Háskólakennsla

Háskóli Íslands

Háskólakennsla

2. október kl. 15:30 til 17:00 – Smelltu til að taka þátt á ZOOM!

Lilja M. Jónsdóttir 

Hver er reynslan? Heilsárs vettvangsnám – starfsnámsár í grunnskólakennaranámi

Lilja M. Jónsdóttir, lektor, MVS, HÍ, Guðbjörg Pálsdóttir, dósent, MVS, HÍ og Edda Kristín Hauksdóttir, grunnskólakennari

Skólaárið 2019–2020 var í fyrsta sinn í boði að taka launað starfsnám á lokaári í grunnskólakennaranámi við Menntavísindasvið HÍ. Starf á vettvangi var hluti af námskeiði, Nám og kennsla – fagmennska í starfi (35 einingar). Megináhersla þess er að tengja saman fræði og starf á vettvangi. Inntak og skipulag byggir á grunni námskeiðsins Nám og kennsla – Fagmennska í starfi (25 einingar) sem hafði falið í sér misserislangt vettvangsnám. Fjallað verður um aðdragandann, markmið, skipulag og helstu grunnhugmyndir sem byggt er á í þróun námskeiðsins. Jafnframt verður greint frá niðurstöðum rannsóknar sem fór fram síðastliðið skólaár. Markmiðið með rannsókninni var að skoða með hvaða hætti inntak námskeiðsins og skipulag nýtist kennaranemunum og styður þá í kennarastarfinu. Rannsóknin er eigindleg og var gagna aflað með viðtölum við kennaranema, niðurstöðum sameiginlegra vinnufunda kennaranema, æfingakennara, leiðsagnarkennara og háskólakennara, auk kennsluáætlana og fundargerða af teymisfundum kennara námskeiðsins. Gögnin voru þemagreind. Niðurstöður benda til almennrar ánægju með námskeiðið. Nemarnir telja að viðfangsefni þess styðji sig í starfi og umræðutímar í smærri hópum um námsþætti og eigin kennslu þykja afar mikilvægir. Þá segja þeir að regluleg ígrundun um kennsluna efli þá í starfsþróun og mótun eigin starfskenningar. Fram kemur að skipulag og námsþættir námskeiðsins styðja við uppbyggingu lærdómssamfélags, bæði í kennaramenntuninni sjálfri og úti á vettvangi. Í ljós hefur komið að skipulag námskeiðsins er flókið ferli sem krefst samhæfingar margra ólíkra aðila og hafa margs konar hindranir orðið á vegi okkar þetta fyrsta ár sem finna þarf lausnir á og læra má af.

„Það lyfti mér frá botni“: Reynsla erlendra nemenda af aðstoð Ritvers Háskóla Íslands

Berglind Hrönn Einarsdóttir, verkefnisstjóri, MVS og Randi W. Stebbins, forstöðukona Ritvers HÍ

Sífellt fleiri nemendur af erlendum uppruna hefja nám við Háskóla Íslands, hvort sem það eru skiptinemar frá öðrum löndum eða nemendur af erlendum uppruna sem búsettir eru á Íslandi. Á vormánuðum 2019 fékk Ritver Háskóla Íslands, þá Ritver Menntavísindasviðs, styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála. Markmiðið er að veita nemendum af erlendum uppruna markvissan stuðning við gerð skriflegra verkefna í námskeiðum og við gerð lokaverkefna og þar með jafna möguleika þessa hóps á að stunda háskólanám á íslensku við Háskóla Íslands. Nemendur af erlendum uppruna geta staðið fyrir ýmsum áskorunum í háskólanámi. Þeir hafa ólíka reynslu að baki og þurfa því að aðlagast nýjum hefðum og stílum, þar á meðal fræðilegum ritmálsstíl. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þessir nemendur glíma gjarnan við vandamál á borð við tungumálaerfiðleika, samskiptavandamál og skort á upplýsingum. Til þess að koma til móts við nemendur hafa ráðgjafar Ritvers Háskóla Íslands verið þessum hópi til aðstoðar og boðið upp á viðtalstíma og sérstaka hópfundi með það að markmiði að veita þeim stuðning og aðstoða þá við erfiðleika eins og fræðileg skrif á íslensku. Helstu erfiðleikar sem Ritverið hefur staðið frammi fyrir í tengslum við aðstoð við erlenda nemendur er að fá nemendur á staðinn. Þeir sem hins vegar sækja viðtalstíma og hópfundi eru þakklátir og ánægðir með aðstoðina.

Scripting the unpredictable complexity classroom management: A theoretical model contrasting expert and novice teachers’ knowledge and awareness of classroom events

Charlotte Eliza Wolff, lector, SE, UI

Practically speaking, the main goal of classroom management is to optimize classroom learning. Yet dealing with classroom complexities and the diversity of students and events presents a major challenge for creating positive learning spaces and achieving learning goals. Teachers’ knowledge for processing such complexity depends heavily on their level of experience, leading to substantial differences in how teachers perceive and interpret what happens in the classroom. Experience impacts how teachers visually monitor classrooms, how they maintain an ongoing awareness of situations, and decisions about when and how to interact with students. This research provides a theoretical model exposing the internal cognitive processing involved in managing classrooms as an effort to make knowledge differences more practically relevant, particularly in terms of helping teacher educators and teachers themselves analyze and make sense of puzzling situations. Classroom management scripts are theorized in order to clarify differences in teachers’ awareness; that is, recognition and representation of students and events, by considering visual perception, mental interpretation, and varying modes of cognition. Emphasis is placed on exposing inherent patterns in teachers´ thinking by contrasting expert and novice teachers’ knowledge structures and interactive decision-making. The modeling of scripts may be useful for developing training approaches to improve teachers’ awareness of factors easily overlooked when contemplating how to manage classroom complexities. Notably, our theory underlines the centrality of facilitating and sustaining learning when grappling with the day-to-day challenges of interpreting classroom situations.

Predictors of Teachers’ readiness for Technological Innovation in Education

Benjamin Aidoo, PhD student, SE, UI

The benefit of technological tools in teaching and learning has been highlighted in the research on how teachers use information technology to teach to support, enhance, and optimise information delivery to students, how technological tools can lead to improved student learning and better pedagogical practice. However, transitioning to online teaching using technological tools poses challenges to instructors, especially first timers. The University of Iceland supports activating students to take responsibility for their learning. The purpose of this research is to describe technological pedagogical knowledge (TPK) and its effect on online teaching and other challenges teachers experienced in the online teaching and learning environment during the COVID-19 academic year of 2019/2020.  A short online survey was sent to 40 teachers during the school disruption period in Iceland. 34 teachers, representing 85%, responded to all the questions in the survey. The survey was used to collect data about the teachers’ background, the transformation of their pedagogical practice and other challenges encountered. The findings suggest that teachers’ own technological pedagogical knowledge has the main impact on technology-driven teaching and learning. The results show that such knowledge could help improve their professional development and facilitate the adoption of different teaching approaches for online teaching.