Háskólar: Að nýta rafræna miðla til að efla gæði náms

Háskóli Íslands

Háskólar: Að nýta rafræna miðla til að efla gæði náms

1. október kl. 13:45 til 15:15 – Smelltu til að taka þátt á ZOOM!

Rannsóknarstofa um háskóla

Guðrún Geirsdóttir

Meiri ánægja og betri námsárangur

Ásta Bryndís Schram, lektor, HVS, HÍ og Sigurbjörg Jóhannesdóttir, dósent og verkefnastjóri háskólakennslu við Kennslumiðstöð, FVS, HÍ

Námskeið í opinberri stjórnsýslu á Félagsvísindasviði HÍ var kennt í staðnámi haustið 2018 og þeir nemendur sem ekki höfðu tök á að mæta í Háskóla Íslands gátu nálgast upptökur af fyrirlestrum á Uglu. Haustið 2019 voru gerðar breytingar á kennsluháttum og námskeiðið eingöngu í boði í fjarnámi þar sem ekki var gert ráð fyrir neinni mætingu í skólann. Markmið þessa erindis er að lýsa þeim rafrænu kennsluháttum sem notaðir voru í námskeiðinu haustið 2019, þeim stuðningi sem fékkst frá Kennslumiðstöð HÍ og hvaða máli hann skipti fyrir kennara. Sagt verður frá niðurstöðum samanburðargreiningar á námskeiðinu sem staðnámi með fjarnámsmöguleika og sama námskeiði í gegnum Internetið. Námsárangur nemenda, brottfall, áhorf á upptökur og niðurstöður miðmisseris- og kennslukannana var skoðaður. Notuð var blönduð aðferð sem byggði á viðtölum við kennara, rýnihópaviðtölum við nemendur ásamt netkönnun nemenda. Gerð var tölfræðigreining á áhorfi á upptökur, hlutfalli nemenda sem luku námskeiðunum og námsárangri, ásamt niðurstöðum miðmisseris- og kennslukannana árin 2018 og 2019. Niðurstöður sýna m.a. að það dró úr brottfalli nemenda eftir að námskeiðinu er breytt í fjarnám, námsárangur nemenda og ánægja þeirra með námskeið var miklu meiri. Aðalástæða þess hversu vel tókst til er brennandi áhugi kennara á að nýta sem best þau rafrænu verkfæri sem eru í boði, sá stuðningur sem kennarinn fékk frá Háskólanum og gott samstarf við kvikmyndagerðarmann sem annaðist allar tökur á myndefni námskeiðs.

 

Uppsetning á rafrænu mati á vettvangi við Heilbrigðisvísindasvið HA

Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi, Kennslumiðstöð HA og Helgi Freyr Hafþórsson, verkefnastjóri, Kennslumiðstöð HA

Mat nemenda á vettvangi getur reynst snúið. Hvert eiga matsblöðin að fara, hverjir hafa aðgang, hver á fylla þau út, hvað á að geyma, má nota gögnin til rannsókna og svo framvegis. Að ferðast með pappír milli vakta, bygginga eða staða getur reynst flókið í stafrænum heimi. Mikilvægur þáttur í klínísku námi í hjúkrunarfræði og vettvangsnámi í iðjuþjálfunarfræði er mat fagaðila á vettvangi. Undanfarin þrjú ár hafa miklar breytingar átt sér stað við framkvæmd matsins við Háskólann á Akureyri. Í hjúkrunarfræði hefur matið verið fært úr prentuðu formi yfir í rafrænt með notkun á forritinu PebblePad. Mikil undirbúningsvinna hefur farið í hönnun og prófanir, því tilfærsla úr prentuðu formi yfir í rafrænt getur reynst snúin. Nú hefur forritið verið notað á vettvangi í tvö ár og töluverð reynsla komin hjá notendum í hjúkrunarfræði. Skólaárið 2020–2021 bætist iðjuþjálfunarfræðin við og markmiðið um að allt mat á vettvangi við Heilbrigðisvísindasvið HA verði rafrænt færist nær raunveruleikanum. Í erindinu verður fjallað um uppsetningu, samstarf og aðkomu Kennslumiðstöðvar HA við innleiðingu á rafrænu mati á vettvangi við Heilbrigðisvísindasvið HA.

 

Reynsla af notkun Inspera fyrir námsmat í verkfræðinámskeiði

Kristinn Andersen, prófessor, VoN, HÍ

Rafræna prófakerfið Inspera var notað við námsmat í grunnnámskeiðinu Rafeindatækni 1 í Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands á vormisseri 2020. Í þessu námskeiði felst námsmat einkum í greiningu og hönnun rafeindarása þar sem nemendur þurfa að leiða út lausnir með stærðfræðilegum aðferðum og koma hugmyndum sínum og skilningi á framfæri með rissi og teikningum. Handskrift úrlausna á blað, með hefðbundnum hætti, hentar vel fyrir þessa gerð prófa. Í því verkefni sem hér er kynnt voru prófaðar aðrar aðferðir til að nýta þá kosti sem rafræn prófakerfi bjóða. Inspera var notað í reglulegum prófum námskeiðsins yfir misserið og notkun þess frá sjónarhóli kennara og nemenda er borin saman við hefðbundna próftöku með handskrifuðum úrlausnum. Í námskeiðinu voru vikulega sett fyrir stutt tímapróf í kennslustundum, þar sem hluti nemendanna tók próf með Inspera en aðrir tóku sama próf með hefðbundnum hætti. Borið er saman verklag nemenda við próftöku með þessum tveimur aðferðum, viðhorf nemenda og reynsla kennara af undirbúningi og yfirferð prófanna. Enn fremur var leitað leiða til að gera mat prófúrlausna sem sjálfvirkast í Inspera, m.a. með því að setja fram prófdæmi með öðrum hætti og með því að breyta gerð spurninga að nokkru leyti frá því sem venja hefur verið í prófum námskeiðsins.

Um var að ræða kennsluþróunarverkefni sem skipulagt hafði verið fyrir misserið og hófst strax í kennslustundum í upphafi þess, en eftir að hefðbundin kennsla féll niður vegna kórónuveirufaraldurs hélt verkefnið áfram í fjarkennslu. Verður jafnframt fjallað um reynslu af því.

 

Námsefni á netinu í strjálli stærðfræði fyrir nemendar á fyrsta ári háskóla

Steinunn Gróa Sigurðardóttir, háskólakennari, HR, John David Baird, kennsluráðgjafi, HR, Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar, HA, Ólafur Jónsson, verkefnastjóri tölvumiðstöðvar HA, Hinrik Snær Hjörleifsson, sumarstarfsmaður, HR og Jón Gunnar Hannesson, HA, sumarstarfsmaður, HR

Discrete Mathematics II is a mandatory course delivered collaboratively by Reykjavík University (HR) and the University of Akureyri (HA) in the spring semester of the first year of a BSc in Computer Science. This year a series of ´learning packages´ were designed, hosted on the Canvas virtual learning environment (VLE), which allowed students to develop their conceptual understanding of the mathematical principles behind particular problem types, to apply this understanding at a time and pace that best suited themselves and to receive immediate feedback on their performance.

The aims of this project are to investigate a) the relationship between the design of learning packages and student engagement with and use of them and 2) the relationship between learning package use, dæmatímar/problem-solving session attendance and engagement, and student performance. A mixed-methods approach was used, comprising quantitative Canvas VLE student interaction data, quantitative and qualitative post-course student survey data, and quantitative student performance data. Data analysis is at a very early stage. Initial headline data suggests that the resource is motivating, engaging and valued by students as part of their learning. For Discrete Mathematics II, 53% of responses to the course evaluation survey item ´What are the main advantages of the teaching/course´, specifically referenced the learning packages. Each learning package allowed students to rate its usefulness using a 5-point Likert scale. Results from a sample of nine learning packages (learning package 1 from weeks 1-9) show an average ´very useful´ or ´useful´ rating of 90%.