Háskólar: Námsmat

Kl. 10:10-11:40

Rannsóknarstofa um háskóla

Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi? Notkun Turnitin í kennslu og námi

Harpa Dögg Kristinsdóttir, meistaranemi, FVS HÍ; Guðný Sigurðardóttir, meistaranemi, FVS HÍ; Tinna Karen Sveinbjarnardóttir, meistaranemi, FVS HÍ og Sigurbjörg Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri, MVS HÍ

Háskólar og framhaldsskólar hafa brugðist við COVID-19 með því að færa kennslu yfir í fjarkennslu. Þegar nám og námsmat fer fram í gegnum stafræna miðla vakna spurningar um hvernig við getum tryggt heilindi nemenda í námi. Kennarar í íslenskum skólum hafa aðgang að ritskimunar-, endurgjafar- og jafningjamatsforritinu Turnitin Feedback Studio. Það býður upp á gagnvirka leið til náms og nýja nálgun í stafrænni endurgjöf. Regluleg notkun forritsins eykur tengsl á milli kennara og nemenda, og dregur úr líkum á óheiðarleika. Það er því mikilvægt að skilja hvernig við getum notað forritið til að styðja við akademísk heilindi og sérstaklega í fjarnámi. Send var netkönnun til allra kennara í háskólum og framhaldsskólum sumarið 2021 með spurningum um notkun Turnitin og kennsluhætti í fjarnámi. Tekin voru viðtöl við tvo rýnihópa kennara sem nota forritið mikið í sinni kennslu. Kennarar, sem nota Turnitin Feedback Studio með nemendum sínum, segja að forritið styðji við akademísk skrif nemenda, bæti gæði endurgjafar verulega og stytti tímann sem fer í yfirferð verkefna. Endurgjöfin verði betri, vinnutími sparist og sjálfstraust nemenda í námi aukist. Það leiðir til þess að nemendur verða öruggari með sig í náminu, gæði verkefna aukast ásamt að vinnubrögð þeirra verða vandaðri og sjálfstæðari. Innleiða þarf aukna gagnvirka notkun á forritinu Turnitin Feedback Studio í fjarnámi svo að nemendur verði sjálfsöruggari í námi, verkefnavinnu og skrifum. Gæði endurgjafar verða meiri sem leiðir til betri tengslamyndunar milli kennara og nemenda og styður við akademísk heilindi í námi.

 

Reynsla af innleiðingu staðið/fallið námsmatskerfis í Listaháskóla Íslands

Ingimar Ólafsson Waage, lektor, LHÍ og Sigríður Geirsdóttir, LHÍ

Frá 2015 hefur LHÍ unnið að þróun nýs námsmatskerfis þar sem horfið var frá tölulegum einkunnum og tekið upp námsmat sem byggir á leiðsagnarmati og staðið/fallið lokamati. Breytingar á námsmatinu eiga rætur sínar að rekja til ígrundunar kennara um eðli listkennslu, markmið menntunar, nemendamiðun og valdeflingu nemenda. Tekin voru rýnihópaviðtöl við sjö kennara og fjóra nemendur. Markmið með viðtölunum er að nálgast reynslu og viðhorf kennara og nemenda af staðið/fallið námsmati, finna hvar styrkleikarnir liggja að þeirra mati og hvar er þörf á umbótum. Spurt var um afstöðu til breytinganna, framkvæmd námsmatsins, áhrif á dagleg störf kennara og nemenda. Gögnin voru greind með aðferðum þemagreiningar. Einnig var byggt á eldri rýnihópaviðtölum, námslokakönnunum og hollnemakönnunum. Það er ljóst að S/F nýtur almenns stuðnings, bæði meðal kennara og nemenda. Breytingin er jákvæð að þeirra mati og hefur dýpkað umræðu um nám við skólann. Þrátt fyrir afgerandi stuðning meðal kennara og nemenda við námsmatskerfið og vísbendingar um að gæði náms hafi aukist komu fram áskoranir sem stofnunin, kennarar og nemendur þurfa að takast á við í tengslum við innleiðinguna. Með rannsókninni var gefið svigrúm til samtals milli kennara og nemenda um kosti og galla námsmatskerfisins S/F. Slíkt samtal dýpkar skilning á tilgangi námsmats sem þarf að vera í stöðugri og lifandi endurskoðun.

Self and peer assessment in a groupwork context: what factors impact success?

John Baird, educational developer, UR and Rannveig S. Sigurvinsdóttir, assistant professor, UR

Group work has become an ever more important component of many higher education teaching and learning environments over the last number of decades. Research has identified several benefits of students working in groups, including greater engagement with course content, peer-to-peer knowledge construction (both drivers of meaningful learning and the development of important transferable skills such as teamwork and communication skills). Effective group work cannot be taken as a given, however, with “free-riding”- equal reward to group members for unequal effort – a commonly cited challenge which can adversely impact student motivation and engagement. Self and peer assessment are strategies put forward as a means of addressing the “free-riding” challenge while at the same time promoting critical reflection skills and learner autonomy In this presentation, we describe the design and implementation of an assessed group work component in three 12-week courses: two undergraduate (law and psychology) and one postgraduate (human resource management) where self- and/or peer-assessment were used as part of the assessment strategy of the groupwork component. Data was gathered on how the use of self- and peer assessment impacted the student groupwork experience. We report and discuss a factor analysis of the student data which identified five factors associated with the success of self- and peer-assessment in a group work context: perceived learning value of self and/or peer-assessment, previous experience of self and/or peer-assessment, motivation, satisfaction with the practical aspects of the self and/or peer-assessment process, and perceptions of fairness.

CUTE, skiptir máli að gera stafræn hæfniviðmið sýnileg?

Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi, HA, Valgerður Ósk Einarsdóttir, kennsluráðgjafi, HA og Bryndís Ásta Böðvarsdóttir, prófstjóri, HA

Erindið fjallar um hvernig Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) hefur unnið að því að setja inn hæfniviðmið úr DigCompEdu (evrópska viðmiðunarrammanum) í allar vinnustofur og námskeið á sínum vegum. KHA tekur þátt í samevrópska verkefninu CUTE sem meðal annars leggur áherslu á að auka stafræna hæfni innan háskólastofnana (https://cute.ku.dk/). Einn af þáttum verkefnisins er að gera stafræn viðmið sýnileg starfsfólki og nemendum og hefur Kennslumiðstöð HA breytt vinnuferlum í þeim tilgangi að uppfylla þennan hluta verkefnisins. DigCompEdu samanstendur af sex þáttum sem allir leggja áherslu á að styðja við þróun stafrænnar hæfni kennara/starfsfólks á öllum skólastigum. Í erindinu verður farið yfir hvernig viðmiðunarramminn er notaður markvisst hjá KHA, notkunarmöguleikum hans og framtíðarsýn. Hlekkur á DigCompEdu: https://ec.europa.eu/jrc/en/digcompedu