Aðstaða

Háskóli Íslands

Fyrirlestrar og veggspjaldakynningar

Menntakvika er haldin í húsakynnum Háskóla Íslands í Stakkahlíð (inngangur við Háteigsveg). Í fyrirlestrasölum eru tölvur fyrir glærukynningar og hljóðkerfi. Málstofur verða í stofum H001, H101, H201, H202, H203, H204, H205, H206, K207, K208, K209, K202, K203, K204, K205, K206, K207 og K208. Aðalfyrirlestur Menntakviku verður haldinn í Skriðu.

Veggspjaldakynningarnar fara fram í opna rýminu í Skála.

Sjá kort af byggingu.

Aðgengi

Bílastæði við Stakkahlíð eru gjaldfrjáls. Oft getur reynst erfitt að fá bílastæði við Háskóla Íslands og hvetjum við þátttakendur til að nota vistvænar samgöngur. Fjöldi strætisvagna stoppa í nágrenni við Stakkahlíð t.d. leið 1, 3, 6, 11 og 13.

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru næst inngöngum í Hamri (inngangur frá Háteigssvegi) og Múla (inngangur frá Stakkahlíð). Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða í húsinu.

Veitingar

Boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni dagskrá Menntakviku. Þátttakendur geta einnig keypt sér hressingu í Hámu í matsal húsnæðisins.