Skráning hafin á Menntakviku

Opnað hefur verið fyrir skráningu og móttöku ágripa fyrir árlega ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Menntakvika; rannsóknir, nýbreytni og þróun. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í menntavísindum og á tengdum sviðum hverju sinni.

Á síðustu Menntakviku 2016 voru flutt rúmlega 260 erindi um fjölbreytt efni í 62 málstofum.

Á dagskrá ráðstefnunnar í ár verða málstofur og veggspjaldasýningar. Skipulag ráðstefnunnar verður með svipuðu sniði og áður en sérstök áhersla verður lögð á heildstæðar málstofur frá rannsóknarstofum eða -hópum.

Menntavísindasvið býður öllum sem stunda rannsóknir í menntavísindum og á tengdum sviðum við Háskóla Íslands til þátttöku á ráðstefnunni en jafnframt starfsfólki frá stofnunum utan Háskólans.Undirbúningur og framkvæmd Menntakviku er í höndum Menntavísindastofnunar.

Skráning er, eins og fyrr segir, hafin og búið er að opna fyrir móttöku ágripa. Vinsamlega sendið ágrip inn á Menntakvika 2017 - Umsóknir

Ráðstefnan er endurgjaldslaus og öllum opin.

Sjá nánar á vefsíðu Menntakviku

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is