Veggspjöld

Preschool children’s assessment of participating in a case study

Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor, HA

The poster presents research concerning preschool children’s assessment of participating in a study where a temporary makerspace was set up in their preschool. After each workshop, the children filled out an evaluation form, first alone using emojis and then with their teacher, who wrote down comments. The poster shows the results of analyses of the data from the focus group and the evaluation forms from the children. The researcher’s field notes were used to give a fuller account of the data. Ten weeks after the workshops, the children participated in a focus group interview where they discussed their experiences. The focus group interview with the children support materials, such as photos to revisit the children’s time in the makerspace, was used. The main findings indicate that children are both able and have something to say about their experiences during the workshops and research. The children considered activities they had the most control over as most important and fun. The focus group interview showed that the children were both interested and had a lot of opinions about the project. They discussed, reflected, and made critical comments about their experiences. What stands out as learning is that children are able participants in research, but at the same time, the researchers must be careful in their roles and not overstep the children’s boundaries. How the children used and understood the emoji triggered a lot of questions. Children´s comments and explanations made the researchers aware that the children used the emoji in a complicated way.

„Næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en að missa föður sinn“: Staða barna sem hafa misst mæður sínar af völdum ofbeldis í nánu sambandi

Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent, FVS HÍ

Markmiðið með þessari rannsókn var að rannsaka tiltekinn hluta kvenmorða (e. femicide) sem hafa verið framin á Íslandi. Í þessum málum höfðu mæður barna verið beittar ofbeldi sem leiddi til dauða þeirra. Verknaðinn framdi aðili sem þær höfðu verið í nánu sambandi við. Tilgangurinn var að öðlast þekkingu á því hvað einkennir slík mál með það fyrir augum að reyna að fyrirbyggja þau í framtíðinni. Könnuð voru slík mál á 35 ára tímabili hér á landi. Aðferðin var bæði megindleg og eigindleg og fól í sér innihaldsgreiningu dóma og fréttamiðla. Niðurstöður sýndu að átta mæður sem áttu samtals 14 börn tvítug eða yngri voru myrtar hér á landi á þessu tímabili. Verknaðaraðferðin virðist hafa verið tengd félagslegu umhverfi morðanna. Í tæplega helmingi tilfella voru barn eða börn viðstödd þegar móðir þeirra var myrt og urðu því vitni að verknaðinum með einhverjum hætti. Þegar um föður barnanna var að ræða fór hann í fangelsi eða var vistaður á geðdeild í kjölfar verknaðarins en í einu tilfelli svipti faðirinn sig lífi í kjölfar verknaðarins. Því má segja að flest börnin hafi misst báða foreldra sína þegar þetta gerðist. Þar sem um gríðarleg áföll er að ræða fyrir börnin og aðra aðstandendur er mikilvægt að fagfólk í félagslega geiranum og heilbrigðisgeiranum skimi fyrir ofbeldi. Jafnframt er mikilvægt að það þekki einkenni og aðdraganda slíkra atburða svo fremur sé hægt að koma í veg fyrir þá.