndirnar sínar og kynntu skólastjórn, kennurum og samnemendum. Byrjað er að framkvæma sumar þeirra og greinilegt að samvinnan við börnin hefur þegar haft áhrif á skólastarfið, verkferla innan skólans og viðhorf starfsfólks til barnanna og þátttöku þeirra.

 

„Að finna að maður getur staðið á eigin fótum, það er ómetanlegt að vera sjálfbjarga“

Soffía Valdimarsdóttir, lektor, FVS HÍ og Svanborg R. Jónsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Mikil gróska er í handverksiðkun á heimsvísu. Gerum-það-sjálf bylgjan er talin andsvar við neysluhyggju og neikvæðum hliðum örrar tækniþróunar. Starfsþróun er flókin í einstaklingsmiðuðum síðnútíma og vinnumarkaður er ótryggari en áður. Fjöldi fólks skapar sér því atvinnu fyrir eigin atbeina t.d. á sviði handverks. Nokkuð misræmi virðist þó vera á milli gildis handverksþekkingar í daglegu lífi fólks og þess vægis sem verkmenntun hefur í samfélagsorðræðu og menntakerfi. Litið er í vaxandi mæli til menntunarlegs og hagræns gildis verkþekkingar í samfélögum nýsköpunar og tækni en neikvæð viðhorf til verkmenntunar eru lífseig. Erindið greinir frá helstu niðurstöðum rannsóknar meðal þrettán sjálfstætt starfandi handverksmanna. Rannsóknin markar upphaf doktorsverkefnis sem hefur það yfirmarkmið að skoða gildi handverksþekkingar í íslenskum síðnútíma. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða hvatar liggja að baki því að skapa sér starfsvettvang í handverki og hvaða merkingu þátttakendur telja það hafa. Rannsóknin byggir á viðtölum og heimsóknum á vinnustofur og samfélagsmiðlasíður handverksmanna. Sífelldur samanburður var viðhafður í ferli gagnaöflunar og greiningar eftir því sem þemu tóku á sig mynd. Helstu túlkanir voru bornar undir valda þátttakendur. Niðurstöður gefa til kynna að ástríða og þörf fyrir sjálfræði séu jákvæðir hvatar. Neikvæðir hvatar reyndust vera óöryggi á vinnumarkaði og óvænt áföll. Sameiginlegir þræðir merkingar eru þeir helstir að upplifa sig við stjórnvölinn í eigin lífi, vera trúr lífsgildum sínum og stuðla að sjálfbærni í einkalífi og samfélagi. Niðurstöður styðja við ætlað mikilvægi yfirmarkmiðs doktorsverkefnisins, þ.e. að vert sé að gefa gildi handverksþekkingar gaum og miðla til samfélags og menntakerfis í mótun.