Lesvandi og margþætt eðli læsis

Háskóli Íslands

Lesvandi og margþætt eðli læsis

2. október kl. 13:45 til 15:15 Smelltu til að taka þátt á ZOOM!

Málstofustjóri: Heiða María Sigurðardóttir

Featural and Configural Processing of Faces and Houses in Matched Dyslexic and Typical Readers

Bahareh Jozranjbar, PhD student, SHS, UI. Supervisors: Heiða Marí Sigurðardóttir, associate professor, SHS, UI and Árni Kristjánsson, professor, SHS

While dyslexia is typically described as a phonological deficit, recent evidence suggests that ventral stream regions, important for visual categorization and object recognition, are hypoactive in dyslexic readers who might accordingly show visual recognition deficits. By manipulating featural and configural information of faces and houses, we investigated whether dyslexic readers are disadvantaged at recognizing certain object classes or utilizing particular visual processing mechanisms. Dyslexic readers found it harder to recognize objects (houses), suggesting that visual problems in dyslexia are not completely domain-specific. Mean accuracy for faces was equivalent in the two groups, compatible with domain-specificity in face processing. While face recognition abilities correlated with reading ability, lower house accuracy was nonetheless related to reading difficulties even when accuracy for faces was kept constant, suggesting a specific relationship between visual word recognition and the recognition of non-face objects. Representational similarity analyses (RSA) revealed that featural and configural processes were clearly separable in typical readers, while dyslexic readers appeared to rely on a single process. This occurred for both faces and houses and was not restricted to particular visual categories. We speculate that reading deficits in some dyslexic readers reflect their reliance on a single process for object recognition.

Leið að lærdómssamfélagi

Halldóra Guðlaug, meistaranemi, Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu og Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur

„Snemmtæk íhlutun – mál og læsi“ er þróunarverkefni leikskóla í fimm sveitarfélögum og Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Verkefnisstjórar eru Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur og Halldóra Guðlaug, leikskólaráðgjafi Skólaþjónustunnar. Megintilgangur þróunarverkefnisins er að efla málþroska leikskólabarna með áherslu á læsi. Verkefnið eykur fagvitund starfsfólks, samstarf leikskóla og styrkir lærdómssamfélagið í landshlutanum.

Verkefnið er starfendarannsókn þar sem starfsfólk leikskólanna rýnir eigin starfsaðferðir, ferli, skipulag og bjargir. Sameiginlegar vinnulotur eru skipulagðar og vinna í hverjum leikskóla milli lota. Kennsla eru endurhugsuð, námsefni og bókasafn skipulagt sem og vinnulag við skimanir og íhlutun. Afurð verður í formi handbókar hvers leikskóla, sem byggðar verða á sameiginlegum grunni. Lok verkefnisins eru árið 2021. Nú sýnir sig að starfsfólk er upplýstara og færara um viðeigandi málörvun fyrir leikskólanemendur. Faglegar umræður milli leikskóla og við skólaþjónustu hafa aukist, skilað sér í auknum gæðum í leikskólastarfi og eflt lærdómssamfélagið. Aukinn áhugi er á leikskólakennarafræðum en lengi má gott bæta. Þróunarverkefnið er kjörið til að efla samstarf sem er til staðar og sýnir mikilvægi þess að byggja upp samvinnu við sérfræðinga og aðra stoðþjónustu, s.s. heilsugæslustöðvar og auðvitað foreldra. Nauðsynlegt er að útbúa móttökuáætlun fyrir börn með íslensku sem annað tungumál og efla íslenskukennslu, viðeigandi málörvun og stuðning fyrir þennan hóp barna. Gera þarf áætlun um innleiðingu handbókar og mat á árangri, þ.e. hvort verkefnið leiði til aukins málþroska og læsis. Samtal við grunnskóla þarf að vera skilvirkt fyrir samfellu í læsi og lestrarnámi. Þar skiptir sameiginleg læsisstefna máli.