Dagskrá opnunarmálstofu 2023

Menntastefna og farsæld

STREYMISHLEKKUR FYRIR OPNUNARMÁLSTOFU

Fimmtudaginn 28. september kl. 14:00-16:30

Opnunarmálstofan er helguð því að rýna í tengsl menntastefnu og farsældar. Mikil deigla er í íslensku menntakerfi um þessar mundir þar sem lögð er áhersla á heildstæða samvinnu um farsæld og menntun barna og ungmenna. Nýtt ráðuneyti mennta- og barnamála varð til árið 2021 og farsældarlög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi árið 2021. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að leggja niður menntamálastofnun og vinna stjórnvöld að mótun nýrrar stofnunar sem meðal annars er ætlað að byggja upp heildstæða skólaþjónustu.

Salur: Bratti, Menntavísindasviði Stakkahlíð.

Dagskrá opnunarmálstofu

14:00- 14:10 Opnun
  • Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs flytur ávarp.
  • Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor og deildarforseti deildar menntunar og margbreytileika, kynnir aðalfyrirlesara.

 

14:10-14:50 Aðalerindi/ Keynote
  • Gita Steiner-Khamsi, Teachers College, Columbia University, New York, Fulbright Scholar.
    The use and abuse of research evidence for policy and planning in education
    Sjá nánar um erindi hér

 

14:50 – 15:00 Stutt kaffihlé

 

15:00 – 16:00 Málstofa – Menntastefna og farsæld

Fundarstjóri: Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneyti

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra flytur ávarp.

  • Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor og faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
    Íslenska æskulýðsrannsóknin: Fullur pottur af rannsóknartækifærum á farsæld barna og ungmenna.
  • Helgi Arnarson, sviðsstjóri Menntasviðs Reykjanesbæjar
    Samspil menntunar og velferðar og komið inn á áherslur í skólakerfinu sem eru líklegar til að stuðla að farsæld allra barna.
  • Sólveig Sigurðardóttir, lektor við félagsráðgjafardeild HÍ og deildarstjóri farsældarþjónustu barna hjá Akraneskaupstað.
    Heildstæða farsældarþjónustu fyrir öll börn og innleiðingu farsældarlaga á Akranesi.
  • Susan Elizabeth Gollifer, lektor við Menntavísindasvið, Deild menntunar og margbreytileika.
    Hugleiðingar um menntun, velferð og mannréttindi / Reflections on education, wellbeing and human rights. 

 -Pallborðsumræður-



16:00-16:30 Ávarp rektors
  • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands flytur ávarp.
  • Afhending styrkja til doktorsnema og fræðimanna á sviði menntunar úr Þuríðarsjóði og Steingrímssjóði



16:30 Léttar veitingar í boði að loknum erindum.

Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi: Mótum nýja framtíð 

Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin á Menntakviku, stærstu menntaráðstefnu landsins, þar sem kynntar eru nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, farsældar, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda.  Ráðstefnan verður nú haldin í Sögu, nýjum glæsilegum húsakynnum Menntavísindasviðs, og markar því mikilvæg tímamót í sögu Háskólans.  

Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og starfsháttum sem skila árangri. Á undanförnum árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreyta um þessar mundir umgjörð náms og kennslu. Segja má að við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.  

Eitt af lykilmarkmiðum flutnings Menntavísindasviðs í Sögu er að stórbæta náms-og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema. Það er mikill áfangi að taka í notkun þessi glæsilegu kennslurými og má sérstaklega nefna sértæk námsrými fyrir listgreinar, meðal annars leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta- og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu í menntunarfræðum yngri barna. Nú er það okkar að skrifa nýja sögu og móta kennara og fagfólk framtíðarinnar sem kunna að valdefla og mennta ungu kynslóðina, já og okkur öll.  

Opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október setur mikilvægt viðfangsefni í kastljósið, og ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Þar verður tekist á við eftirfarandi spurningar:  

Er sameiginleg sýn á kennaramenntun hér á landi? Hver er uppskriftin að góðum kennara? Hvernig gengur háskólum sem mennta kennara að brúa bil fræða og fags, að undirbúa nýja kennara undir öll þau fjölbreyttu verkefni sem bíða þeirra í starfi?  

Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum og því er úr nægu að velja. Þá verður einnig hægt að fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM.  Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á um 30 vinnusmiðjur og kynningar kl. 13-15 í Sögu þar sem gefst dýrmætt tækifæri til samvinnu fræða og fagvettvangs. Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis. Verið velkomin á Menntakviku 2025! 

Kolbrún Þ. Pálsdóttir 

Forseti Menntavísindasviðs