Skapandi smiðjur á Sögu
Boðið er upp á nýjung á Menntaviku í ár! Laugardaginn 4. október kl. 11:00–13:00 verða haldnar fjölbreyttar skapandi smiðjur í glæsilegu nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu.
Laugardagurinn á Menntakviku er hugsaður sem vettvangur þar sem gestir geta tekið virkan þátt í lifandi og fjölbreyttum smiðjum sem sýna hvernig unnið er með nám og kennslu á sviði menntavísinda og gefst dýrmætt tækifæri til samvinnu fræða og fagvettvangs.
Smiðjurnar eru öllum opnar en takmarkaður fjöldi plássa er í hverja smiðju. Því er mikilvægt að skrá sig tímanlega.
Í smiðjum Menntakviku býðst gestum til dæmi að:
- Prófa – stagað, stoppað í og lagað: Fataviðgerðir og samtal um skapandi sjálfbærni
- Taka þátt í Ævintýri hvalsins– þar sem hlutverkaleikur og leiklist nýtast til að efla skilning og lærdóm
- Uppgötva töfra tónlistar og hringformsins– í tónlistariðkun með ungum börnum og fjölskyldum
- Læra aðferðir til að styrkja hópa og efla jákvætt skólaumhverfií smiðjunni Sterkir hópar, besta forvörnin
- Kanna hvernig ljóðmennt getur eflt dygðir– og skapað rými fyrir ígrundun og persónuþroska
- Kynnast Leikstofunni í kennslu- og menntunarfræði– sérhæfðri stofu þar sem leikur og nám mætast
Sjá allar smiðjur og dagskrá hér
Verið hjartanlega velkomin í skapandi smiðjur í Sögu laugardaginn 4. október.
Nánari upplýsingar og skráning: www.menntakvika.hi.is