Fjölmenning

Kl. 10:10-11:40

Anh-Dao Tran

Vietnamese Refugees and their Descendants’ Social and Educational Integration in Iceland, 1979-2019

Anh-Dao Tran, new doctoral graduate, School of Education, UI  

Refugees are perceived to have migrated involuntarily and unable to return to the adverse situation from which they fled. In 1979, 34 Vietnamese refugees were resettled in Reykjavik. This paper presents preliminary findings from the research project Home and away in 40 years which focused on the integration of three Vietnamese generations in Iceland with the overarching aim of gaining knowledge about the social, cultural, and educational acculturation process of the Vietnamese and their descendants in Iceland. Although, many refugee experiences are defined by tragedies of war, disasters, and poverty, refugees share many experiences with immigrants, as both groups work to integrate into the host country where the culture and language are foreign to them.  The immigrants’ outcomes are the combined products of the structures and practices which they encounter in a new country and their own behaviour of how they manipulate their social, cultural, and educational background resource, for their own advantage. The methods include 12 semi-structured interviews with the refugees and their descendants. The study is grounded in the framework of critical multiculturalism and intersectional theories. The data was analysed using thematic analysis. Reflecting on how they were received upon their arrival, the refugees reported with fondness, despite the fact they were required immediately to adopt an Icelandic name. They all put effort into learning Icelandic, accepted all jobs and worked hard to prove that they were worthy of Iceland’s hospitality.  The majority of their offspring do not speak, and have little knowledge about, their parents’ language and culture. 

 

Orðaforði tvítyngdra barna: Markviss orðaforðakennsla í útinámi

Harpa Sif Þorsteinsdóttir, leikskólakennari á Leikskólanum Örk og Rannveig Oddsdóttir, lektor, HA  

Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið í íslenskum leikskólum á undanförnum árum. Rannsóknir sýna að staða þessara barna í íslensku er fremur slök og meiri þekkingu og úrræði innan leikskólanna vantar til að geta sem best stutt við máltöku íslenskunnar hjá þeim. Markmið þessarar rannsóknar var að leita leiða til að vinna á markvissan hátt með íslenskan orðaforða leikskólabarna sem læra íslensku sem annað mál. Fimm tvítyngd börn fengu markvissa orðaforðakennslu með námsefninu Orðaleik í sjö vikur. Kennslan fór fram í útikennslu og var lögð áhersla á að kenna orð sem tengjast útiveru og umhverfi. Virkur orðaforði og viðtökuorðaforði barnanna var metinn fyrir íhlutun, strax að lokinni íhlutun og tveimur mánuðum eftir að henni lauk með því að leggja fyrir próf þar sem athugað var hvort þau þekktu þau orð sem unnið var með. Niðurstöðurnar voru þær að eftir íhlutun hafði þeim orðum sem börnin þekktu og notuðu fjölgað umtalsvert. Börnin héldu þeim orðaforða tveimur mánuðum síðar og höfðu sum hver bætt frekar við virka orðaforðann og öll við viðtökuorðaforðann. Árangur einstakra barna var þó misgóður og draga má þá ályktun af gögnum rannsóknarinnar að virkni barnanna í málörvunarstundunum og samskiptum innan leikskólans hafi áhrif á hve góðum framförum þau ná. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að orðaforðakennsla sem er fléttuð inn í daglegt leikskólastarf getur skilað góðum árangri en huga þurfi að virkni einstakra barna í slíkum stundum og samskiptum innan leikskólans almennt. 

Samræðufélagar: Samræður sem kennsluaðferð fyrir nemendur af erlendum uppruna

Rannveig Sigurðardóttir, verkefnastjóri námsaðlögunar í Giljaskóla á Akureyri; Rannveig Oddsdóttir, lektor, HA og Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor, HA  

Samræður sem kennsluaðferð er lítt rannsökuð hér á landi en hefur orðið nokkuð áberandi í skólamálaumræðu víða á undanförnum árum. Í þessu erindi verður fjallað um kennsluaðferð sem á uppruna sinn í Bretlandi og kallast þar Talking Partners eða Samræðufélagar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að prófa kennsluaðferðina Samræðufélagar með nemendum sem hafa íslensku sem annað mál með það að markmiði að bæta orðaforða með markvissum hætti og auka þannig árangur barnanna. Gögnum var safnað með eigindlegum og megindlegum aðferðum vorið 2019. Tvö mælitæki voru notuð til að meta áhrif aðferðarinnar á árangur þriggja barna af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál (yngsta stig grunnskóla) og voru próf lögð fyrir nemendur fyrir og eftir tíu vikna íhlutunartímabil. Niðurstöðurnar sýna margvíslegar vísbendingar um framfarir nemendanna. Öll börnin bættu stöðu sína á þeim prófum sem lögð voru fyrir til að meta málþroska þeirra. Gögnin sýndu einnig að þau voru virkari eftir því sem leið á tímabilið, nýttu sér sýnikennslu kennara, notuðu þann orðaforða sem var lagður til grundvallar og voru almennt áhugasöm í kennslustundum. Þau nýttu sér þau hjálpargögn sem voru til staðar og voru fljót að átta sig á til hvers var ætlast af þeim. Hegðunarvandi hafði áhrif á köflum og er það vísbending um að bregðast þurfi við slíku. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að kennsluefnið Samræðufélagar geti nýst vel í íslenskum skólum og að kennarar geti auðveldlega tileinkað sér þær aðferðir sem þar er lýst ef nægilegur stuðningur fæst við innleiðingu. 

 

“Let us tell you our stories”: Counter-narratives of minority women of Asian background as an aggregate mass

Lan-Anh Nguyen-Luu, professor, Eötvös Loránd University, Hungary; Anh-Dao Katrín Tran, postdoctoral researcher, School of Education UI and Julia Ha, associate professor and Head of Gender and Diversity Division, the Institute of Education and Society 

This talk presents preliminary findings of the professional biographies of three university teachers and researchers of Vietnamese background. The narratives have the purpose of countering the mainstream discourse about women of Asian background as an aggregate mass and recount their experience as minority teachers and researchers in mainstream educational settings. Recent literature asserts that teachers of minority and migrant background are an asset and educational opportunity, be it seen either from a “unique resources” or “representation and equity” approach.  However, they need to have a sense of belonging in their professional environment. The authors use counter storytelling informed by critical race as a methodology to tell their own stories of experiences that are not often told. A methodology is identified as a tool for exposing, analysing, and challenging the majoritarian stories of racial privilege.  Data was collected with online semi-structured interviews. The three participants conducted and analysed each other’s interviews. The stories told revealed three distinct biographies of the female academics, where the only similarity they share is their country of origin, and yet they are often perceived by the majority as one Asian female “homogeneous group”. Socially and professionally they recognise having some sense of belonging but not without the experiences of micro aggression, prejudice and discrimination.  Descriptions of how they were perceived by their scientific environment and by themselves in different European countries, helped to counteract and deconstruct the homogeneous perception of the mainstream discourse.