Einstaklingserindi
Áhugasömum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði menntavísinda og tengdum fræðasviðum geta sent inn ágrip af erindi.
Heildstæðar málstofur
Formenn rannsóknarstofa og aðrir sem eru í forsvari fyrir rannsóknahópa geta skipulagt heildstæðar málstofur og setja þá inn upplýsingar um alla þátttakendur. Ábyrgðarmaður málstofunnar sækir um og skilar inn ágripi af hverju erindi málstofunnar.
Hringborðsumræður
Þeir sem hafa áhuga á að skipuleggja hringborðsumræður sendi fyrirspurnir á menntakvika@hi.is.
Veggspjöld
Einstaklingum og hópum býðst að kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum. Nauðsynlegt er að skila inn ágripum af efni veggspjalda. Gert er ráð fyrir að veggspjöldin séu kynnt gestum ráðstefnunnar í matar- og kaffihléum. Stærð veggspjalda skal vera A0. Sniðmát að veggspjöldum má finna í Hönnunarstaðli Háskóla Íslands.
Ágrip
Skráningum einstaklingserinda, málstofa og veggspjaldakynninga þarf að fylgja ágrip sem verður að uppfylla ákveðnar kröfur.
Í ágripi skal:
-lýsa tilgangi rannsóknar
-taka fram hvaða aðferðarfræði er notuð við rannsóknina
-greina frá helstu niðurstöðum rannsóknar
-álykta út frá niðurstöðum
Hámarkslengd ágripa er 250 orð.
Ágrip skulu ekki innihalda heimildir.
Reglur
Aðeins er leyfilegt að vera fyrsti höfundur að einu erindi, en fyrsti meðhöfundur að tveimur erindum, annar meðhöfundur að tveimur erindum, þriðji meðhöfundur að þremur erindum, o.s.frv. Hver þátttakandi getur því aðeins haldið eitt erindi á ráðstefnunni.