Kennsluhættir

Kl. 8:30-10:00

Charlotte Eliza Wolff

Staða ritunar hjá nemendum á fyrsta ári í háskóla

Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor, HA og Finnur Friðriksson, dósent, HA 

Miðað við hæfniviðmið í ritun getur nemandi við lok 10. bekkjar m.a. „mótað málsgreinar og efnisgreinar“, „beitt reglum um réttritun, hefur náð góðu valdi á stafsetningu og gerir sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál texta og lesanda“ – en hafa nemendur almennt uppfyllt þessi skilyrði við lok grunnskóla, eða jafnvel framhaldsskóla? Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna hvar nemendur á fyrsta ári í háskóla standa hvað ritun varðar. Til þess að fá svör við þessum spurningum skoðuðum við stuttar ritsmíðar nemenda á fyrsta ári í háskóla. Nemendur voru hvattir til þess að lesa textann sinn ekki yfir heldur láta hann fara eins og hann var fyrst skrifaður. Það gefur okkur betra tækifæri til að sjá hvar nemendur raunverulega standa í ritun. Fyrstu niðurstöður benda til þess að hefðbundnar stafsetningarvillur séu enn nokkuð margar auk þess sem margir eiga í vandræðum með eitt orð eða tvö. Þá er mikið um villur í samræmi, sérstaklega í tölu og kyni. Í sumum tilfellum stafar það af skorti á yfirsýn því margir hafa tilhneigingu til að skrifa mjög langar málsgreinar. Þá áttu margir í vandræðum með að skipta í efnisgreinar og enn fleiri áttu í vandræðum með að merkja greinaskil almennilega. Með því að gera sér grein fyrir hvar nemendur á fyrsta ári háskóla standa í ritun er hægt að vinna markvissar að ritunarkennslu í grunnskóla og framhaldsskóla og einbeita sér að því sem mestu máli skiptir.  

 

Um barnafræðslu í Strandasýslu og Húnavatnssýslu 1887-1905

Bragi Guðmundsson, prófessor, HA 

Rannsóknin sem hér er kynnt byggir aðallega á óútgefnum skýrslum sveitakennara í Strandasýslu og Húnavatnssýslu frá árunum 1887-1905. Í þeim eru dýrmætar upplýsingar um ungmenni sem nutu formlegrar fræðslu á þessum tíma. Meðal niðurstaðna er að hlutfall barna sem fengu formlega fræðslu fór smám saman hækkandi en sýslurnar tvær voru samt vel undir landsmeðaltali þegar kom að hlutfallslegri skólasókn. Barnafræðslunni var misskipt. Minnst var hún norðan Steingrímsfjarðar, austan Hrútafjarðar og í ytri hluta Vindhælishrepps á Skaga. Allmikill munur var á milli sókna og/eða hreppa. Börn og systkini húsbænda voru 71% heildarinnar fræðsluárið 1894-1895 en fjölgaði í 78% áratug síðar. Hlutfall pilta og stúlkna var tiltölulega jafnt og aldursbil nemenda breitt. Heimiliskennsla var ríkjandi fræðsluform og fá börn gengu til kennslu milli bæja. Kennslustaðir voru 70 veturinn 1894-1895 og 78 áratug síðar. Litlar upplýsingar eru um húsakynni og aðrar ytri aðstæður. Ekkert fast skólahús var við Húnaflóa uns heimavistarskólinn á Heydalsá tók til starfa 1897 og ekkert slíkt reis næsta áratuginn. Lítið er vitað um kennsluaðferðir. Sumir kennaranna lýsa utanbókarlærdómi og yfirheyrslum en einnig voru nemendur æfðir í að skrifa eftir upplestri. Námstími var yfirleitt skammur og áhersla á að kenna ófermdum börnum skyldunámsgreinarnar fjórar; lestur, kristinfræði, skrift og reikning, að viðbættri réttritun. Eldri nemendur lásu fleira, helst náttúrufræði, landafræði og dönsku. Byggðirnar við Húnaflóa stóðu höllum fæti í þróun uppfræðslu og skólamála miðað við það sem best gerðist annars staðar. Þar réð líklega mestu dreifð búseta en einnig mögulega efnalegar aðstæður og íhaldssöm viðhorf til skólagöngu.  

 

Learning language in imaginary worlds: Developing a creative EFL curriculum to promote Icelandic fantasy fiction 

Charlotte Eliza Wolff, assistant professor, School of Education UI and Agnes Haidacher-Horn, assistant professor, Department of Language and Intercultural Education at University College  

Icelandic fantasy literature in English is attractive for readers of all ages and nationalities. Moreover, if developed as teaching material for EFL (English as a foreign language) students through a cooperative effort, it can open up new perspectives on language learning and cultural exploration of unfamiliar texts in the fantasy genre. There is no straight path to identifying and developing such texts; it is a lengthy, complex process. This presentation describes the genesis and development of a joint research project between the University of Iceland School of Education and University College of Teacher Education Styria that led to the creation of teaching and reading materials for use in Icelandic and international contexts. An overview of factors and ideas contributing to this cooperative effort designing teaching materials based on Icelandic fantasy literature for EFL students provides emerging perspectives on both language learning and cultural learning when encountering unfamiliar texts in the fantasy genre. The 12 steps of Vogler’s “Hero’s Journey” are applied as a visual, structural, and metaphorical aid to convey the challenging journey of an international research project during a global pandemic, making it comparable to the archetypical hero’s quest for improving the ‘ordinary world’ by overcoming unforeseen challenges. In addition to describing the research project journey, an overview of the teaching materials (teaching objectives, text, and illustrations) will be provided alongside upcoming plans to pilot the teaching materials in Iceland. 

 

Að kenna ritlist 

Rúnar Helgi Vignisson, prófessor, HUG HÍ 

Áður fyrr töldu menn að inni í skáldi byggi guð sem veitti því innblástur. Ef maður fæddist ekki með þennan guð inni í sér væri öll von úti um að verða nokkurn tíma skáld eða rithöfundur. Meðfædd gáfa væri forsenda setu á skáldabekk. Margir hafa undrast að þetta skuli eingöngu hafa átt við um skáld en ekki myndlistarmenn, tónlistarfólk og leikara. Hvers vegna geta þau lært til verka en ekki skáldin? Þó að bráðum verði liðin heil öld frá því að farið var að kenna ritlist erlendis og formleg ritlistarkennsla við Háskóla Íslands spanni nú á fjórða áratug er þetta sjónarmið býsna lífseigt hér heima. Kannski er ekki hægt að kenna þetta – og allra síst ef nemandinn vill ekki læra. Ef nemandinn vill þó á annað borð læra er hægt að skapa honum umhverfi þar sem hann getur æft sig í samfélagi við aðra sem eru í sams konar vegferð. Þá er bókað mál að nemandanum fer fram. Það byrja ekki allir á sama stað og það enda ekki allir á sama stað, hvernig sem við skýrum það, en við viljum heldur ekki að allir endi á sama stað. Við viljum alls konar höfunda. Í þessu innleggi verður fjallað um hugmyndafræði að baki ritlistarkennslu og aðferðafræðina sem beitt er í starfinu við HÍ. Gerð verður sérstök grein fyrir smiðjuvinnunni sem er þungamiðjan í náminu. Hvað þarf að hafa í huga í slíkri vinnu? Einnig verður fjallað um vægi endurgjafar og hvernig megi virkja nemendur og gera þá jafnvel að aðstoðarkennurum.