Skráning á Menntakviku 2018

English below

Skráning og móttaka ágripa fyrir árlega ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands; Menntakvika – rannsóknir, nýbreytni og þróun, er í fullum gangi. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í menntavísindum og á tengdum sviðum hverju sinni. Menntakvika er 12. október í ár og það verður í 22. skiptið sem hún er haldin.

Í fyrra voru flutt 210 erindi um fjölbreytt efni í 56 málstofum. 
Skipulag ráðstefnunnar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og sérstök áhersla verður lögð á heildstæðar málstofur frá rannsóknarstofum eða -hópum. Á dagskrá ráðstefnunnar í ár verða sem áður bæði málstofur og veggspjaldasýningar. Í ár er einnig opið fyrir möguleikann á að halda skipulagðar hringborðsumræður.

Menntavísindasvið býður öllum sem stunda rannsóknir í menntavísindum, og tengdum sviðum, við Háskóla Íslands til þátttöku á ráðstefnunni en jafnframt starfsfólki frá stofnunum utan háskólans. Undirbúningur og framkvæmd Menntakviku er í höndum Menntavísindastofnunar. 

Skráning er, eins og fyrr segir, hafin og búið er að opna fyrir móttöku ágripa. Skilafrestur ágripa er til miðnættis 10. júní 2018.

 

Fyrir utan að vera uppspretta nýrra hugmynda og þekkingar er ráðstefnan vettvangur mikilvægrar umræðu ár hvert.

 

Vinsamlegast sendið inn ágrip hér / Click here to send an abstract

 

Ráðstefnan er endurgjaldslaus og öllum opin.

________________________________________________________________________

The 22nd conference on research in educational sciences will be held at the University of Iceland´s School of Education, Stakkahlíð, on October 12th 2018.

The objective of the conference is to present and promote the latest developments in educational sciences within the University of Iceland and related

institutions. 

Last year the conference had around 210 lectures in 56 sessions. Lectures in English are welcomed.

Each year the conference is a source of new ideas and knowledge as well as being an important venue for academic discussion.

The conference is free of charge and open for everyone to participate.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is