Skil ágripa

Skil á ágripum fyrir Menntakviku 2024

Fyrir hverja?

Allir þeir sem stunda rannsóknir í menntavísindum og á sviðum þeim tengdum geta tekið þátt í Menntakviku. Gerð er sú krafa að efni sem sent er inn sé hluti af markvissri rannsókn eða heilsteyptu þróunarverkefni. Meistaranemar sem hafa lokið eða eru við það að ljúka námi og doktorsnemar eru hvattir til að kynna sínar rannsóknir. Efni sem kynnt er á Menntakviku er fjölbreytt enda eru fræðasviðin sem unnið er með á Menntavísindasviði fjölmörg.

Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og öll eru velkomin.

Fyrirkomulag

Hver og einn þátttakandi getur aðeins verið fyrsti höfundur að einu erindi, fyrsti meðhöfundur að tveimur erindum, annar meðhöfundur að tveimur erindum, þriðji meðhöfundur að tveimur erindum, o.s.frv. Þetta þýðir að hver þátttakandi getur aðeins haldið eitt erindi á ráðstefnunni.

Sama fyrirkomulag gildir um höfunda veggspjalda. Leyfilegt er að vera fyrsti höfundur að einu veggspjaldi, fyrsti meðhöfundur að tveimur veggspjöldum, annar meðhöfundur að tveimur veggspjöldum, þriðji meðhöfundur að tveimur veggspjöldum, osfrv.

Leiðbeinendur þurfa ekki alltaf að vera skráðir sem meðhöfundar erinda/veggspjalda sem byggja á meistaraverkefnum, en þeir skulu alltaf tilgreindir sem leiðbeinendur.

Ágrip

Skráningum einstaklingserinda, málstofa og veggspjaldakynninga þarf að fylgja ágrip sem verður að uppfylla ákveðnar kröfur.

Í ágripi skal:

  • lýsa tilgangi rannsóknar-taka fram hvaða aðferðarfræði er notuð við rannsóknina
  • greina frá helstu niðurstöðum rannsóknar
  • álykta út frá niðurstöðum

Hámarkslengd ágripa er 250 orð.

Ágrip skulu ekki innihalda heimildir.

Öll innsend ágrip þurfa að innihalda stutta lýsingu á tilgangi og markmiðum rannsóknar, aðferðum, helstu niðurstöðum og ályktanir af þeim, auk lærdóms sem draga má af verkefninu. Engar heimildir eiga að vera í ágripum.

Lengd hvers erindis fer eftir fjölda erinda í málstofu. Allar málstofur eru 90 mínútur.

-3 erindi: Hver flytjandi hefur 20 mínútur + 10 mínútur í spurningar

-4 erindi: Hver flytjandi hefur 15 mínútur + 7 mínútur í spurningar

-5 erindi: Hver flytjandi hefur 11 mínútur + 7 mínútur í spurningar

Einstaklingserindi

Þátttakendur geta skilað inn einstaklingserindi og hakað við efnisorð sem eiga við ágripið. Ágrip sem eru skráð í sömu efnisflokka verður raðað saman í málstofur. Sniðmát að glærukynningu má finna hér.

Málstofur

Ef senda á inn skipulagða málstofu þá þarf að skrá hvert ágrip málstofunnar sérstaklega. Vinsamlegast skráið sameiginlegan titil málstofunnar í viðeigandi reit til að auðvelda flokkun erinda í málstofuna.

Veggspjöld

Einstaklingum og hópum býðst að kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum. Nauðsynlegt er að skila inn ágripum af efni veggspjalda. Gert er ráð fyrir að veggspjöldin séu kynnt gestum ráðstefnunnar í matar- og kaffihléum. Stærð veggspjalda skal vera A0. Sniðmát að veggspjöldum má finna hér.

Hér má lesa REGLUR um skil ágripa.

 

Sérrit Netlu – Menntakvika 2024

Sérrit Netlu árið 2024 verður tileinkað Framtíð menntunar á tímum gervigreindar.

Allir sem hafa skráð sig til þátttöku í ráðstefnunni og sent inn ágrip eru hvattir til að senda einnig inn erindi sitt í formi greinarhandrits. Ritstjórn verður skipuð af Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.

Fullgerð handrit skulu berast á tölvupóstfangið menntakvika@hi.is fyrir 9. ágúst 2024.

Leiðbeiningar

Reglur og almennar leiðbeiningar um greinar í Netlu má finna hér.

Hér má nálgast Sniðmát Netlu