Um Menntakviku

Allir þeir sem stunda rannsóknir í Menntavísindum og á sviðum þeim tengdum geta tekið þátt í Menntakviku. Gerð er sú krafa að efni sem sent er inn sé hluti af markvissri rannsókn eða heilsteyptu þróunarverkefni. Meistaranemar sem hafa lokið eða eru við það að  ljúka námi og doktorsnemar eru hvattir til að kynna sínar rannsóknir. Efni sem kynnt er á Menntakviku er fjölbreytt enda eru fræðasviðin sem unnið er með á Menntavísindasviði fjölmörg. 

Hver og einn þátttakandi getur aðeins verið fyrsti höfundur að einu erindi og meðhöfundur í tveimur. Það þýðir að hver þátttakandi getur aðeins haldið eitt erindi á ráðstefnunni. Leiðbeinendur skulu vera meðhöfundar erinda sem byggja á meistaraverkefnum.

Hver málstofa er 90 mínútur og öllu jafna er gert ráð fyrir fjórum erindum í hverri málstofu. Hver flytjandi fær 20 mínútur til kynningar og umræðu. 

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Myndir 2017

Myndir 2016

Myndir 2015

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is