Kall eftir erindum

Vilt þú taka þátt í Menntakviku?

Vakin er athygli á því að árleg ráðstefna Menntavísindasviðs HÍ, Menntakvika um rannsóknir, nýbreytni og þróun verður haldin föstudaginn 6. október 2017 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Vinsamlega setjið inn einstaklingságrip og málstofur inn á eftirfarandi slóð: Menntakvika 2017 - Umsóknir

Veggspjöld
Einstaklingum og hópum býðst að kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum. Gert er ráð fyrir að veggspjöldin séu kynnt gestum ráðstefnunnar í matar- og kaffihléum.

Heildstæðar málstofur rannsóknarstofa eða rannsóknarhópa
Forsvarsmenn rannsóknarstofa eða -hópa geta sent inn umsókn um heildstæða málstofu með upplýsingum um innihald hennar og þátttakendur, í þar til gert form fyrir 1. júní 2017.  Öll ágrip þurfa að innihalda stutta lýsingu á markmiðum rannsóknar eða þróunarverkefnis, aðferðum og helstu niðurstöðum eða lærdóm sem af verkefnum má draga.

Lokað hefur verið fyrir innsendingar ágripa.

Ágrip einstaklinga
Áhugasömum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði menntavísinda og öðrum fræðasviðum sem hafa tengingu við sviðið, er boðið að senda inn 200 orða ágrip fyrir 1. júní 2017. Ágrip þurfa að innihalda stutta lýsingu á markmiði rannsóknar eða þróunarverkefnis, aðferðum og helstu niðurstöðum eða lærdómi sem af verkefninu má draga.

Ágripum sem berast eftir auglýsta dagsetningu er sjálfkrafa hafnað. Staðfesting ritstjóra um samþykkt eða höfnun ágrips verður send til höfunda í lok júní 2017. 

Reglur og viðmið

  • Hver og einn getur aðeins verið fyrsti höfundur að einu erindi og meðhöfundur að tveimur. Það þýðir að hver þátttakandi getur aðeins haldið eitt erindi á ráðstefnunni.
  • Undantekning á þeirri reglu er að leiðbeinendur doktorsnema geta tekið þátt með doktorsnemum sem meðhöfundar, auk þess að vera skráðir höfundar tveggja ágripa.  
  • Leiðbeinendur skulu vera meðhöfundar erinda/greina sem byggja á meistaraverkefnum.

Útgáfa
2016 er stefnt að því að gefa út  sérrit ráðstefnunnar. Þar af leiðandi eru allir mögulegir flytjendur beðnir um að íhuga þann möguleika með erindin sín. Skil greina sem birta á í sérriti þarf að eiga sér í stað í síðasta lagi 1. águst 2017.

Nánari upplýsingar
Heimasíða Menntakviku er: http:menntakvika.hi.is og nánari upplýsingar um ráðstefnuna veita Kristín Harðardóttir (krishar@hi.is) og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir (sh@hi.is).
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is