Hönnun, sjálfsmynd og virkt nám

Háskóli Íslands

Hönnun, sjálfsmynd og virkt nám

1. október kl. 13:45 til 15:15 – Smelltu til að taka þátt á ZOOM!

Málstofustjóri: Ingimar Ólafsson

A reflection on architectural education from a Baltic Nordic perspective

Massimo Santanicchia, assistant professor, IUA

In this talk I will present findings from forty qualitative interviews conducted with educators and students of architecture from sixteen schools of the Nordic Baltic Academy of Architecture (NBAA). The interviews were analysed using the abbreviated Constructed Grounded Theory (CGT) method. The findings reveal that educators and students feel a meaningful architectural education can help them make ethical design choices. To do so, respondents indicate that schools should help students find their inner compass, develop their professional skills and ethical attitudes, learn to think independently and make a difference in their society and beyond. Four narratives emerge which describe the multiple roles of an architect in our society: the dissident intellectual, the ethical professional, the storyteller, and the carer for the common good. On the basis of these findings and with the support of the work of Henri Giroux “Critical Theory and Rationality in Citizenship Education” and Martha Nussbaum “Patriotism and Cosmopolitanism”, a framework referred to as “Cosmopolitan Citizenship Architecture Education” is developed.

Margbreytileikinn í okkur: Sjálfsmynd sem hús í þrívíðu formi

Halla Birgisdóttir, myndlistarmaður og kennari, Harpa Björnsdóttir, meistaranemi, LHÍ og Ingimar Ólafsson Waage, lektor, LHÍ

Listir geta verið góður hvati til að uppgötva sjálfa sig. Hugmyndir um sjálfsmyndina leita stöðugt á ungt fólk og geta verið uppspretta skapandi vinnu. Slík vinna kallar á áleitnar spurningar og sjálfsskoðun. Atriði eins og kynhneigð, menntun, fötlun, samfélagsstaða, litarháttur, fjölskyldugerð og forréttindi eru gjarnan skoðuð. Rannsóknin felst í að þróa námskeið fyrir framhaldsskólanemendur og kanna þörf þeirra fyrir vinnu með sjálfsmynd og sjálfsskoðun. Rannsóknin er eigindleg og byggir á aðferðum listrannsókna. Styrkur listrannsókna felst m.a. í að geta stuðlað að umræðu, sem er stór þáttur í að þroska skilning. Listir eru nátengdar tilfinningalegu innsæi og út frá listrænni sköpun geta kviknað mjög innihaldsríkar samræður. Með því að tengja nemendur saman á tilfinningalegum og eðlislægum grunni geta listrænar framsetningar þannig greitt leið fyrir samkennd og hluttekningu sem eru nauðsynlegir þættir til þess að uppræta eða ögra skaðvænlegum staðalímyndum og byggja brýr yfir gjár mismununar. Haldin voru tvö námskeið í júlímánuði þar sem alls 10 einstaklingar tóku þátt. Gögnum var aflað jafnóðum í gegnum samræður við nemendur um ferlið og sköpun verksins. Tekin voru hópviðtöl við nemendur. Úrvinnsla gagnanna byggir síðan á aðferðum þemagreiningar. Þemun verða notuð til þess að byggja upp kafla í fræðilegri greinargerð þar sem texti með myndum af verkum nemenda verður í aðalhlutverki. Afrakstur verkefnisins felst í fullgerðri kennsluáætlun fyrir námskeið á framhaldsskólastigi.