Kall eftir erindum

 

Vakin er athygli á því að árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Menntakvika - rannsóknir, nýbreytni og þróun verður haldin föstudaginn 4. október 2019. Ráðstefnan er nú haldin í 23. skipti. Menntakvika er haldin í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ, við Stakkahlíð.

Einstaklingserindi
Áhugasömum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði menntavísinda, og öðrum fræðasviðum sem hafa tengingu við sviðið, er boðið að senda inn ágrip af erindi.

Skipulagðar málstofur
Formenn rannsóknarstofa og aðrir sem eru í forsvari fyrir rannsóknarhópa geta skipulagt heildstæðar málstofur og setja þá inn upplýsingar um alla þátttakendur. Ábyrgðarmaður málstofunnar sækir um og skilar inn ágripi af hverju erindi málstofunnar.

Veggspjöld
Einstaklingum og hópum býðst að kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum. Nauðsynlegt er að skila inn ágripum af efni veggspjalda. Gert er ráð fyrir að veggspjöldin séu kynnt gestum ráðstefnunnar í matar- og kaffihléum. Stærð veggspjalda á að vera A0. Sniðmát að veggspjöldum má finna á heimasíðu Menntakviku, menntakvika.hi.is.

Öll ágrip þurfa að innihalda stutta lýsingu á markmiðum rannsóknar eða þróunarverkefnis, aðferðum og helstu niðurstöðum og lærdómi sem draga má af verkefninu.

Hringborðsumræður
Þeir sem hafa áhuga á að skipuleggja hringborðsumræður sendi fyrirspurnir á katrinj@hi.is.

Ágripum skal skilað inn fyrir miðnætti, mánudaginn 1. júlí 2019.

Hámarkslengd ágripa er 250 orð. Ágripum sem berast eftir auglýsta dagsetningu er sjálfkrafa hafnað.

Reglur
Aðeins er leyfilegt að vera fyrsti höfundur að einu erindi, en fyrsti meðhöfundur að tveimur erindum, annar meðhöfundur að tveimur erindum, þriðji meðhöfundur að þremur erindum, osfrv. Hver þátttakandi getur því aðeins haldið eitt erindi á ráðstefnunni.

Útgáfa
Stefnt er að því að gefa út sérrit ráðstefnunnar. Allir höfundar erinda eru beðnir að hafa það í huga. Tilbúnum greinum skal skilað inn í síðasta lagi 15. ágúst 2019. Áhugasamir hafi vinsamlegast samband við Katrínu Johnson (katrinj@hi.is) eða Kristínu Harðardóttur (krishar@hi.is).

Frekari upplýsingar veita Katrín Johnson (katrinj@hi.is) eða Kristín Harðardóttir (krishar@hi.is).

Smellið hér til að sækja um þátttöku og senda inn ágrip

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is