Áskoranir og skólakerfið

Upplifun og líðan grunnskólakennara í upphafi starfs

Álfheiður Tryggvadóttir, meistaranemi, FVS HÍ og Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor, FVS HÍ

Vísbendingar eru um að vanlíðan í starfi kennara sé að aukast og eru helstar ástæður taldar vera aukið álag í starfi og skortur á stuðningi. Umfangsmikið hlutverk kennara reynist oft mikil áskorun fyrir nýja kennara og mikilvægt er að veita nýjum kennurum stuðning í starfi og draga þannig úr líkum á vanlíðan eða brottfalli. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða upplifun og líðan grunnskólakennara í upphafi starfs. Notuð var eigindleg aðferð með viðtölum við níu kennara sem allir eru starfandi grunnskólakennarar. Leitast var við að varpa ljósi á reynslu kennaranna og líðan í sambandi við móttökuferli í upphafi starfs, samskipti og stuðning stjórnenda og samstarfsfólks. Niðurstöðurnar sýna að kennarastarfið sé fjölbreytt og krefjandi, oft er skortur á upplýsingum og stuðningi við upphaf starfs en góð samskipti, góðar vinnuaðstæður og uppbyggileg teymisvinna hafa góð áhrif og geta vegið upp á móti skorti á skipulögðu aðlögunarferli sem víða koma fram og takmörkuðum aðgangi að stuðningi og samskiptum við stjórnendur sem var upplifun margra viðmælenda. Niðurstöðurnar gefa til kynna að styrkja þarf móttökuferli nýrra kennara til að minnka líkur á álagi og óvissu í upphafi og styðja þannig við sjálfstraust þeirra og vellíðan í starfi. Styðja þarf jákvæða vinnustaðamenningu, uppbyggileg samskipti og teymisvinnu sem og stuðning stjórnenda bæði í upphafi starfs sem og almennt í starfi kennarans. Niðurstöðurnar nýtast kennurum, skólastjórnendum og mannauðsstjórum sveitarfélaga til að efla heilbrigt starfsumhverfi skóla og að bæta móttöku nýrra kennara og stuðla þannig að vellíðan þeirra og árangri í starfi.

Einhverfar konur, hvað segja þær sjálfar? Umbreytandi rannsókn

Sigrún Þórsteinsdóttir, doktorsnemi, MVS HÍ. Leiðbeinandi: Kristín Björnsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Tilgangur rannsóknar: Skoða líf einhverfra fullorðinna kvenna, hvaða áskoranir þær standa frammi fyrir og hvernig þær upplifa líf sitt. Hvað finnst þeim um þann stuðning sem þær fá, eða skort á honum, frá fjölskyldu, vinum, skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og félagskerfinu? Þessi rannsókn er umbreytandi rannsókn (Transforamtive) og er gerð í samvinnu og samstarfi við sex einhverfar konur sem eru á ýmsum aldri og búa við ólíkar fjölskyldugerðir. Þessar konur mynda ráðgjafahóp og byrjaði ég á því að ræða við þær um þeirra reynslu og hvað brennur á þeim varðandi mál einhverfra á Íslandi. Í samstarfi við þær verður til spurningalisti sem ég kem til með að leggja fyrir fleiri einhverfar konur. Rannsóknaraðferðin sem ég nota hefur verið notuð til þess að koma af stað breytingum varðandi minnihlutahópa sem ég tel að geti komið fram breytingum á aðstæðum einhverfra hér á landi. Niðurstöður úr fyrstu viðtölum eru helst þær að mikil þörf er á meiri skilningi varðandi skólagöngu og atvinnumál einhverfra. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa glímt við þunglyndi, streitu og kulnun. Þær voru með ýmsar hugmyndir um hvernig væri hægt að gera betur en finnst þær lenda í því að ekki sé hlustað á þær. Mikið verk er óunnið í sambandi við einhverfa og þörf á því að heyra hvað þeim sjálfum finnst og hvort og þá hvaða úrbóta er þörf. Þessi rannskókn er gerð í samvinnu við Einhverfusamtökin á Íslandi.

Supporting student neurodiversity in our teaching design

Grischa Liebel, assistant professor, UR and Steinunn Gróa Sigurðardóttir, UR

Neurodiversity is an umbrella term that includes autism, specific learning difficulties (e.g., dyslexia, dyspraxia, dyscalculia), and ADHD. While each of these differences has its own characteristics, the concept of neurodiversity views them as variations in how human brains can work – human brain diversity. They may be diagnosed or undiagnosed, and may or may not have been communicated to us as teachers. In this presentation, we will describe a number of interventions to show how content was presented in four courses in the Department of Computer Science in order to improve accessibility for neurodiverse students. The focus of these interventions was primarily on small, economic changes that have large impact. We will also share student feedback on the impact of these changes on student perceptions of the learning environment and the impact on their learning.