Lykilfyrirlestur

Tengjast málstofu

Tómstundafræði, útinám og heildræn menntun

Kl. 15:30-16:30

Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður lykilfyrirlestur Menntakviku helgaður faginu. Mark Leather, dósent við St Mark St John háskólann í Plymouth í Bretlandi, flytur erindi um útinám og aðferðir heildrænar menntunar.

Dagskrá

15:30 Ársæll  Már Arnarsson, forseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tímstunda – kynnir dagskrá

15:35 Nám í tómstunda- og félagsmálafræði – Sýn nemenda

Guðmunda Bergsdóttir, BA-nemi í tómstunda- og félagsmálafræði

Anna Steinsen, M.Ed-nemi í tómstunda- og félagsmálafræði

15:45 Leisure Studies, útimenntun and holistic education: Talking, walking and playing 

Dr. Mark Leather, Associate Professor of Education at the University of St Mark & St John, Plymouth, UK 

16:25 Hugur, hönd og hjarta – Nám í nútíð til framtíðar

Örhugleiðing um nám í tómstunda- og félagsmálafræði á 20 ára afmæli námsbrautar.

Eygló Rúnarsdóttir, formaður námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði

16:30 Gleym mér ei!

Samsöngur viðstaddra undir leiðsögn Sigvalda Helga Gunnarssonar, tónlistarmanns og tómstunda- og félagsmálafræðings

Um lykilfyrirlesturinn

Í erindinu mun Mark segja stuttlega frá þremur hugmyndum sem eru sprottnar úr rannsóknum hans og starfi sem háskólakennari. Varpað verður ljósi á áþreifanlega og fagurfræðilega reynslu úti í náttúrunni og bendir Mark á vægi kennslu til að veita tækifæri til „samtals“ – í líkamlegu, persónulegu félagslegu samhengi. Í öðru lagi leggur Mark áherslu á hæga kennslu til að þróa skynfæri okkar í meira mæli. Slíkt ögrar gildum og hefðum í nútíma háskólum, annasömu námi og hversdagsleika. Að lokum fjallar Mark um kennslufræði leiks en hann er þeirrar skoðunar að gamansöm verufræði geti stuðlað að ánægju, gleði og heilbrigði í háskólastarfi. Þótt kennsluaðferðir hans séu oft og tíðum gáskafullar þá hafa þær skýr menntunarleg markmið og ákveðinn tilgang.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Fundarstjóri: Ársæll Arnarsson, prófessor við HÍ