Kall eftir ágripum

Einstaklingserindi

Þátttakendur geta skilað inn einstaklingserindi og hakað við efnisorð sem eiga við ágripið. Ágrip sem eru skráð í sömu efnisflokka verður raðað saman í málstofur.

Málstofur

Í ár höfum við tekið upp nýtt kerfi og því ekki lengur hægt að skrá málstofu í einu lagi. Það þarf að skrá hvert erindi fyrir sig. Ef erindi er hluti af málstofu, vinsamlegast skráið titil málstofunnar í viðeigandi reit í skráningarforminu. 

Veggspjöld

Einstaklingum og hópum býðst að kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum. Nauðsynlegt er að skila inn ágripum af efni veggspjalda. Gert er ráð fyrir að veggspjöldin séu kynnt gestum ráðstefnunnar í matar- og kaffihléum. Stærð veggspjalda skal vera A0. Sniðmát að veggspjöldum má finna í Hönnunarstaðli Háskóla Íslands.

Hringborðsumræður

Þeir sem hafa áhuga á að skipuleggja hringborðsumræður sendi fyrirspurnir á menntakvika@hi.is.

Ágrip

Skráningum einstaklingserinda, málstofa og veggspjaldakynninga þarf að fylgja ágrip sem verður að uppfylla ákveðnar kröfur.

Í ágripi skal:
-lýsa tilgangi rannsóknar
-taka fram hvaða aðferðarfræði er notuð við rannsóknina
-greina frá helstu niðurstöðum rannsóknar
-álykta út frá niðurstöðum

Hámarkslengd ágripa er 250 orð.
Ágrip skulu ekki innihalda heimildir.

Öll innsend ágrip þurfa að innihalda stutta lýsingu á tilgangi og markmiðum rannsóknar, aðferðum, helstu niðurstöðum og ályktanir af þeim, auk lærdóms sem draga má af verkefninu. Engar heimildir eiga að vera í ágripum.

Lengd hvers erindis fer eftir fjölda erinda í málstofu. Allar málstofur eru 90 mínútur.

-3 erindi: Hver flytjandi hefur 20 mínútur + 10 mínútur í spurningar

-4 erindi: Hver flytjandi hefur 15 mínútur + 10 mínútur í spurningar

-5 erindi: Hver flytjandi hefur 10 mínútur + 8 mínútur í spurningar

Reglur

-Hámarkslengd ágripa er 250 orð. Ágrip eiga ekki að innihalda heimildir.

-Aðeins er leyfilegt að vera fyrsti höfundur að einu erindi, en meðhöfundur að tveimur. Hver þátttakandi getur því aðeins haldið eitt erindi á ráðstefnunni.

-Grunnnemum á háskólastigi er ekki heimilt að flytja erindi á ráðstefnunni (B.ED, BS, BA).

-Ágrip eiga að vera prófarkalesin áður en þeim er skilað inn.

-Ekki verður hægt að skila ágripum inn með öðrum hætti en í gegnum þetta skráningarform.