Dagskrár fyrri ára

Menntakvika 2024

Opnunarmálstofa 2024

Fer fram fimmtudaginn 26. september kl 13:00- 14:30 í hátíðarsal aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Dagskrá Menntakviku 2024

Málstofur Menntakviku fara fram fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. september 2024.

Ágripabók 2024

Ágripabók Menntakviku er safn ágripa sem send hafa verið inn í ráðstefnuna Menntakviku árið 2024.

Menntakvika 2023

Opnunarmálstofa 2023

Fór fram fimmtudaginn 28. september kl. 14:00-16:30 í Bratta, Menntavísindasviði, Stakkahlíð.

Dagskrá Menntakviku 2023

Málstofur Menntakviku fóru fram föstudaginn 28. september 2023. Þemað var Menntastefna og farsæld.

Ágripabók 2023

Ágripabók Menntakviku er safn ágripa sem send hafa verið inn í ráðstefnuna Menntakviku árið 2023.

Menntakvika 2022

Opnunarmálstofa 2022

Fór fram fimmtudaginn 6. október kl. 15:00-16:30 í Bratta, Menntavísindasviði, Stakkahlíð.

Dagskrá Menntakviku 2022

Málstofur Menntakviku fóru fram fimmtudag og föstudag 6. og 7. október 2022.

Ágripabók 2022

Ágripabók Menntakviku er safn ágripa sem send hafa verið inn í ráðstefnuna Menntakviku árið 2022.

Menntakvika 2021

Dagskrá Menntakviku 2021

Málstofur Menntakviku fóru fram 15. október 2021.

Ágripabók 2021

Ágripabók Menntakviku er safn ágripa sem send hafa verið inn í ráðstefnuna Menntakviku árið 2021.

Menntakvika 2020

Dagskrá Menntakviku 2020

Málstofur Menntakviku fóru fram 1. október 2020

Ágripabók 2020

Ágripabók Menntakviku er safn ágripa sem send hafa verið inn í ráðstefnuna Menntakviku árið 2020.

Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi: Mótum nýja framtíð 

Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin á Menntakviku, stærstu menntaráðstefnu landsins, þar sem kynntar eru nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, farsældar, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda.  Ráðstefnan verður nú haldin í Sögu, nýjum glæsilegum húsakynnum Menntavísindasviðs, og markar því mikilvæg tímamót í sögu Háskólans.  

Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og starfsháttum sem skila árangri. Á undanförnum árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreyta um þessar mundir umgjörð náms og kennslu. Segja má að við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.  

Eitt af lykilmarkmiðum flutnings Menntavísindasviðs í Sögu er að stórbæta náms-og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema. Það er mikill áfangi að taka í notkun þessi glæsilegu kennslurými og má sérstaklega nefna sértæk námsrými fyrir listgreinar, meðal annars leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta- og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu í menntunarfræðum yngri barna. Nú er það okkar að skrifa nýja sögu og móta kennara og fagfólk framtíðarinnar sem kunna að valdefla og mennta ungu kynslóðina, já og okkur öll.  

Opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október setur mikilvægt viðfangsefni í kastljósið, og ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Þar verður tekist á við eftirfarandi spurningar:  

Er sameiginleg sýn á kennaramenntun hér á landi? Hver er uppskriftin að góðum kennara? Hvernig gengur háskólum sem mennta kennara að brúa bil fræða og fags, að undirbúa nýja kennara undir öll þau fjölbreyttu verkefni sem bíða þeirra í starfi?  

Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum og því er úr nægu að velja. Þá verður einnig hægt að fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM.  Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á um 30 vinnusmiðjur og kynningar kl. 13-15 í Sögu þar sem gefst dýrmætt tækifæri til samvinnu fræða og fagvettvangs. Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis. Verið velkomin á Menntakviku 2025! 

Kolbrún Þ. Pálsdóttir 

Forseti Menntavísindasviðs