MENNTAKVIKA

Ráðstefna í menntavísindum

26. - 27. september 2024

Framtíð menntunar á tímum gervigreindar

Menntakvika var haldin í 28 skipti 26. – 27. september 2024. Að þessu sinni var þema ráðstefnunnar tengt framtíð menntunar á tímum gervigreindar. Því var sérstaklega kallað eftir ágripum og málstofum tengt þessum þemum, ásamt öðrum fjölbreyttum viðfangsefnum sem varpa ljósi á grósku á sviði menntavísinda.

Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Ráðstefnan fer fram að hausti ár hvert og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi.

Hægt verður að fylgjast með málstofum í gegnum Zoom og er zoom hlekkur inn á dagskránni undir hverri málstofu.

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS OG ÖLL VELKOMIN

Opnunarmálstofa Menntakviku

Opnunarmálstofu Menntakviku 2024 fór fram í hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu fimmtudaginn 26. september kl. 13.00 – 14.30.

Málstofan bar heitið Framtíð menntunar á tímum gervigreindar. Fjallað var um hvernig gervigreind er að umbreyta menntakerfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun.

 

Fjölmiðlaumfjallanir
BAKHJARLAR MENNTAKVIKU