Farsæld sem markmið menntunar

Háskóli Íslands

Farsæld sem markmið menntunar

Aðalfyrirlestur í Skriðu kl. 12.30-13.30

Kristján Kristjánsson prófessor í heimspeki við Háskólann í Birmingham flytur aðalerindi Menntakviku.

Til umfjöllunar verða meginþemun úr nýútkominni bók Kristjáns: Flourishing as the Aim of Education: A Neo-Aristotelian View (Routledge, 2019). Höfundur mun einnig velta upp fræðilegum og hagnýtum vandamálum sem tengjast mögulegri innleiðingu farsældarmenntunar í skólum.

„Farsældin“ sem um ræðir er þýðing á eudaimonia Aristótelesar sem einnig er þekkt hugtak í jákvæðri sálfræði nútímans. Kristján leyfir sér þó að nota hugtakið í víðtækari skilningi. Hann bendir á að farsæld sem markmið menntunar feli í sér víðara stefnumark en einvörðungu þroska mannkosta eða dyggða – þó að mannkostamenntun sé vissulega hluti af menntun til farsældar. Er þar gengið skrefinu lengra en Aristóteles með kröfunni um að góð menntun kenni nemendum lotningu fyrir lífinu og veröldinni og geri þeim kleift að gera róttækar breytingar á sjálfum sér ef þörf krefur.

Kristján er einn af okkar merkari heimspekingum en hann hefur lengi rannsakað siðferðisþroska og mannkostamenntun.

Fundarstjóri verður Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Erindi Kristjáns verður streymt.