Kynjahalli í akademíu: Gerum eitthvað – en hvað?

Háskóli Íslands

Kynjahalli í akademíu: Gerum eitthvað – en hvað?

1. október kl. 15:30 til 17:00 – Smelltu til að taka þátt á ZOOM!

MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna

Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir

„Alltaf á verði“: Femínískur aktívismi í akademíu

Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor, FVS, HÍ og Thamar M. Heijstra, dósent, FVS, HÍ

Í byrjun áttunda áratugarins hófst femínískt fræðastarf við Háskóla Íslands, drifið áfram af fámennum hópi frumkvöðla innan félags- og hugvísinda. Síðan þá hefur áherslunni vaxið fiskur um hrygg og innan ýmissa greina beitir fræðafólk femínískum áherslum samfara baráttu sinni á vettvangi samfélagsins. Rannsóknin byggir á eigindlegum viðtölum við tólf femíníska aktívista í akademíu sem eru á seinni helmingi síðari hálfleiks síns starfsferils. Í rannsókninni er spurt: Hverjar voru aðstæður þegar þær komu til starfa? Hvaða aðferðum hafa þær beitt til að hafa áhrif bæði innan og utan akademíu og með hvaða hætti meta þær árangur sinn? Reynsla þátttakenda er sú að þær hafi á margan hátt verið útilokaðar um leið og þær voru innlimaðar í akademíu og upplifun þeirra er á margvíslegan hátt lituð af þessari stöðu. Þær spila varnarmiðaðan sóknarleik og upplifa að við kennslu og í samskiptum við nemendur megi sá mikilvægum fræjum sem eru forsendur samfélagsbreytinga í jafnréttisátt.

Aðgerðir stjórnvalda og kynjaskekkjur í háskólasamfélaginu

Finnborg Salome Steinþórsdóttir, nýdoktor, FVS, HÍ

Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að vinna að jafnrétti kynjanna, m.a. með kynjaðri fjárlagagerð sem lögfest var með lögum um opinber fjármál nr. 123/2015. Markmið rannsóknarinnar er að rýna í aðgerðir og ákvarðanir stjórnvalda um opinber fjármál og leggja mat á hvort þær stuðli að jafnrétti með sérstakri áherslu á kynjamisrétti í háskóla- og vísindasamfélaginu. Rannsóknin byggir á innihaldsgreiningu á opinberum gögnum tengdum málefnasviðum háskóla og vísinda, s.s. fjármálaáætlun og fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Jafnframt á tölfræðilegum gögnum sem varpa ljósi á kynjuð valdatengsl í háskólasamfélaginu. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða áhrif hafa aðgerðir stjórnvalda á stöðu kynjanna í háskólasamfélaginu nú á dögum? Hvaða afleiðingar hafa ákvarðanir sem teknar eru varðandi framgang kvenna innan vísindasamfélagsins í framtíðinni? Niðurstöðurnar benda til þess að vankantar séu á innleiðingu stjórnvalda á kynjaðri fjárlagagerð og að ákvarðanir um opinber fjármál á málefnasviðunum séu líklegar til að viðhaldi kynjaskekkjum og misrétti innan háskólasamfélagsins. Rannsóknin er hluti af verkefninu GENDERSENSE og verkefninu ACT sem stutt er af H2020-áætlun Evrópusambandsins.

Professional communities on academic issues: opportunities and threats

Laufey Axelsdóttir, post-doctoral researcher, SSS, UI, Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir, professor, SSS, UI and Finnborg S Steinþórsdóttir, post-doctoral researcher, SSS, UI

The presentation critically reflects on the opportunities and obstacles of Community of Practice (CoP) in developing and implementing gender budgeting to challenge gender biases in decision-making of research organisations. We explore the potential for a CoP to create knowledge about a relatively new subject in which CoP-members’ experience and knowledge about the topic is at a different place. Employing a case study approach, we draw on the experiences of the CoP on gender budgeting (GenBUDGET) and its activities, referred to as ‘Targeted Implementation Projects’ (TIPs) to enhance knowledge and develop shared practices on gender budgeting in research organisations. In their TIPs the CoP members assess the gender impact of certain financial managerial mechanisms within their research organisation and formulate measures to enhance gender equality. These activities aim to lay the foundations for the CoP to take action as a community, develop shared knowledge on how to implement gender budgeting and deal with resistance. The research is a part of the H2020 project ACT.

Starfsumhverfi og kynjasjónarmið opinberra háskóla á tímum nýfrjálshyggju

Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir, prófessor, FVS, HÍ og Finnborg S. Steinþórsdóttir, nýdoktor, FVS, HÍ

Vaxandi alþjóðasamkeppni, markaðsvæðing og hugmyndir um nýskipan í ríkisrekstri (e. new public management) hafa haft mikil áhrif á starfsemi háskóla síðustu áratugi og þar með starfsumhverfi akademískra starfsmanna. Þetta birtist í áherslu á hvatakerfi, matskerfi og ýmiss konar reiknilíkön sem ætlað er að mæla afköst, framleiðni og árangur sem stuðst er við í fjárveitingum hins opinbera. Háskóli Íslands hefur ekki farið varhluta af þessari þróun og stefnir skólinn að því að vera „í fremstu röð“ á alþjóðavísu. Við Háskóla Íslands er notað vinnumatskerfi sem metur framlag akademískra starfsmanna í rannsóknum, kennslu og stjórnun til stiga, og vega rannsóknir þyngst. Stigin hafa áhrif á dreifingu fjármagns innan skólans, styrki til akademískra starfsmanna og framhaldsnema, laun og framgang (framgangskerfi), og síðast en ekki síst hafa þau áhrif á fjárframlög til deilda. Í erindinu verða vinnumatskerfið og framgangskerfið skoðað í sögulegu samhengi og ljósi varpað á kynjaðar afleiðingar þeirra. Rannsóknin er hluti af verkefninu GENDERSENSE og H2020-verkefninu ACT sem stutt er af Evrópusambandinu.