Rannsóknir og deigla á sviði frítímans – Fyrri hluti

Háskóli Íslands

Rannsóknir og deigla á sviði frítímans – Fyrri hluti

2. október kl. 13:45 til 15:15 Smelltu til að taka þátt á ZOOM!

Félagstengsl barna og unglinga á Íslandi

Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri, Embætti landlæknis, Rafn M. Jónsson, Embætti landlæknis og Ársæll Arnarsson, prófessor, MVS, HÍ

Tilgangur rannsóknarinnar var að greina aðstæður þeirra barna og unglinga sem hafa ekki nógu góð tengsl við foreldra, skóla eða vini. Til þess voru notuð gögn frá stórri alþjóðlegri rannsókn sem nefnist Heilsa og lífskjör skólanema (Health and Behavior of School-Aged Children – HBSC) og er lögð fyrir á fjögurra ára fresti í rúmlega 40 löndum í Evrópu og Norður-Ameríku. Niðurstöður sýndu að um helmingur barna og unglinga telst hafa góð tengsl á öllum þremur sviðum. Tæpur fimmtungur (18%) sagðist eiga erfið samskipti við foreldra sína, 22% við skóla og 27% við vini. Tengslin voru best á meðal yngri barna, en sífellt fleiri mátu tengsl sín slök við ýmist foreldra, vini eða skóla samhliða vaxandi aldri hópanna. Flest ungmenni, sem á annað borð höfðu einhver slök tengsl, höfðu þau aðeins á einu sviði og þá oftast við vini. Afar sjaldgæft var að börn og unglingar upplifðu slök tengsl á öllum sviðum (3%). Við aðhvarfsgreiningu kom í ljós að samskipti við foreldra höfðu mest áhrif á líðan, en tengsl við skóla mest áhrif á áhættuhegðun. Tengsl við vini höfðu vissulega áhrif á líðan, en mun minni en áhrif foreldra og athygli vekur að tengsl við vini höfðu engin marktæk áhrif á áhættuhegðun. Tengsl við vini höfðu hins vegar mest áhrif þegar kom að einelti, en þau sem áttu sterk vinatengsl voru mun ólíklegri til þess að hafa orðið fyrir eða lagt aðra í einelti. Efnahagsstaða foreldra, samkvæmt mati ungmenna, hafði mikil áhrif á tengsl á öllum sviðum.

„Þetta voru miklir lærdómstímar“ – Félagsmiðstöðvastarf á tímum samkomubanns

Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt, MVS, HÍ

Undanfarin ár hefur umræða um rafræna/stafræna starfsemi félagsmiðstöðva fyrir börn og unglinga aukist. Á Íslandi sem og víðar olli samkomubann vegna COVID-19 því að starfsemi félagsmiðstöðva færðist að öllu eða mestöllu leyti í rafrænan búning nánast fyrirvaralaust. Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í starf félagsmiðstöðva í breyttu umhverfi samkomubannsins og kalla eftir sýn starfsfólks félagsmiðstöðva á starfsemina og eigin störf. Gagna var aflað með þremur rýnihópaviðtölum meðal starfsfólks í félagsmiðstöðvum sem svaraði opnu kalli um þátttöku í rannsókninni. Viðmælendur í rýnihópunum voru 9, ýmist forstöðufólk eða almennt starfsfólk og starfaði í félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Helstu niðurstöður gefa vísbendingar um upplifun starfsfólks á félagsmiðstöðvastarfi í samkomubanni, eigin framlagi og mögulegri þróun félagsmiðstöðvastarfs í stafrænu umhverfi. Jafnframt gefa niðurstöður innsýn í orðræðu og áherslur í starfinu. Gildi rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í kortlagningu á aðferðum og áherslum sem breytt starfsemi kallaði á og mögulegum áhrifum þeirra til framtíðar. Rannsóknin er jafnframt liður í að efla þekkingu á starfsemi félagsmiðstöðva á Íslandi og stuðla að þróun fagstarfs og fræða.

Young refugees and integration in Iceland

Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, adjunct, University of Iceland

This presentation presents the primary findings of an ongoing research which examines the experiences of young refugees who have received international protection in Iceland following an asylum process in recent years. Focus is placed on the meaning that research participants make of time and place in regard to processes of inclusion and exclusion. The research is based on focus groups and in-depth interviews with young refugees. Some of the primary results indicate that young people who arrive in Iceland as asylum seekers experience various forms of exclusion throughout the asylum process as well as after being granted protection. Physical and social seclusion, as well as often lengthy asylum processes with no predictable end in sight, contribute to a feeling of powerlessness and isolation. Meanwhile, a sense of belonging may be found in acts of solidarity from within and outside of the refugee community.