Menntun og menntastefnur 

Kl. 13:40-15:10

Valgerður S. Bjarnadóttir

Investigating change in education: reforming models

Allyson Macdonald, professor, School of Education, UI and Svanborg R Jónsdóttir, professor, School of Education, UI 

Education is about change and educational change theories about improvement.  Theories and models are developed to analyse and evaluate innovation in education and how the implementation of change progresses. In this paper we investigate and interrogate versions of  a model developed during a research project on “innovation and entrepreneurial education” which itself was an innovation in the 1999 National Curriculum in Iceland. Our point of departure is a model built on Rogan and Grayson´s premise that changes happen in steps and on Bronfenbrenner´s socio-ecological model which suggests that change comes about through the interaction across systems and not just within them. The data used to form the model were collected from three compulsory schools in Iceland. Profiles of the work of six IEE teachers emerged through the data analysis and were mapped as a rubric of four levels of activities. Implementation was fragile when IEE was introduced without support from neighbouring systems. In all three schools the weakest connections between systems involved the exosystem (general views on innovation and innovation education in our society). To understand this we found it useful, however, to not only turn to the Rogan and Grayson 2003 model on curriculum implementation, but also to go back further, to the model which influenced their thinking, namely the four stage model of education and training developed by Beeby and presented in 1966.  We found that returning to what might be considered old ideas can be a useful aid and assistance in understanding the way change occurs in education. 

Innlend og erlend menntastefna í ljósi hugmynda frá UNESCO um menntun

Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus, MVS HÍ; Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor, MVS HÍ  

Skoðuð er tiltæk stefnumótunarumræða UNESCO í menntamálum „UNESCO’s Futures of Education“ í tengslum við erlendar og innlendar stefnuhugmyndir. Þær eru annars vegar frá OECD 2030 (sem ráðuneytið hefur tengst ásamt Menntamálastofnun), Artic Rim verkefnið (undir forræði mennta- og menningarmálaráðuneytis, með þátttöku Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Menntamálastofnunar), The Cities Fusion programme and network (sem Reykjavíkurborg hefur tengst) og hugsanlega fleiri ámóta verkefni og hins vegar stefnuhugmyndir sem mótaðar hafa verið af stjórnvöldum hér, bæði hjá ríki og í sveit. Sjónum verður í fyrstu einkum beint að UNESCO en síðan verður stefna hinna skoðuð í því ljósi. Við munum einkum skoða hve sýnilegir eftirfarandi þættir eru í þessum gögnum: A) Aðkoma og símenntun kennara í stefnumótuninni. B) Fyrirhugað faglegt sjálfstæði kennara og annars fagfólks í skólastarfinu. C) Aðkoma nemenda í þeim hugmyndum sem lagðar eru fram. D) Umfjöllun um inngildingu og að hvaða marki hún verður trúverðug. E) Endurskoðun á hlutverki skóla og þar með inntaki menntunar. Jafnframt hvað áherslur um hlutverk skóla eru áberandi. F) Áhersla á skipulag skólastarfs og kennsluhátta. G) Hvaða áhersla er lögð á söfnun gagna í skólastarfi, bæði vegna eftirlits, samanburðar og kennslu. H) Hver er hlutur tæknivæðingar skólastarfs eða notkun tækni í starfinu. I) Hvort sjónarmið um rekstrarform skólastarfsins vegi inn í þær hugmyndir sem fram koma og hver þau kynnu að vera. Ekki verður aðeins rýnt í þessa þætti heldur reynt að meta ólíkt vægi þeirra eða sýnileika í umræðu hvers verkefnis fyrir sig 

 

Tilgangur og framtíð menntunar í ljósi alþjóðlegrar stefnumörkunar

Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor, MVS HÍ 

Í umræðu um skóla og menntun, þar sem gjarnan er tekist á um tæknileg atriði sem snúa að kerfi og skipulagi, skortir gjarnan umræðu um raunverulegan tilgang menntunar í samhengi við heiminn og framtíðina. Þetta er ekki síst vandamál nú á dögum, þegar heimurinn stendur frammi fyrir alvarlegum ógnum gagnvart samfélagi og náttúru. Ítrekað hefur verið bent á ábyrgð og skyldu menntakerfisins þegar kemur að því að takast á við samfélagslegar breytingar á 21. öldinni, ekki síst í tengslum við hina svokölluðu fjórðu iðnbyltingu, enda sé engin tækni sem leysir dómgreind mannsins af hólmi. Ítrekað hefur þó verið bent á togstreitu milli ólíkra hagsmunaafla þegar kemur að ríkjandi orðræðu og stefnumótun í menntakerfinu. Í erindinu verður sjónum beint að orðræðu um tilgang menntunar í samhengi við framtíðina, eins og hún birtist í alþjóðlegum stefnumótunarskjölum í menntamálum. Um er að ræða til dæmis skjöl frá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu, sem öll hafa haft áhrif á stefnumótun í menntamálum á Íslandi undanfarna áratugi. Skjölin verða greind með það að markmiði að varpa ljósi á ríkjandi orðræðu um tilgang menntunar meðal umsvifamikilla hagsmunaafla á alþjóðavettvangi, í samhengi við sameiginlega framtíð okkar í heiminum. Greiningin verður sett í samhengi við alþjóðlega menntapólítíska umræðu, sem varpar ljósi á ferðalag hugmynda og þau öfl sem hafa verið og eru þar að verki.