Kennsla í framhaldsskólum 

Kl. 13:40-15:10

Örn Ólafsson

Skíða- og snjóbrettasérhæfing við Menntaskólann á Tröllaskaga. Námskrá nýrrar sérhæfingar á kjörnámsbraut í framhaldsskólum

Inga Rakel Ísaksdóttir, meistaranemi, MVS HÍ; Þórdís Lilja Gísladóttir, dósent, MVS HÍ og Örn Ólafsson, lektor, MVS HÍ 

Markmið verkefnisins var að búa til námskrá í nýrri sérhæfingu á kjörnámsbraut í framhaldsskóla á sviði skíða- og snjóbrettasérhæfingar. Verkefnið var unnið í samstarfi við Menntaskólann á Tröllaskaga (MTr) og Skíðasamband Íslands (SKÍ) og fólst í að setja saman og koma á fót skíða- og snjóbrettasérhæfingu við fyrrnefndan skóla. Með tilkomu sérhæfingarinnar í framhaldsskóla hérlendis er vonast eftir að hægt verði að draga að einhverju leyti úr því brottfalli sem verður úr íþróttagreinunum í kringum framhaldsskólaaldurinn. Þekkt er að auknar skuldbindingar í íþróttunum á þessum árum samfara auknum kröfum í námi í hefur áhrif á brottfallið. Við gerð verkefnisins var rýnt í núgildandi aðalnámskrá framhaldsskóla og fjölmargt efni sem tengist samþættingu íþrótta og náms, til að mynda framboð á afreksíþróttasviðum í framhaldsskólum hér á landi og erlendis. Þá var einnig gerð þarfagreining á skíða- og snjóbrettaíþróttunum, út frá því voru búnar til áfangalýsingar fyrir nýja áfanga og loks útbúið kynningarefni fyrir brautina. Áfangalýsingarnar eru nú aðgengilegar í námskrárgrunni Menntamálastofnunnar og kynningarefnið hefur verið birt m.a. á vefmiðlum MTr og SKÍ. 

 

Student motivation, gender differences and academic achievement in chemistry

Benjamin Aidoo, PhD student, School of Education, UI  

Engaging students to develop interest in learning chemistry has become a challenge for some teachers at k-12 educational level. Teachers have resorted to different approaches to help students develop interest which leads to a high degree of self efficacy for learning chemistry. The purpose of the research was to engage students through a flipped classroom to boost their interest in learning chemistry. The aim was to investigate the relationship between students’ background knowledge in chemistry, interest, self-efficacy, and gender differences in academic achievement. The study investigated the effects of motivation and interest on students’ academic achievement in chemistry. Fifty students from two secondary schools in Southern Iceland were invited to complete the questionnaire. Means, standard deviations and independent tests were used to determine the differences in achievement levels among the students. Results indicated that males and females exhibit different levels of motivation in chemistry learning, with significant variations in academic achievement. Additionally, a multiple regression analysis showed that interest, prior knowledge and self-efficacy in chemistry positively predicted academic achievement. Recommendations from the study indicate that chemistry teachers can use different instructional approaches that enhance students’ self-efficacy and arouse their interest, to achieve success, regardless of whether they have prior knowledge in chemistry.  

 

Vekjum undrun! Hvernig styður gerjun við skapandi lausnaleit? Tilraun með framhaldsskólanemendum

Þóra Óskarsdóttir, forstöðukona Fab Lab Reykjavík 

Vinsældir skapandi verkefna hafa aukist í skólastarfi undanfarna áratugi. Skapandi verkefni hafa ekkert eitt rétt svar og eru lausnir mjög fjölbreyttar. Gerjun (e. incubation) á við um það þegar hlé á verkefni leiðir til betri úrlausna en samfelld meðvituð vinna. Hugljómun á sér oft stað þegar skapandi verkefni hefur fengið að gerjast yfir tíma. Þá leysist vandamál sjálfkrafa í huganum og lausnin birtist fólki skyndilega. Hlé á verkefni tryggir þó ekki að gerjun eigi sér stað, og þá síður hugljómun. Ef hugurinn reikar stöðugt að ókláruðum verkefnum getur það jafnvel valdið truflandi hugarangri sem ýtir undir vanlíðan. Tilraunir í hugrænni sálfræði hafa ítrekað sýnt fram á að gerjun stuðli að úrlausn skapandi verkefna. Ólíkt skapandi verkefnum í skólastarfi eru skapandi verkefni í tilraunum mjög afmörkuð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skilja hvernig hlé á verkefnum styður við gerjun án þess að valda fólki hugarangri. Markmiðið var að athuga mikilvægi þess að afmarka verkefni fyrir hlé svo að gerjun ætti sér stað. Rannsóknaraðferð var tilraun með millihópasniði og tveimur frumbreytum. Fyrri frumbreytan var afmörkun verkefnis (mikil eða miðlungs). Seinni frumbreytan var hvort hlé væri gert á verkefni til að stuðla að gerjun. Niðurstöðurnar sýna fram á að skýrt og afmarkað verkefni er mikilvægur undanfari gerjunar. Ef hlé er gert á óskýrum verkefnum er ólíklegt að gerjun muni eiga sér stað og hugarangur verður líklegra. Þetta hefur þýðingu við skipulagningu skapandi verkefna í skólastarfi. Skapandi verkefni ættu að vera afmörkuð fljótlega eftir fyrirlögn, en úrlausn verkefnisins mætti vinna með hléum yfir tíma.