Tónlist og yngstu börnin

Kl. 12:00-13:30

Tónlistarfræði

Helga Rut Guðmundsdóttir

 

Tónlistariðkun í íslenskum leikskólum

Helga Rut Guðmundsdóttir, prófessor, MVS HÍ

Talsvert hefur verið skrifað um starf í leikskólum á Íslandi en ekki mikið um tónlistariðkun. Helst er að finna umfjöllun um tónlist í leikskólum í námsritgerðum á háskólastigi og í skýrslum um þróunarverkefni í leikskólum. Í þessu erindi verður sagt frá niðurstöðum um fyrirkomulag tónlistarstarfs í 27 leikskólum. Kannanirnar voru gerðar í tengslum við námskeiðið Tónlist í lífi ungra barna sem er skyldunámskeið í leikskólakennarafræði og störfuðu nemendur námskeiðsins innan þessara umræddu leikskóla. Í ljós kom að fyrirkomulag tónlistarstarfs á viðkomandi leikskólum má skipta í þrjá flokka. Meirihluti leikskóla hefur daglega söngstund á dagskrá á öllum deildum en á því eru undantekningar. Stór hluti leikskóla hefur á dagskrá vikulegan samsöng margra deilda og jafnvel fyrir allan leikskólann. Fáir leikskólar hafa tónlistarmenntað fólk í starfsliði sínu. Það þekkist að leikskólar fái til sín tónlistarmenntaðan aðila til að sjá um tónlistarstundir en það er minni hluti. Söngur er algengasta formið á tónlistariðkun á leikskólum en notkun hljóðfæra er sjaldgæfari. Hreyfing við tónlist er sjaldan með markvissum hætti og algengast að hreyfing eða dans sé í tengslum við þá dægurtónlist sem starfsfólkið hefur dálæti á. Niðurstöður kannananna ríma að mörgu leyti við þau skrif sem er að finna í skýrslum og námsritgerðum um tónlist í leikskóla. Í þeim kemur fram að marga starfsmenn leikskóla skorti þekkingu og áræði til að stýra tónlistarstundum og hafi lágt mat á eigin tónlistarfærni. Í erindinu verður rætt um leiðir til að bæta færni og þekkingu leikskólakennara og annars starfsfólks leikskóla í þeim tilgangi að efla markvisst tónlistarstarf í leikskólum.

 

Tilraunir með TónMál-kennslu í leikskóla fyrir börn með íslensku sem annað mál

Sophia Luise Kistenmacher, meistaranemi, MVS HÍ og Helga Rut Guðmundsdóttir, prófessor, MVS HÍ

TónMál-námsefni í tónlist og málörvun hefur verið prófað á íslenskum leikskólabörnum en ekki hefur verið skoðað sérstaklega hvernig það getur nýst fyrir börn með íslensku sem annað mál. Í þessu verkefni var TónMál-efnið útfært með blönduðum hópum ein- og tvítyngdra barna á leikskóla, með sérstakri áherslu á tvítyngdu börnin. TónMál-kennarinn hitti hópana vikulega í eitt misseri. Tekin voru viðtöl við kennara barnanna og tvær mæður tvítyngdra barna. Niðurstöður úr viðtölum við kennara gefa vísbendingar um hvernig vænlegt er að útfæra TónMál-efnið fyrir hópa með ólíkar þarfir í leikskólum. Viðtölin við mæður tvítyngdu barnanna leiddu í ljós að þær voru afar áhugasamar um tónlistartengda málörvun fyrir börn sín og voru báðar hlynntar því að syngja á sínu móðurmáli heima fyrir. Báðum fannst mikilvægt að kunna íslenska söngva en fannst þær ekki geta sinnt þeim þætti sjálfar. Þær vildu gjarnan fá meiri upplýsingar heim um íslensku söngvana og þýðingar og útskýringar á textum. Hvorug móðirin hafði tekið eftir upplýsingum um TónMál-efnið og lagalistum í tölvupósti til foreldra. Leita þarf leiða til að upplýsa foreldra af erlendum uppruna enn betur um starfið á leikskólum. Niðurstöður benda til þess að TónMál-efnið megi nýta með blönduðum hópum ein- og tvítyngdra barna þar sem auðvelt er að koma til móts við fjölbreyttar þarfir í gegnum tónlistina. Börnin læra hvert af öðru og þegar tónlistin er í forgrunni eru endurtekningar bæði nauðsynlegar og skemmtilegar, ásamt að nýtast öllum hópnum óháð getu.

 

Implementation of a family-music program for groups of Polish immigrant families in Iceland

Adam Switala, PhD student, School of Education, UI and Helga Rut Guðmundsdóttir, professor, School of Education, UI

A Polish language version of Tónagull, a family music method developed in Iceland, was launched in the fall of 2019 with the support of the Embassy of the Republic of Poland in Reykjavik and cultural centres in Reykjavík and Hafnarfjörður. The purpose of the project was to build on a successful program of family music classes and adapt it to the language, culture and traditional music material belonging to the Polish minority in Iceland and to broaden the current state of knowledge in the field of social integration and well-being of migrant families. The Polish minority is the largest immigrant population in Iceland, however, until recently there have been very few consistent programs for Polish families of young children under school age. The study uses mixed methods including questionnaires and interviews, investigating what motivates participants to join the Polish family music program and in what ways the workshops benefit immigrant families. Preliminary results indicate that family music classes support parents in their role as immigrant parents who want their children to succeed in a new home country albeit preserving their original language and culture. Moreover, the participants have observed a link between the classes and the children’s daily use of their native language, as well as ability to memorise Polish traditional songs and rhymes. The participating families continued to use the Tónagull activities in their daily routine during the COVID-period when in-person classes could not be held and perceive them as useful tools for parenting.