Byrjendur í lestri: Áhættuþættir, skimun og stuðningur

Auður Björgvinsdóttir

Til að vita hvert á að fara þarf fyrst að vita hvar maður er. Mat á stafa- og hljóðþekkingu nemenda í 1. bekk

Auður Björgvinsdóttir, doktorsnemi, MVS HÍ. Leiðbeinandi: Anna Lind Pétursdóttir, prófessor, MVS HÍ

Í umfjöllun um læsi og lestrarkennslu á Íslandi undanfarin ár hefur meðal annars verið rætt og ritað um kennsluaðferðir, færni nemenda og skort á henni. Lítið hefur borið á umræðu um hvernig upplýsingum um færni nemenda er aflað í ólíkum grunnskólum og hvernig þær niðurstöður eru nýttar. Til að varpa ljósi á lestrartengt mat við upphaf 1. bekkjar og framvindu nemenda í læsi fyrsta skólaárið, var spurningakönnun send út til 78 grunnskóla um allt land. Kerfisbundið slembival var notað til að velja úrtak skóla sem höfðu nemendur í 1. bekk veturinn 2021–2022 og þess gætt að dreifing væri hlutfallslega jöfn yfir landið.  Könnunin var send á skólastjóra hvers skóla og hann beðinn um að velja þann starfsmanna sem væri best til þess falinn að svara. Svarhlutfall var um 82%. Meðal spurninga sem svara var leitað við eru: Hvaða matstæki eru nýtt til að kanna forsendur nemenda 1. bekkjar til lestrarnáms og framvindu þeirra fyrsta skólaárið? Hvernig eru niðurstöður matsins nýttar til kennslu og upplýsinga? Hvað ræður því hvaða mat er framkvæmt innan hvers skóla og hvernig það er framkvæmt? Í erindinu verður lýsandi tölfræði notuð til að gera grein fyrir þeim hluta niðurstaðna sem lúta að stafa- og hljóðaþekkingu og þær tengdar við fræði um mat á lestrarfærni byrjenda. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að yfirgnæfandi meirihluti grunnskóla sem svöruðu meta stafa- og hljóðaþekkingu nemenda og nýta Lesskimun fyrir 1.bekk sem er hluti af Lesferli Menntamálastofnunar. Þó kom í ljós nokkur munur á framkvæmd bæði milli einstakra skóla og einnig milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, til að mynda varðandi fjölda nemenda sem eru metnir og hve oft er metið

Identifying risk factors for poor reading performance among 1st graders in Iceland

Amelia Larimer, doktorsnemi, MVS HÍ. Leiðbeinandi: Anna Lind Pétursdóttir, prófessor, MVS HÍ

Students with exceptional learning needs are entitled to a high-quality equitable education. To provide this, schools need to identify students requiring moderate and intensive support to be successful early on in their education. This study examined the reading performance and growth scores of approximately 300 1st graders in eight schools in the capital area of Iceland across the 2021-22 school year. The data was analyzed to identify predictive risk factors of students who may require a more intensive level of support to improve reading performance. Analyses indicated that the youngest students, students with a native language other than Icelandic and students with initial low letter naming knowledge had significantly lower oral reading fluency growth and achievement than their peers. The gap between these at-risk student groups and their peers widened as the year went on. No significant differences in reading performance were observed between girls and boys. Implications for changes to practices as well as additional research will be discussed. Early identification and effective instruction are the key to improving educational outcomes for at-risk students.

Samvinna við foreldra til að styðja við heimalestur barna í lestrarvanda

Jónína Helga Ólafsdóttir, doktorsnemi, MVS HÍ, Auður Björgvinsdóttir, doktorsnemi, MVS HÍ og Anna Lind Pétursdóttir, prófessor, MVS HÍ

Þegar börn eiga erfitt með að ná tökum á lestri þarf að leggja allt kapp á að aðstoða þau. Mikilvægt er að sníða lestrarkennslu betur að þeirra þörfum og einnig heimalestur, enda rík hefð fyrir heimaþjálfun á Íslandi. Margar leiðir eru færar en í þessari rannsókn var foreldrum kennt að nota æfingar Grunn-PALS (e. 1st grade Peer-Assisted Learning Strategies) við lestrarþjálfun heima með börnum í lestrarvanda. Námsefnið hentar vel til að einstaklingsmiða lestrarkennslu og veita nauðsynlega þjálfun, þar sem auðvelt er að velja verkefni á réttu erfiðleikastigi og verkefnin fela í sér skýrar leiðbeiningar, jákvæða endurgjöf, uppbyggilega leiðréttingu, og endurteknar æfingar. Foreldrar þriggja nemenda í 2. bekk með slaka lestrarfærni tóku upp heimalestrarstundir, bæði fyrir og eftir að þeir fengu leiðsögn á myndskeiði um notkun Grunn-PALS verkefna. Með upptökum foreldra var lagt mat á hvernig framkvæmd heimalestrarstunda þróaðist. Einnig var grundvallar lestrarfærni barnanna metin reglulega. Notað var margfalt grunnskeiðssnið yfir þátttakendur til að meta áhrif af myndbandskennslu á framkvæmd foreldra á heimalestrarstundum og áhrif beitingar Grunn-PALS aðferða á lestrarfærni barnanna. Helstu niðurstöður voru þær að foreldrum fannst þjálfunaraðferðir gagnlegar og auðveldar í framkvæmd. Beiting Grunn-PALS við heimalestur varð til þess að börnin fengu fleiri tækifæri til réttrar svörunar (e. opportunities to respond), tíðari jákvæða endurgjöf og aukna leiðsögn um réttan lestur. Við lok þjálfunartímabils hafði hljóðaþekking nemenda aukist ásamt lestrarnákvæmni. Álykta má að Grunn-PALS æfingar á viðeigandi erfiðleikastigi geti verið raunhæfur kostur fyrir kennara sem vilja styðja foreldra í lestrarþjálfun barna sinna heima fyrir og stuðla þannig að bættu lestrarnámi þeirra.