Ráðstefnan fer fram í gegnum ZOOM-fjarfundabúnaðinn.
- Athugið að myndavélalinsan á tölvunni sé hrein
- Prufið ZOOM-hlekkinn fyrirfram og glöggvið ykkur á virkninni
- Gangið úr skugga um að lýsingin sé góð – varist að hafa skugga yfir andliti eða sterka birtu fyrir aftan ykkur
- Stillið ykkur vel upp – efsti hluti höfuðs ætti að vera nálægt efri mörkum skjásins svo fólk sjái ykkur frá mitti eða bringu og upp. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þið tjáið ykkur með höndunum
- Hafið bakrunn snyrtilegan og stílhreinan
- Ekki nota gervibakrunn – slíkt getur verið truflandi og hreyfingar virst ónáttúrulegar
- Látið fólk í kringum ykkur vita hvað er í gangi til að lágmarka áhættu á truflun
- Hafið tölvu tengda við rafmagn eða fullhlaðna
- Restart-ið tölvunni stuttu fyrir ráðstefnuna
- Verið viss um að nettenging sé góð
- Notið heyrnartól, ef þið eigið
- Ef þið viljið spila myndband, vinsamlegast lesið leiðbeiningar um hvernig skjá og hljóði er deilt – þetta má finna hér
- Við mælum með að ZOOM sé hlaðið niður á tölvuna fyrir kynningu, en þetta er ekki nauðsyn
- Mætið 5-10 mínútum áður en málstofa á að hefjast í stutta tækniæfingu með málstofustjóra
ZOOM leiðbeiningar eru aðgengilegar hér.
Leiðbeiningar um hvernig á að deila hljóði og skjá má finna hér.