MENNTAKVIKA
Ráðstefna í menntavísindum
30. september - 1. október 2026
Menntakvika 2026
Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, verður haldin í Sögu, nýju húsi Menntavísindasviðs, miðvikudag og fimmtudag, 30. september – 1. október 2026.
Markmið ráðstefnunnar Menntakviku er að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum hverju sinni.
Menntavísindasvið býður öllum sem stunda rannsóknir í menntavísindum og tengdum fagsviðum til þátttöku á ráðstefnunni, sem og öllu starfsfólki annarra stofnana sem rannsaka eða vinna með viðeigandi málefni. Hægt verður að fylgjast með málstofunum á zoom, málstofurnar verða ekki teknar upp.
Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis.