Opnunarmálstofa Menntakviku

Hvaða máli skipta menntavísindi?

Kl. 15:00-16:30

Opnunarmálstofa Menntakviku hefur yfirskriftina Hvaða máli skipta menntavísindi? Markmið málstofunnar er að ræða brýnar áskoranir menntakerfisins stefnu stjórnvalda og hlutverk menntavísinda. Rætt verður um hvernig styðja megi við innleiðingu menntastefnu nýrra ráðherra og brýnustu áskoranir.

Dagskrá

15:00 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ – Ávarp

Kl. 15.10 – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – Erindi

Kl. 15.20 – Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra – Erindi

Kl. 15.30 – Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs – Ávarp og umræðustjóri pallborðs

Kl.15.30 – 16.15 – Pallborð með ráðherrum og eftirfarandi þátttakendum:

  • Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara
  • Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið
  • Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandstarfs UNICEF á Íslandi
  • Artëm Ingmar Benediktsson, nýdoktor hjá Inland Norway University of Applied Sciences
Léttar veitingar í boði að loknum umræðum.